Fréttablaðið - 07.02.2023, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 07.02.2023, Blaðsíða 30
36 Kane hefur 36 sinnum skotið í tré- verkið. 1 Aðeins eitt af 200 mörkum Kane hefur komið þegar hann byrjaði ekki leikinn 58 Kane hefur 58 sinnum verið tekinn af velli í 304 deildar- leikjum. 30 Kane hefur skorað úr 30 vítaspyrnum af 34 í deildarleikjum 43 Sneggsta mark Kane kom eftir 43 sekúndur gegn Bournemouth árið 2016. 13 Í uppbótatíma síðari hálfleiks hefur Kane skorað 13 mörk í deildinni. 18 Kane elskar að spila gegn Leicester og hefur skorað 18 mörk gegn liðinu. 22 Son Heung- min hefur lagt upp 22 af 200 deildar- mörkum Kane. Á spjöld sögunnar í einu höggi Staðreyndir um Kane n Staða: Framherji n Þjóðerni: England n Fæðingardagur: 28.07. 1993 n Hæð: 188cm n Leikir í deild: 304 n Mörk í deild: 200 n Stoðsendingar: 44 n Vítaspyrnur: 30 n Sendingar: 6.631 n Skot: 1.132 Hvernig Kane skorar mörkin n Hægri fæti: 163 n Vinstri fæti: 51 n Skalla: 49 n Annað: 4 n Heildin: 267 Keppnir n Meistaradeildin: 21 n Evrópudeildin: 18 n Sambandsdeildin: 6 n Enska úrvalsdeildin: 200 n Enski bikarinn: 15 n Deilarbikarinn: 7 n Heildin: 267 Tímabil Leikir Mörk Stoðs. 2011-12 6 1 0 2012-13 1 0 0 2013-14 19 4 2 2014-15 51 31 5 2015-16 50 28 2 2016-17 38 35 7 2017-18 48 41 4 2018-19 40 24 6 2019-20 34 24 2 2020-21 49 33 18 2021-22 50 27 9 2022-23 30 19 3 Heildin 416 267 58 hordur@frettabladid.is Fótbolti Harry Kane er 29 ára gamall en mark hans gegn Man chester City á sunnu- dag var hans 200. mark í ensku úrvals- deildinni, hefur enginn áður náð þessum áfanga jafn snemma á ferli sínum og Kane. Alan Shearer sem er markahæsti leikmaður í sögu deildarinnar skoraði sitt 200. mark þegar hann var þrítugur. Shearer skoraði 260 mörk í heildina og bendir allt til þess að Kane muni bæta það met með tíð og tíma. Wayne Rooney sem er í öðru sæti með 208 mörk skoraði sitt 200. mark þegar hann var 31 árs gamall. Lík- lega tekur Kane fram úr Rooney á þessu tímabili. Fyrsta mark Kane fyrir Tot- tenham kom þegar hann var tvítugur en þá hafði hann víða verið á láni án þess að sýna neina snilli. Fáir áttu í raun von á því að Kane yrði þessi magnaði sóknarmaður sem hann hefur orðið. Kane hefur allan sin feril í ensku úrvalsdeildinni leikið með Tottenham, hann hefur verið nálægt því að fara og í sumar gæti hann tekið skref- ið annað. Kane mun eiga ár eftir af samningi sínum í sumar og gæti Tottenham neyðst til að selja hann ef hann vill ekki framlengja. n Harry Kane, sóknarmaður hjá Tottenham, fór í sögubækur enska fótboltans um helgina þegar hann skoraði sitt 200. mark í ensku úrvalsdeildinni. Er hann sá yngsti í sögunni sem nær þessum merka áfanga, á sama tíma varð hann marka- hæsti leikmaður í sögu Tottenham með sínu 267. marki fyrir félagið og bætti þar með met hins magnaða Jimmy Greaves. 14 íþróttir FRÉTTABLAÐIÐ 7. FeBRúAR 2023 þriÐJUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.