Fréttablaðið - 07.02.2023, Blaðsíða 8
7,8
Jarðskjálfti sem mæld-
ist 7,8 að stærð og eftir-
skjálfti sem var 7,5.
3.000
Tala látinna í lönd-
unum tveimur var
sögð vera 2.300 manns
síðdegis í gær.
Það hefur einn maður
haft samband við
okkur sem er giftur
íslenskri konu.
Sélim Sariibra-
himoglu, kjör-
ræðismaður
Íslands í Ankara
Náttúruhamfarir
Fjöldi látinna eftir harða jarð-
skjálfta sem skóku Tyrkland
og Sýrland í gær er enn ekki
ljós. Eyðileggingin er gríðar-
leg. Rústabjörgunarmaður
lýsti vanmætti gagnvart
verkefninu.
gar@frettabladid.is
Jarðskjálfti sem mældist 7,8 að
stærð og eftirskjálfti upp á 7,5 olli
miklu mannfalli í Tyrklandi og Sýr-
landi í gær.
Tala látinna í löndunum tveimur
var sögð vera 3.000 manns síðdegis
í gær, þar af voru um 1.500 dauðsföll
í Tyrklandi og um 2.300 í Sýrlandi.
Enn er leitað í rústum og búist er við
að fjöldi látinna sé mun meiri.
„Við erum ekki nálægt því að hafa
nægan mannskap til að takast á við
slíkar hamfarir,“ sagði björgunar-
sveitarmaðurinn Ismail Alabdullah
í símaviðtali við norska blaðið Ver-
dens Gang.
„Við heyrum fólk hrópa innan úr
rústunum,“ sagði Alabdullah.
Yasser Alhaji, sem starfar fyrir
stjórnina á sjálfstjórnarsvæðinu í
norðurhluta Aleppo í Sýrlandi, sagði
við VG að þar vantaði tjöld, mat og
tæki til að skera í gegn um stál og
steypu.
„Ástandið er skelfilegt. Fólk er í
sárri þörf fyrir hjálp. Við þurfum
alþjóðlegar björgunarsveitir, lækn-
ingabúnað og færanlegar bráðamót-
tökur. Við höfum lýst yfir neyðar-
ástandi í norðvesturhluta Sýrlands
öllum.“ n
Neyðaróp fólksins
bárust leitarfólki
upp úr rústunum
Við erum ekki nálægt
því að hafa nægan
mannskap til að takast
á við slíkar hamfarir.
Ismail Alabdullah, björgunar-
sveitarmaður í Tyrklandi við
Verdens Gang
Ár Stærð Tala látinna Staður
2023 7,8 2.000+ Kahramanmaras
1999 7,6 17.000 Izmit
1999 7,2 845 Düzce
2011 7,0 604 Van
2020 7,0 117 Izmir
2020 6,8 41 Elazig
2003 6,4 167 Bingöl
Stærstu jarðskjálftar í Tyrklandi frá 1999
Sautján þúsund létust í skjálfta 7,6 að stærð í Ismit 1999. FréTTaBlaðIð/EPa
helgisteinar@frettabladid.is
Sélim Sariibrahimoglu, kjörræðis-
maður Íslands í Ankara, segir að það
muni taka minnst tvo til þrjá daga
áður en raunverulegt tjón af völdum
jarðskjálftans verður ljóst.
Sariibrahimoglu segir að engir
Íslendingar hafi hingað til haft sam-
band en skyldi það gerast er ræðis-
skrifstofan tilbúin að veita aðstoð.
„Það hefur einn maður haft
samband við okkur sem er giftur
íslenskri konu. En fyrir utan það
erum við undirbúin skyldi einhver
hringja.“
Þá segir hann jarðskjálftann
koma á mjög erfiðum tíma. Vet-
urinn hefur verið mjög harður
og ofan á það hafa margir íbúar í
landinu búið við mjög erfiðar efna-
hagsaðstæður. Margir Tyrkir eru
þrátt fyrir það að reyna að ferðast
inn á svæðið í von um að bjarga
ættingjum.
Sariibrahimoglu segir að ríkis-
stjórnin sé að gera sitt besta til að
hjálpa og sérstaklega í ljósi þess
að kosningar eru á næsta leiti og
stjórnmálamenn reyni að vinna
kjósendur á svæðinu á sitt band.
„Þó svo að þetta sé hörmulegur
atburður þá held ég að samstaðan
sem ríkir milli fólksins á svæðinu
og fólksins úti um allt Tyrkland sé
það sterk að Tyrkir muni sigrast á
þessum hörmungum,“ segir Sari-
ibrahimoglu. n
Kjörræðismaður segir Tyrki munu
sigrast á hörmungum skjálftanna
8 fréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 7. FeBRúAR 2023
ÞriÐJUDAGUr
Aðstæður í Tyrklandi og Sýrlandi eru vægast sagt ömurlegar eftir skjálftana FréTTaBlaðIð/GETTy