Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.02.2023, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 17.02.2023, Qupperneq 18
Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Ólöf Ólafsdóttir konditori er þekkt fyrir sína sælkeraeftir- rétti sem hafa slegið í gegn á veitingastaðnum Monkeys, fyrir bragð, áferð og útlit. Hún hefir unnið til verð- launa fyrir Eftirrétt ársins árið 2021 en þá kom hún, sá og sigraði með guðdóm- legum eftirrétti. Ári síðar var hún skipuð í dómnefndina. Ástríða Ólafar hefur legið í bakstri og eftirréttagerð frá því hún man eftir sér. Í þættinum Matur og heimili á dögunum galdraði hún fram uppáhaldsbollurnar sínar fyrir áhorfendur og deilir hér upp- skriftinni svo allir geti leikið þetta eftir fyrir bolludaginn. „Ég hef alltaf verið með brenn- andi áhuga á eftirréttum og kökum. Áhugi minn á bakstri vaknaði þegar ég var lítil. Ég fékk alltaf að undirbúa og baka mínar afmælistertur sjálf og einnig fyrir litlu systur mína,“ segir hún og bætir við: „Þá fékk ég að nýta sköp- unargleði mína til fulls og baka allt sem ég vildi. Ef þú spyrð mömmu kæmi í ljós að ég setti allt eldhúsið á hliðina, hveiti og súkkulaði alls staðar, í öllum skúffum, hillum og yfir öllu gólfinu,“ segir hún og hlær. „Ferillinn byrjaði þegar ég var 17 ára. Þá fékk ég að aðstoða pastry- eldhús en þegar ég steig þar inn í fyrsta skipti vissi ég að þá yrði ekki aftur snúið, þetta var það sem mig langaði til þess að gera. Í kjölfarið flutti ég til Danmerkur og lærði konditorinn og vann náms- samninginn minn í bakaríi hérna heima. Stuttu eftir að ég útskrifað- ist hóf ég störf á Monkeys sem head pastry chef og fékk að hanna minn eigin eftirréttaseðil. Sérstaða mín er aðallega kökur og eftirréttir þótt ég hafi líka brennandi áhuga á croissant- og súrdeigsbrauðgerð.“ Afmælisterta fyrir ömmu Spurð segir Ólöf að það fyrsta sem hún bakaði alveg sjálf hafi verið afmælisterta fyrir afmæli ömmu sinnar. „Þetta var fyrsta alvöru tertan en ég lærði að búa til minn eigin sykurmassa úr sykurpúðum og fékk að kaupa ballerínu- og fiðrildaútstungujárn. Ég get ekki lofað að þessi kaka hafi verið sú Rjómabollur að frönskum hætti Ólöf hefur alltaf verið með brenn- andi áhuga á eftirréttum og kökum. Í þætt- inum Matur og heimili á dög- unum bakaði hún og full- komnaði sínar uppáhalds- bollur i tilefni bolludagsins og deilir hér upp- skriftinni með lesendum. Ólöf töfraði fram hina frönsku choux au craquelin, það er klassísk vatnsdeigsbolla með kex- hjúp. Bolluna fyllti hún með vanillurjóma, súkkulaði- ganache og maríneruðum jarðarberjum. Þvílík fegurð. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Ólöf kenndi réttu handtökin í þætt- inum Mat og heimili á Hringbraut. fallegasta eða sú besta á bragðið en hún hitti beint í mark,“ segir hún. Árið 2021 vann Ólöf til verð- launa fyrir eftirrétt ársins. „Hann varð til þremur dögum fyrir keppni. Ég var búin að æfa mig í tvær vikur fyrir keppnina og komin með eftirrétt sem ég var þó ekki alveg nógu sátt við þannig að ég ákvað að byrja alveg upp á nýtt. Það var ekkert smá stress en skilaði sér. Þemað fyrir keppnina var vegan, ég hafði ekki unnið mikið með það áður en það opnaði augu mín fyrir alls konar skemmti- legum og nýjum aðferðum.“ Verðlaunin voru ekki af lakari taginu og færðu Ólöfu meiri þekk- ingu og reynslu í faginu. „Í verð- laun fyrir fyrsta sætið var ferð til Chicago í The Chicago Chocolate Academy og fékk ég diplómu í „plated desserts“ eða fullkláraður eftirréttur á diski.“ Einn af uppáhaldsdögum Bolludagurinn á stóran sess í hjarta Ólafar og tilhlökkunin ávallt mikil. „Einn af uppáhalds- dögunum mínum á árinu er bollu- dagurinn og hef ég haldið ótal mörg bollukaffi. Ég ætla að deila með ykkur minni uppáhaldsbollu en það er hin franska choux au cra- quelin, það er klassísk vatnsdeigs- bolla með kexhjúp en ég bakaði og útbjó fyllingu og toppaði hana eins og mér þykir hún fallegust og best í þættinum Matur og heimili á dögunum. Bolluna fyllti ég með van- illurjóma, súkkulaði-ganache og maríneruðum jarðarberjum. Mitt helsta leynitrix þegar kemur að vatnsdeigsbollubakstri er að opna alls ekki ofninn á meðan bollurnar bakast og passa vel upp á þykktina á deiginu, það má alls ekki vera of þykkt og alls ekki of þunnt.“ Choux au craquelin með jarðarberjum og vanillu Kexdeig 100 g hveiti 100 g sykur 100 g mjúkt smjör Blandið öllu saman í deig, rúllið deiginu út á milli tveggja bök unar - pappírsarka og setjið inn í kæli. Vatnsdeig 100 g mjólk 100 g vatn 100 g smjör Smá salt 100 g hveiti 3 egg Hitið mjólk, vatn og smjör að suðu. Bætið hveitinu og saltinu út í og hrærið vel saman með sleikju. Ristið deigið í pottinum í u.þ.b. mínútu. Setjið deigið í skál og leyfið því að kólna, hrærið saman við það eitt egg í einu og passið að fylgjast með þykktinni á deiginu. Egg geta verið mismunandi að stærð og stundum þarf ekki að nota þau öll, deigið á að vera þykkt og renna frekar hægt af sleikjunni eða svo að það haldi sér í nokkurn veginn sömu lögun. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið bollunum á bökunar- plötu klædda smjörpappír. Takið kexdeigið úr kælinum, stingið út hringi sem eru örlítið stærri en deigbollan. Leggið kexið ofan á bolluna og bakið í 175 °C heitum ofni í u.þ.b. 25-30 mínútur eða þar til að boll- urnar eru orðnar gullinbrúnar. Passið að opna ofninn ekki meðan á bakstrinum stendur því þá er hætta á að bollurnar falli. Súkkulaði-ganache 200 g rjómasúkkulaði 100 g rjómi Setjið súkkulaðið og rjómann saman í skál og hitið í örbylgju- ofni í 20 sekúndur í einu þangað til að súkkulaðið er bráðið. Maríneruð jarðarber 200 g jarðarber skorin í teninga Rifinn börkur af einni sítrónu 1 tsk. sykur Öllu blandað saman í skál. Vanillurjómi 500 g rjómi 50 g flórsykur Fræ úr einni vanillustöng Allt sett saman í skál, síðan er þetta þeytt þar til að rjóminn er léttþeyttur. Samsetning Skerið bollurnar þversum í tvennt, sprautið rjómanum á og setjið jarðarberin ásamt súkku- laði-ganache í miðjuna. Setjið lokið ofan á bolluna og skreytið að vild. Ég skreytti mínar með rjóma, jarðarberjum og blómum. n 6 kynningarblað A L LT 17. febrúar 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.