Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Side 9

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Side 9
von að fá þann lax þá stundina. Þar fyrir getur verið góð veiðivon á sama svæði, þótt einn og einn lax stökkvi þannig. Þess má geta, að þessi um- ræddu stökk eru algengust seinni hluta sumars, er hryggningarfærin stækka. Hér að framan hefir aðeins verið minnst á fjórar af þessum hreyfingum laxins. En þær eru fleiri, þótt ekki verði farið nánar út í það að sinm. Enginn skyldi af þessum hugleiðing- um ætla, að hér sé verið að slá neinu föstu um hreyfingar og hátterni lax- ins. Aðeins er þetta meðal annars efni, sem vel er þess vert, að veiðimenn gefi meiri gaum en verið hefir. Því það er víst, að snjall laxveiðimaður veiðir bet- ur, og sér til meiri ánægju, ef hann æfinlega veitir hreyfingu laxins eftir- tekt og dregur af henni réttar álykt- anir. Veiðisælt komandi ár! Veiðimenn! LÁTIÐ PRENTA í PRENTSMIÐJUNNI RUN HAFNARSTRÆTI 5 SÍMI 1132 FRAMLEIÐUM ALLSKONAR PAPPAUMBÚÐIR Utanborðsmótorar Silungsveiðar í hinum stærri vötnum hafa mjög færst í vöxt hin síðari ár. Og ekki verður um það deilt, að ekki er vandalaust að fiska silung á flugu. Ef viðeigandi veiðitæki eru notuð, eru margir á þeirri skoðun, að silungs- veiði sé betri dægradvöl en laxveiði. Og víst er um það, að margir kunnáttu- menn fullyrða, að silungsveiðar sé vandasamari íþrótt og útheimti enn meiri leikni og kunnáttu. Um þetta skal ekkert fullyrt hér að sinni, en væntan- lega láta silungamennirnir eitthvað til sín heyra í næstu blöðum. Æskilegt væri að fá grein um bátafiskerí, og þá upp- lýsingar um reynslu þeirra, er nota ut- anborðsmótora, — en þeim fer fjölg- andi hin síðari ár. Hér birtist mynd af Gunnari Bachmann á bát sínum „Veiði- bjallan“, en hann er áhugamaður einnig á þessu sviði. G. O. G. 7

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.