Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Page 17

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Page 17
Sfjórn Siangaveiðifélags Reykjavíkur Gunnar E. Benediktsson. óskar Norðmann. Friðrík Þorsteinsson. sviftur veiðirétti á öllum veiðisvæðum, sem félagið ræður yfir, á yfirstandandi veiðitímabili, og við ítrekað brot gerður rækur úr félaginu. Hinar ströngu reglur, er félagsmenn hafa sett sér, ættu að verða til þess, að tryggja jarðeigendum og öðrum er hafa á leigu holl viðskipti við félagið og fé- lagsmenn. Eigendum réttinda er það hin mesta nauðsyn, svo veiði spillist ekki, að rétt- um veiðiaðferðum og veiðireglum sé fyigt. Er slíkt engu síður nauðsynlegt en að sá ósiður leggist niður, að veiðiár séu eyðilagðar og ánægju manna sé spillt með því að leigja samtímis og á tiltölu- lega litlu veiðisvæði, of mörgum mönn- um réttindi til stangaveiði. 1 Stangaveiðifélag Reykjavíkur hafa nú þegar gengið 52 karlmenn. Stjórn félagsins, er kjörin var á stofnfundi fé- lagsins, er þannig skipuð: Gunnar E. Benediktsson lögfræðing- ur, formaður. óskar Norðmann stór- kaupmaður, ritari. Friðrik Þorsteinsson húsgagnasmíðameistari, gjaldkeri. Varamenn í stjórninni eru: Pétur Halldórsson deildarstjóri og Brynjólfur Stefánsson framkvæmdar- stjóri. Endurskoðendur eru: Egill Vilhjálmsson forstjóri og Egill Árnason umboðssali. Síðastliðið sumar tók félagið á leigu veiðiréttindi í Elliðaánum við Reykja- vík og neðri hluta Laxár í Dalasýslu. Við hlið stjórnarinnar starfar sérstök 3ja manna nefnd, veiðimannanefnd, og eiga sæti í henni: Björn E. Árnason endurskoðandi. Einar Tómasson kolakaupmaður og Sig- mundur Jóhannsson verzlunarmaður. Er það hlutverk nefndarinnar að að- stoða stjóm félagsins í þeim málum, er sérstaklega snerta leigu veiðiréttinda fé- lagsmönnum til handa. Getið um „VEIÐIMANNINN" við kunningja yðar. 15

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.