Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Qupperneq 19

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Qupperneq 19
og hefir því orðið að gerbreyta lög- gjöfinni um lax- og silungsveiði. Má sjálfsagt um hana deila, enda höggvið nærri eignarétti margra, t. d. með regl- unum, er varða fiskiræktar- og veiði- félög, en hinu má hiklaust halda fram, að einhver slík löggjöf er nauðsynleg, og má þar benda á friðunartímann, þar sem öll net og fyrirstöður verður að taka upp vissa daga vikunnar. Þá hefir áhugi manna fyrir lax- og silungsklaki mjög aukizt hin síðari ár, og eru nú gerðar á því sviði ýmsar til- raunir, sem spá góðum árangri. EN svo vikið sé aftur að sjálfri stangarveiðinni, þá er hún nú orð- in svo almenn hér, að varla er til sú spræna, að ekki sé þar einhver að dorga, að minnsta kosti um helgar. Flestar beztu veiðiárnar eru þó í leigu útlendinga, enda leigja þeir þær hærra verði en heimamenn hafa efni á að greiða, og eru veiðimenn þó reiðubún- ir til þess að borga meira fyrir þessa skemmtun sína en þeir geta skilið, sem ekkert þekkja til stangaveiði, enda fer þeirra mat mest eftir því, hve þungur poki veiðimannsins reynist, þegar heim kemur. En hvað er það þá annað en hagn- aðarvonin, sem fær veiðimennina til þess að leggja á sig mikið erfiði við göngur og vökur, og sætta sig oft á tíð- um við þá aðbúð, er slæm má teljast, samanborið við það, sem hægt er að hafa heima hjá sér, án nokkurs sérstaks til- kostnaðar? Þetta er ekki svo auðvelt að útskýra fyrir þeim, sem ekki hafa sjálfir kom- izt í kynni við stangaveiðina, og þó er fjölbreyttnin í einni veiðiferð svo mik- il, að skáldlegum manni gæti orðið að yrkisefni. FYRST má nú nefna veðrið. Allir vita nú hve margbreytilegt það getur verið hér á landi, en hvað það snertir, hafa veiðimennirnir sérstöðu, því flestir aðrir, sem ætla að njóta úti- vistar, vilja fá sólskin og blíðu, en fyr- ir veiðimennina er það ekkert aðalat- riði, síður en svo. Það má gjarnan vera dálítil rigning, já, stundum mikil rign- ing, og ekki er ástæða til þess að mögla þó hvessi, ef áttin er „rétt“. Svo er nú vatnsmagnið mismunandi, og sá silfur- litaði er ekki lengi að finna á sér allar slíkar breytingar. Þetta tvennt er það, sem aðallega hefir áhrif á það, hvort hann „tekur“. Sé veiðimaður ókunnugur staðhátt- um, þá er að finna beztu veiði- staðina, en við það þarf svo hárfínan útreikning, að ómögulegt er að útskýra hann eða kenna; þar verður vaninn og hæfileikar að koma til. Svo er nú að reikna út hvaða góðgæti má bjóða honum, því eitt á við þessa stundina og annað hina. Stundum geta liðið þannig heilir dagar, að hann lítur ekki við neinu, en sé svo allt í einu þrifið óþyrmilega í, fær veiðimaðurinn hjart- slátt, og þá er nú um að gera að vera við öllu búinn. Eftir að laxinn hefir „tekið“, fer viðureignin mjög eftir staðháttum og eins eftir stærð fiskjar- ins, og ekki sízt eftir því, hvernig fest- ist í honum. Á meðan á þessu stendur veit veiðimaðurinn venjulega ekki mik- ið um annað. Að loknum veiðidegi bera menn sig svo saman um viðburði dagsins, eta niðursoðinn mat, ef ekkert veiðist í soðið, drekka svart kaffi, kveikja sér í pípu eða taka í nefið og gleyma öll- um áhyggjum og daglegu striti, liggja í tjaldi, útihúsi eða skúr, gera að gamni sínu eins og smástrákar, og leggjast síðan til svefns, þreyttir og ánægðir. 17

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.