Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 22

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 22
Ingólfur Einarsson: SILUNGAFLUOUR Gerfiflugur þær, sem notaðar eru við silungsveiðar, skiptast í tvo aðalflokka. f öðrum flokkinum eru hin- ar svonefndu „Dry-flies“, eða þurflugur. Með þeim er aðallega veitt á yfirborði vatnsins, og til þess að þær ekki sökkvi, er notuð sérstök olíutegund, sem borin er á fjaðrirnar, enda eru þessar flugur eins nákvæm stæling, eins og hægt er að útbúa, af hinum náttúrulegu flugum, er setjast á yfirborð vatnsins, og eru þess- ar flugur mikill hluti af fæðu silungs- ins. Svo undarlegt, sem það kann að virðast, þá hafa þessar gerfiflugur ekki reynzt vel hér, en ástæðan fyrir því er ef til vill sú, að veiðimenn hafa ekki reynt þær til þrautar, eða fáir er kunna þá aðferð, sem höfð er, þegar þurflug- ur eru notaðar, og er þá hafður sérstak- ur þurflugu útbúnaður, þurflugustöng, hjól, lína og girni. í hinum flokkinum eru hinar svo- nefndu „Wet-flies“, með þeim er fiskað bæði í yfirborði vatnsins og undir, og eru þær látnar sökkva misjafnlega djúpt, eða eftir því sem maður verður var við að silungurinn tekur helzt flug- una. Þessar flugur eru frábrugðnar hin- um, að því leyti, að þær eru flestar ekki stæling af náttúrulegum flugum, heldur eru þær skrautlega samansettar af mis- jafnlega sterkum litum, til þess að ginna silunginn. Það eru sumir sem halda því fram, að fiskurinn sé litblindur, en þó er það margreynt og sannað, að það er ekki sama hvaða fluga er notuð, undir hinum misjöfnu kringumstæðum, sem veðráttan skapar, og hefir áhrif á, hvort sem þar ræður — liturinn eða lukkan. essar flugur eru aðallega notaðar hér og reynast margar tegundir þeirra ágætlega. Margir veiðimenn sem eitthvað nota gerfiflugur, hafa ýmsar skoðanir á því, hvernig öngullinn á að vera, sem flugan er hnýtt á, enda eru til margar gerðir af þeim sem reynast mis- jafnlega. Til gamans ætla ég að láta hér fylgja ummæli eftir enskan veiði- „expert“, Mr. Roger Wolley, og lofa mönnum að heyra álit hans á þessu máli. Hann segir: — „Ideal“ silunga flugu öngull á að vera gerður úr fínum, mjóum vír, og það hæfilega hertum stáli, að hann hvorki brotni eða réttist upp, þó dálítið reyni á, augað lítið, og oddurinn mjög skarpur, með litlu haki krókurinn það hringmyndaður, að hvergi komi fram snörp beygja. í notkun verður þetta bezta gerðin af fluguöngli, sem hægt er að fá, til þess að festa í fiskin- um og halda honum“. Þetta er álit hins enska veiðimanns, enda eru önglar, eins og að ofan getur, eingöngu notaðir á silungaflugur af ein- um þekktustu og stærstu framleiðendum heimsins í þessari grein, Messrs Hardy’s Bros. Þessir önglar hafa verið töluvert reyndir hér og gefizt ágætlega, undir venjulegum kringumstæðum, en eins og veiðimenn þekkja, hefir silungurinn það orð á sér, að vera frekar kenjóttur, og 2C

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.