Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Side 25

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Side 25
Lýsing á Soginu myndi fylla bók, en í stuttu máli er hægt að sýna hvemig veiðisvæðin skiptast. Efst þar sem Sog ð fellur úr Þing- vallavatni (hið eiginlega Sog), verður eigi veitt nema af bát. Stórurriði ligg- ur þar á klöppunum og einnig í „Kerj- unum“ fyrir neðan. Þar og í „Straum- unum“ við Úlfljótsvatn eru til b eykj- ur allt að 12 pundum. Eyjasvæðið, neðan við Úlfljótsvatn, er nú úr sög- unni vegna rafveitunnar, en þar var oft tækifæri að veiða mikið með lítilli kunnáttu. Óefað er fossasvæðið lang skemmti- legast — og erfiðast um leið. — Að þekkja það kostar meiri ástundun en þekking allra hinna partanna. I djúp- um kerjum og á tæpum flúðum liggja dökkir vatnaurriðar, harðsnúnir ná- ungar. Við Irufoss og Kistufoss liggja sterkustu laxarnir — tiltölulega mikið af hængum. Svæðið frá Sakkarhólma niður að Álftavatni er mjög breytilegt og erfitt að ætla á, hvar hann leggst. Þar eru skemmtileg flugusvæði og miklir mögu- leikar fyrir „vaðfugla". Brúarsvæðið er þekktast og öruggast til veiði og vatnaskiptin við Tanna- staði hafa gefið mikla veiði. Lengi vel var svæðið um „Breiðuna" neðan við Árskarðá lítt eftirsótt, enda notað til ádráttarveiði, stundum höfð- um við fengið glepsur, gjarnan stór- lax, en líka farið tómhendir. Oft hafði mig langað til að veiða í Árskarðslandi. Það tækifæri kom fyrst á óvæntan hátt. Fösudagseftirmiðdag fyrir fjórum ár- um seint í ágúst er mér boðið að veiða þar yfir helgi, og boðinu fylgdi: „Þar er allt fullt af stórlaxi, sem lætur eins og hann sé vitlaus". — Nú varð að „hafa hryggina í því“. Kl. 6 vorum við komin austur með tjöld og lítinn mótorbát, sem hafði dugað mér vel á Hvítá í Borgarfirði (hann gengur 25 kílómetra á klukkustund, vegur með mótor 50 kg. og getur ekki sokkið). Við tjölduin við Álftavatn á lindar- bakka, allt er svo unaðslegt og hreint vatnið, sandurinn og vott lauf skógar- ins. Við sitjum í fortjaldi við aðal- tjaldið og tölum um möguleikana. — Veðrið er stillt, og bjart í vatninu. Þó falla skuggar af suðvestanskýjum á vatnið, indigolitaðir skuggar þokast í landnorður yfir vatnið og skóginn. Hvernig væri að setja saman? Jú, það er nú fljótgjört, en ekki er nú veiðiáhuginn mikill. Ég rangla upp með hólmunum, kasta hingað og þang- að, en nenni ekki að fara í „bræk- umar“. Upp við „Breiðuna“ stendur Víglundur veiðimaður úti í Sogi upp í mitti og sveiflar spón í vígamóð. Hann sér mig ekki eða heyrir, en loks vakn- ar hann þó við köll mín og veður í land. Þegjandi þrífur hann tvo stór- laxa og hampar framan í mig. Lax- amir voru furðanlega stórir, kringum 30 pund. Þetta nægði. Nú var það ég, sem hafði ekki tíma til þess að fara í vöðlumar: set á „Blue doctor“ nr. 4 og örmjótt girni og kasta á ská fram á flesjarnar einum þremur köstum. — Þungur straumkúfur gefur til kynna, að „hann“ hefir tekið, og um leið og ég reisi stöngina stekkur laxinn, sveig- ir sig eins og hryggnum er títt og skellur niður á hliðina. Og ég byrja að skammast við sjálfan mig: „Rosa- fiskur, líklegast undir 30 — ónýtt gymin, lítil fluga og þar að auki er ég sama sem á sokkaleistunum — Asni!“ ¥ axinn kafar út í strenginn, dýpra og dýpra, þar sem ég veit að stórgrýtt er og slý. Á fyrsta sprettin- um tekur hann út yfir 100 yard, en 23

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.