Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Page 36
V eiðimannasögur
PF að veggir veiðihúsanna mættu mæla og
tjöldin tala, væri margvíslegan fróðleik
þangað að sækja. Þetta vita allir veiðimenn
og það er sannast sagna, að margar minning-
ar eiga laxa- og silungs-dorgarar, sem fá út-
rás í hvíldartímanum á kvöldin, þegar búið er
að búa um sig í svefnpokanum og kveikt hefir
verið í pípunni. Miklar sögur fara af því, að
þá séu viðhöfð stór orð og þá einkum séu stóru
orðin í sambandi við þyngd og stærð laxanna,
„sem misstust“, eftir að búið var að glíma við
þá í marga klukkutíma. En það er með veiði-
menn éins og Skotana, þeim þykir gaman að
heyra þessar sögur af sjálfum sér og kippa
sér alls ekki upp við það þó þeim sé brugðið
um ýkjur.
*
EN það eru fleiri veiðisögur til heldur en
um stærð fiska, sem misstust. Svo að segja
í hverri einustu veiðiferð kemur eitthvað
skemmtilegt atvik fyrir, sem þess er vert, að
því sé haldið á lofti. „Veiðimaðurinn“ hefir
hugsað sér að birta slíkar veiðisögur til fróð-
leiks og skemmtunar og fara hér nokkrar á
eftir.
*
T I ÉR skal ekki hirt um að tína gamla hús-
* ganga, sem löngu eru orðnir landsfrægir,
en þó sagan um Ólaf Hvanndal prentmynda-
meistara sé á margra vitorði, þykir hún þess
verð, að hún sé færð í letur.
Ólafur var að veiða á flugu. Svo háttaði til,
þar sem hann var, að klettur gekk fram í ána
skammt fyrir neðan þar sem hann stóð. Hvann-
dal er góður veiðimaður og kastar langt og
fallega. Svo vildi til þó í þetta skipti, sem sag-
an greinir frá, að flugan hvarf Hvanndal sjón-
um fyrir klettinn í ánni. Hann hefir vafalaust
verið annars hugar um stund. En menn geta
gert sér i hugarlund undrun hans, er hann sá
línuna fljúga hátt í loft upp, án þess að hann
hreyfði stöngina. En er hann leit upp sá hann
hvers kyns var: Kría hafði gleypt fluguna og
fest í sér öngulinn!
Hugkvæmur maður í okkar hóp leggur til
að svona útbúnaður sé viðhafður á stangveið-
um. Þá er vissa fyrir þyngd þeirra laxa, er
missast.
*
SÖGU um félagslyndi laxahænga sagði mér
einu sinni Sigfús Jónsson gjaldkeri hjá
Morgunblaðinu. Hann var fyrir nokkrum ár-
um að veiða í svokölluðum Straumum, en svo
nefnist veiðistaður, þar sem Norðurá fellur í
Hvítá. í fyrsta eða öðru kasti kom á hængur,
sem síðar reyndist vera um 12 pund.
Á meðan Sigfús var að glíma við laxinn tók
hann eftir því að annar hængur fylgdi hinum
fast eftir og það svo, að stundum mátti vart
sjá hvor þeirra var á færinu. Þannig fylgdust
þeir að, hlið við hlið, allan timann meðan ver-
ið var að þreyta þann, sem á önglinum var, og
er honum var landað kom þessi tryggi félagi
hans svo nærri, að auðveldlega hefði mátt bera
í hann.
*
j SUMAR vildi það til uppi í Borgarfirði, að
*■ þrír kunnir veiðimenn voru að veiða í sama
hylnum. Allt i einu segir einn þeirra:
„Hann er á hjá mér!“
Annar segir svo að segja um leið:
„Og líka hjá mér!“
34