Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Side 3

Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Side 3
SVFR VEIÐIMAÐURINN Nl'9 7959 MALGAGN STANGAVEIÐIMANNA Á ÍSLANDI Ritstjóri: Víglundur Möller, Útgefandi: Stangaveiðifélag Reykjavíkur Ægissiðu 92. — Sími 3795. Afgreiðsla i Veiðimanninum, Lcekjartorgi Prentað i Ingólfsprenti Mcð hffkbondt só(. Það er gamalla manna mál, að eitt liænnfet bætist við sólarganginn dag hvern, þegar daginn teknr að lengja aft- ur eftir vetrarsólhvörfin. Við erum j)á flest orðin fullsödd á skammdeginu, og okkur er farið að dreyma um sólina og vorið, þótt enn sé eftir „að jneyja þorr- ann og góuna“, sem stundum geta verið leið og löng. Strax og kernur frarn yfir áramótin fer skammdegisdrunganum að létta af okkur og vora í sálinni. Vissan um sumar á eftir vetri og vonin um sólríka daga og bjartar nætur hefir löng- um verið það vopn, sem bezt hefir reynst okkur íslendingum í baráttunni við hríðar og skammdegis-myrkur langra vetra. \rið höfum alltaf trúað því, að „öll él birti upp um síðir“, og átt okkur „suni- ar innra fyrir andann". Fáir hugsa oftar um vorið og sumar- ið en veiðimennirnir. Við byrjum að hlakka til næstu „vertíðar“ um leið og laxveiðitíminn er liðinn, og níu mánuði göngum við með vonirnar um veiðisæla daga í faðmi hinna friðsælu dala. Okkur finnst það flestum ískyggi- lega langt, jregar við érunr að hætta að veiða í lok ágústmánaðar, að nú þurfum við að bíða þangað til í júní næsta ár eftir að fá að renna, og sumir jafnvel lengur. Við erum nú einu sinni svona undarlega gerð, mannanna börn, að við þráum hið ókornna og leiðist að bíða eft- ir því, þótt við vitum að hvert augna- blik, sem líður, ber okkur nær þeim endalokum, sem við, eigi að síður, vilj- um öll forðast svo lengi sem kostur er. Og oft erum við svo áfjáð að konrast inn í framtíðina, að við glöturn auðlegð hinn- ar líðandi stundar í eltingaleiknum við Veidimaðvrinn 1

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.