Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Page 15
Við LftXfl.
Úr bréfi til veiðifélaga.
Allir sem komið hafa í „Paradís laxveiðanna" — Laxá í Þingeyjarsýslu — munn kannast
við Steingrím Baldvinsson í Nesi. Menn frétta það fljótt þegar þangað kenmr, cf þeir hafa
ekki heyrt það áður, að heppilegt só að leita á fund hans, til þess að fá leiðbeiningar og
aðstoð við laxveiðarnar fyrir landi hans og raunar víðar í ánni. Laxá er „seintekin" og henni
er ekkert um það gefið, að flíka kostum sínum við bláókunnuga menn. En fái þeir Steingrím
til fylgdar á fur.d hennar, verður viðmótið allt annað. Þá á hún til að opna gestinum
strax sitt örláta hjarta og veita honum höfðinglegar viðtökur. Steingrímur er alinn upp við
ána og tengdur henni traustum vináttuböndum. Hann þekkir hug hennar og háttu, skilur
mál hennar og er hugfanginn af fegurð hennar og töfrum. Hann er skáld gott og hefur
m. a. ort ýms ljóð og stökur um ána sína og dalinn. Hann hefir góðfúslega leyft mér að
birta eitt þeirra hér í blaðinu, og þykir mér
þess um hjartarætur og rifji upp margar fagrar
Manstu yndi morgunstunda?
Manstu kveld, er sólareldur
lék á himni og leifturkviku
Laxárstrengja öldufaxi?
Vafurlogar Vitaðsgjafa
vöfðu mið og Grástraumsiðu,
brosti ey í Álfthyls spegil,
alskrýdd viði — og hliðin fríða.
Hennar mynd i Laxárlindum
lygnum speglast, fagurdregluð
litaprýði á lyngi og víði,
Ijúfu flosi grass og mosa.
Skreytir barminn vordagsvarmi,
vangann rjóða kvöldsins glóðir
undir brúna boga-linum,
bláu er falda himintjaldi.
Ljúf ur og glaður er lífsins óður
um lá og runn i fugla munni.
Á sér skjól og öruggt hæli
eggjamóðir i hvannastóði.
ekki ósennilegt að það ylji sumum lesendum
minningar frá unaðsstundum þeirra í Aðaldal.
Ritstj.
Glöð er komin langar leiðir
lagarþjóð á bernskuslóðir.
Endurvekja œskuleiki
ættmið þekk — og laxinn stekkur.
Er sem geymi elfarstraumur
endurminning fornra kynna.
þegar festi. góður gestur
Gunnarstryggð við Laxárunnir,
hrifinn gekk um græna bakka.
Glapti veiðimanninn seiður
elfardisa, er ófu úr Ijósi
undravað um hyl og boða.
Laxárstrengir sifellt syngja
— sálum þeirra, er nema málið —
söngva nýja um hugsjón háa,
hjartansmál og gleði bjarta,
Ijós og fegurð langra daga,
líf, er dylja myrkir hyljir,
löngun þess, er finnst. hann fangi,
fegurð þráir straumsins bláa.
St. B.
Veidimadurinn
13