Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Side 21
Ég var því viðbúinn að varpa frá mér
stönginni og leggja til orustu með ífær-
una. En kallið kom ekki. Yið köstuðum
þarna í tuttugu mínútur; laxinn stökk
ýmist yfir línuna hjá okkur eða renndi
sér undir hana, stóð jafnvel á liaus á
lienni, og lék yfirleitt allar þær listir,
sem fiskar kunna beztar til þess að láta
í ljós að þeir ætli ekki að taka.
„Hann fer nú að taka, senn hvað
líður“, kallaði I’>. um leið og hann byrj-
aði að luiðstrýkja neðri liluta hylsins
hægt og rólega einu sinni enn. Ég fór
að hugsa um hve ánægjulegra og arð-
bærara það hefði verið, að lú garðinn
minn heima. Hugsunin örfaði mig til
uppreisnar. Ég tók klútinn upp tir vasa
mínum, náði mér í dálítið af mold, þurk-
aði alla smurningsleðjuna af linunni,
hnýtti á svert kast og svartan Doctor,
sem í viðlögum liefði mátt nota í stað
ífæru. Þessi fyrirlitning á fræðunum og
forsmán á reglunum sveif svo á mig, að
ég fór að syngja hástöfum meðan ég var
að kasta.
Flugan liafði ekki borist neina nokk-
ur'fet eftir vatninu, þegar ég fann að
stór fiskur tók hana og var þegar fastur.
„Hann er á!“ hrópaði ég um leið og
hjólið hóf upp sinn frelsissöng. B. kom
þjótandi til mín með ífæruna, og í fyll-
ingu tímans lá fallegur 15 punda fiskur á
árbakkanum.
„Á hvað ertu að veiða?“ spurði liann
og augun ætluðu út úr höfðinu á honum,
þegar hann sá kafloðið fluguferlíkið, sem
stóð út úr munni íisksins.
„Það er Black Doctor af stærri gerð-
inni", svaraði ég með illkvitnislegu
glotti, sem ég liélt að ekki gæti farið
fram hjá honum.
„Já, þetta er undantekning, sem sann-
ar regluna", sagði vinur minn. Ég kink-
aði kolli og brosti háðslega.
Það er ekki að orðlengja það frekar,
að á hálftíma hafði ég veitt B. tækifæri
til þess að færa fyrir mig í þrjá stór-
laxa, og þeir tóku allir þennan sama
Black Doctor. En því get ég trúað ykkur
lyrir, að þegar B. færði í þann síðasta,
þá brá fyrir óhugnanlegum glampa í
augnaráði lians.
A heimleiðinni var hann þögull og
gekk eins og maður sem mjög er þungt
í huga.
Að lokum skal þess getið, að næst þeg-
ar við fórum saman að veiða, sást ekki
hitamælirinn í silfurhylkinu standa upp
úr brjóstvasa lians, eins og áður, og
doðranturinn mikli var einnig horfinn
úr veiðipokanum. Og þegar hann liafði
ræskt sig nokkrum sinnum, spurði liann
mig, hvort ég ætti ekki stóran Black
Doctor, sem ég gæti lánað sér!
Þýtt úr ensku.
Forsíðumyndin.
Það er prýði á blaðinu, ef kápan er
falleg. Það er nokkrum erfiðleikum
Imndið að ná í hentugar myndir og væri
því vel þegið, ef einhverjir af lesendum
blaðsins gætu liðsinnt því í þessu efni.
Að þessu sinni er forsíðumyndin frá
Vitaðsgjafa, einum bezta og fegursta
hylnunr í Laxá í Aðaldal.
Ljósmyndina tók Leifur Kaldal.
VtlUIMAUUKI.NM
19