Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Blaðsíða 22
Arshfttíð $. V. f. R.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur hélt árs-
hátíð sína að þessu sinni laugardaginn
9. febr. s. 1. Var hún fjölsótt að vanda og
virtust allir skemmta sér liið bezta, eins
og ávallt áður.
Formaður félagsins, Gunnar Möller,
lirl. setti liófið með ræðu og komst m. a.
að orði á þessa leið:
„Þá erum við enn einu sinni komin
sarnan í fásinninu, mitt á milli „ver-
tíða“, til þess að „dreifa drunga úr sinni
og drekka laxa minni“ — til þess að eiga
saman glatt og fjörugt kvöld og reyna,
þó í litlu sé, að bæta okkar elskulegu
eiginkonum upp það, sem við misgerum
við þær með veiðiflakki okkar á sumrin.
Oft höfum við skemmt okkur konung-
lega á þessum kvöldum, og mér finnst
vissulega að við liöfum öll skilyrði til
þess. Ég býst við að fleirum hafi fund-
ist eins og mér, að yfir þessum gleðskap
okkar sé eitthvað af hugblæ sjálfra lax-
veiðanna. Það er eins og við heyrum
óminn af fjarlægum íossanið í veizlu-
Gunnbjörn og Ólafur varpa frá sér áhyggjum stjórnarstarfanna i hóþi góðra vina og veiðifélaga.
20
VSIUIM AÐURINN