Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Page 30

Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Page 30
jSjöbirtingur. Sjóbirtingur! Birtingur! .... Það er bjart og fjörlegt yfir nafninu. Þeim fiski fylgir líka bæði fjör og frískleiki. Létt og mjúk stöng, örmjótt girni, lítil fluga. — Sjóbirtingur. Gleymdur er lax. Gleymdur urriði, og birtingurinn fer í loftköstum um hyl- inn. Komist þú í kast við hann, þá glím- ir enginn betur, og enginn fiskur í ám tapast eins oft af flugu veiðimannsins, því snerpan er ótrúleg. Látið okkur lieyra eitthvað um sjó- birtinginn í Veiðimanninum, og ef hann ekki „spriklar“ þar öllum til ánægju, þá er það ekki honum að kenna. K. S. Það er auðheyrt af þessum línum, að sá er þær skrifar hefir mikið dálæti á sjóbirtingsveiði og getum við tekið undir það. „Veiðimanninn“ vantar einmitt eitt- hvað skemmtilegt og fróðlegt um sjó- birtinginn. Ritstj. Blaðinu er kunnugt um. að fyrir einu eða tveimur árum gaf einn af velunnur- um veiðiíþróttarinnar snotur verðlaun til þess að keppa um, ef kastmótum yrði komið á hér. Um sama leyti var gerð til- raun í þá átt, en of fáir gáfu sig fram. Væri nú ekki rétt að hefjast handa með vorinu og draga ekki lengur að efna til kastmóts, þó að í smáum stíl yrði í fyrsta skiptið? Um leið og nokkrir menn ríða á vaðið af áhuga, koma fleiri á eftir. Ritsij. 28 Veidimadurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.