Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Blaðsíða 34
FLUQUR.
Einil heitinn Thorotldsen, tónskáld, var veiði-
niaðnr góður, eins og margir muna, og eiga félagar
lians margar skemmtilegar minningar frá veiðiferð-
tim með Irontim. Hann veiddi aðallega á flngti og
notaði alltaf litlar stengur, 9 eða 7 feta. því að
hann var maður heilsuveill og þoldi ckki að veiða
með þtingum tækjum. Eitt sinn, scm oftar, var
liann að veiða í Fossinum í Grímsá og setti þá
í stóran lax, ca. 20—25 pd. Honum gekk erfiðlega
að þreyta fiskinn, því hann hélt sig langt úti í
straumnum og stöngin var of lítil til þess að hægt
vari að takast nokkuð verulega á við hann. Leið
all-langur tfmi svo að hvorki gekk né rak og vortt
félagar Emils komnir á vettvang til þess að aðstoða
ef með þyrfti. Sjálfur tók hann mjög að þrcyt-
ast og lagði nú á stöngina og girnið það mesta
sem hann tahli fært, til jiess að rcvna að lmga
laxinn. En þá varð átakið of þungt og girnið
slitnaði. Félagarnir horfðu á Emil með sannið og
djúpum skilningi, cn hann leit á þá brosandi, varp
öndinni léttilega og sagði:
„Guði sé lof að hann fór!“
—oOo—
Hóiuli nokkur í Ameríku fann silungsseiði í læk
einunt í landareign sinni. tók jrað heim með
sér, lét jiað í liala og ól [>aö s\o vcl sem hann
kunni. I'að dafnaði vel og varð brátt allra mvnd-
arlegasti silungur. hegar fram liðu stundir fór
bóndi að bugsa um að það væri leiðinda fyrir-
liöfn, að þurfa alltaf að vera að skipta um vatn
á fiskinum, það hlyti að vera hægt að venja hann
af ]>ciin óvana, að busla í vatni allan guðs-
langan daginn. Hann fór því að taka hann upp
úr balanum stund og stund og lét hann liggja í
grasinu á túninu. Fyrst í stað voru jiað aðeins
nokkrar mínútur, en þar sem silungnum virtist
ekkcrt verða meint af þessu, smá-lengdi hann
tímann, uns fiskurinn var orðinn afvanur vatn-
inu og farinn að una sér hið bezta á þurru landi.
Hann elti húsbónda sinn tim túnið og brölti í
humátt á eftir honum á næstu bæi. Eitt sinn þurfti
bóndi að fara til næsta þorps og lá leiðin yfir
læk nokkurn, sem brú var yfir. Silungurinn fvlgdi
húsbónda sínuin að vanda, en Jregar þeir komu
að brúnni, gætti bóndi þess ekki að á henni var
stór rifa. Silungurinn briilti út á brúna, en álpaðist
niður um rifuna. ofan í lækinn og drukknaði!
—oOo—
Ekki svo vitlaus!
Veiðimaður nokktir var við laxteiði í á, sem
rann framhjá geðveikrahæli. Þegar hann hafði rölt
nokkrutn sinnunr framhjá halinu, kallaði sjúkling-
tir til hans, út um glttgga. og spurði:
„Ertu að fiska?"
„Já“.
„Ert ti búinn að vera lengi?"
„Urn átta tíma“.
„Hefirðu fengið nokkuð?"
„Nei".
„Heyrðtt góði", sagði sjúklingtiriiin. „ég held að
þú ættir að flvtja til okkar".
—oOo—
Dýr „á fæti“.
Einn af lesendttm Veiðimannsins tjáði blaðinu
að liann hefði reiknað út hvað laxinn kostaði
„á fæti“ í Miðfjarðará, miðað við hina nýju leigu.
ef miðað er við veiði undanfarinna tveggja ára.
F.ftir veiðinni 1950 kostar kílóið nú kr.
32.94, en sé veiðin 1951 liigð til grundvallar, verð-
tir það kr. 35.66.
32
Veidimadurinn