Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Qupperneq 5

Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Qupperneq 5
urrij sem erfiðast hefur verið að fá til að taka, eða m. ö. o. þeim fiskum, sem mestri lægni og kunnáttu hefur þurft að beita við. Þetta er i fullu samrœmi við allt eðli og leikreglur stangveiðinnar. Þess vegna hljóta menn að hafa af henni því meiri ánœgju, sem þeir leggja sig bet- ur fram um að læra vandasömustu að- ferðirnar, sem jafnframt eru þær vænleg- ustu til árangurs við erfiðustu skilyrðin. Og þess vegna ættu allir byrjendur að reyna fluguna strax, því það vill oft brenna við, að þeir sem byrja eingöngu rneð maðkinn, eigi bágt með að losa sig frá honum og vantreysti sér lengi til þess að læra að fara með flugu. En það er ein- mitt flugan, sem oftast reynist veiðisæl- asta agnið í höndum kunnáttumannsins, þegar skilyrðin eru erfiðust. Flestir óska sér veiðitima fyrri hluta sumars, meðan fiskurinn er nýr og nátt- úran i fullum blóma, langir og hlýir dag- ar og bjartar nætur. Þá eru ilmblóm i fullum skrúða, angan úr jörðu og „lifs- þráin iðar í grösum og viði“. Þá lifa f ugl- arnir sína fegurstu daga, syngja ástinni og lífinu lof, búa sér hreiður og ala upp nýja kynslóð. Allt þetta líf og lífsfylling hefur sín áhrif á manninn. Hann finnur lífstraumana „streyma um sinn eigin barrn“, og þótt hann sé ekki lengur ung- ur að árurn, „gleymast þau tug eftir tug“, og hann finnur „einhvern kraft“ hreyfast í sál sinni, eins og „vængi hins ófleyga unga“. Það getur stundum orkað eins og undralyf, að „hlusta á þrastanna mjúka mál“ eða söng lóunnar, ef við stillum okkur inn á bylgjulengd þeirra radda. Þegar liður á veiðitimann er margt orðið breytt. Þá er laxinn viðast hvar orðinn leginn og búinn að missa þann viðbragðsflýti og þrótt, sem hann hafði fyrstu vikurnar eftir að hann kom i ána. Þegar kemur fram í ágúst eru nætur ekki lengur bjartar, og eftir þvi sem á líður fer náttúran að fá á sig svipmót þeirra ör- laga, sem biða hennar með haustinu. En eitthvert seiðmagn finnst mér ágústkvöld- in hafa, sem veldur þvi, að það er sér- staklega notalegt að dunda við veiðiá á þeim tíma. Maður verður stundum á fögrum síðsumarkvöldum gripinn ein- liverri tregablandin?ú unaðskennd, sem aðrar árstíðir vekja ekki i hugum okk- ar. Sú hugsun gæti jafnvel hvarflað að okkur, að náttúran viti það sjálf, að há- dagur hennar er runninn, að þessu sinni, og hin djúpa kyrrð þessara kvölda sé hljóðlát saknaðarkveðja hennar til þess sem var og lotningarfull íhugun um það, sem í vændum er. Eg hef nokkrum sinn- um verið svo heppinn, að vera við veiðar i sérlega góðu veðri á þessum árstíma, og þau kvöld verða mér ógleymanleg. I end- urminningunni hafa jafnvel fiskarnir, sem ég veiddi, nokkra sérstöðu um lit og fegurð, og hafa þeir þó sjálfsagt, sumir hverjir, verið búnir að missa skœrasta silf- urlitinn fyrir löngu. En nú eru ágústkvöldin liðin, þetta árið, og raddir sumarsins þagnaðar. Far- fuglarnir eru horfnir til heitari landa og vald myrkursins vex með hverjum degi. Innan skamms fer þó aftur að miða í sól- arátt, því eftir rúmlega tvo og hálfan mánuð er hringferðinni lokið og dagar byrja að letigjast að nýju. Það er þvi á- stæðulaust að kvarta. Tíminn líður nógu fljótt — og ef til vill of hratt fyrir suma. Ritstj. Veiðimaðurinn 3

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.