Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Page 8

Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Page 8
af þrem ám: Vesturá, Austurá og Núpsá, en er þær hafa allar runni'ð saman, heita þær einu nafni Miðfjarðará, en vatna- svæðið allt er í daglegu tali kallað Mið- fjarðará. Um kl. 1.30 var búið að setja saman og flest fólkið hafði lokið við a'ð borða, en fimm aðrir voru þarna með okkur. Þá fórum við mamma niður að ánni og út á stóran stein, er þar stóð lítið eitt úti í ánni, og nú átti að kenna mér að vei'ða. Mamma hafði veitt eina sjö eða átta laxa áður og mátti því kallast vel að sér í list- inni miðað við mig. Áin er nokkuð breið og grunn þarna, en fyrir framan steininn var fremur mjó en djúp renna, svo það lá í augum uppi, að þar hlaut allur laxinn að fara upp. En svo var bara að vita, hvort nokkur lax hefði stanzað þarna á leiðinni til hrygningarstöðvanna. Fyrst sýndi mamma mér, hvernig ég átti að fara að. Hún kastaði upp í strenginn og lét beituna svo berast niður liann allan. Síðan reyndi ég. í þriðja sinn, sem ég henti, fann ég þungan kipp og síðan ann- an. Það var sem rafstraumur lysti mig. Hárin risu á höfði mér, hjarta'ð í mér stöðvaðist sem snöggvast, en tók síðan kipp og sló ákaflega, og rödd mín var hás, er ég stundi upp: „Hann er við“. „Láttu liggja dálitla stund, rólegur”, sagði mamma, og var þó engu rórra en mér, og eftir svo sem eina mínútu eða varla það, sem mér fannst þó sem lieil eilífð, sagði hún: „Svona“. Ég lét ekki segja mér það tvisvar og reisti stöngina rólega, en á- kveðið. Og sjá, liann var á! Þeirri frum- stæ'ðu gleði, sem ég fyltist, verður ekki með orðum lýst. Líklega lief ég' æpt heróp, því að skyndilega komu allir hlaupandi ofan úr veiðihúsinu. Nú kváðu við hróp og köll, en ráðleggingum rigndi yfir mig: „Látt’- ann ekki fara niðr’ettir", — „lækkaðu ekki stöngina“. Og svo: „Fjári er hann vænn — líklega ein 15 pund.“ — „Sko strákinn, þetta gat ’ann“! Ég varð svo ruglaður og æstur af öllu þessu, að ég fékk pabba stöngina og bað hann bless- aðan um að þreyta laxinn, og eftir stund- arkorn lá liann spriklandi, spegilfagur og grálúsugur á bakkanum. Hann vó 9 pund (og hefur ekki stækkað síðan). Ég beit af honum veiðiuggann, því það hafði ég heyrt að væri gæfumerki, að bíta veiði- uggann af fyrsta laxinum. Síðan kyngdi ég honum og taldi þá loks að allt væri fullkomnað. Ekki renndi ég aftur, en annar veiði- maður lá á steininum allan daginn, en varð ekki var. Enginn annar lax kom á land þann dag, og kenndu menn það sól- skininu og kölluðu það heppni eina í mér að fá fisk, þegar sólin var hæst á lofti. Daginn eftir fram að hádegi veiddi enginn neitt, og þótti mörgum litlar horf ur á veiði. Um kl. 1,30, þegar menn voru að rabba um veiðina og horfurnar eftir konunglega máltíð, læddist ég út og tók stöngina hennar mömmu og hélt niður á steininn. Á leiðinni sá ég 5 stálbláa skugga niðri í hylnum. Ég þóttist vita að þetta væru laxar, og komst nú heldur en ekki í veiðihug. Er ég kom út á steininn, beitti ég í flýti og renndi sem fyrri dag- inn. Ég hafði varla rennt, er tekið var hraustlega í. Aftur kenndi ég hinnar sömu tilfinningar og áður, e'ða ef til vill öllu magnaðri, því að nú var ég einn, og þennan lax ætlaði ég að þreyta sjálfur 6 Veioimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.