Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Síða 21

Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Síða 21
en nú fór minnkandi liið glaða sólskin. Skyggni var þó ágætt og sást prýðis vel til fjalla. Þegar kom vestur að Fíflholtum á leið til hins þekkta staðar, Brúarfoss, var fagurt að líta til næstu fjallanna. Fagraskógarfjall og Hólmurinn voru svipglæst í hinu dásamlega veðri. Yfir Hítardalinn beltaði sig þokuslæða, sem var sýnilega að leysast upp fyrir áhrifum sólarinnar. Það var aðdáunarvert að sjá þessa friðarblæju yfir bústöðum Grettis og Björns Hítdælakappa (þessi málsgrein hefur óvænt slæðst inn í sögu „Veiðiferð í Djúpadal", sem kom í Veiðimannin- um fyrir jólin 1957, og bið ég alla sem lesa og veiðifélagana velvirðingar á þess- um klaufaskap mínum, en vegna þess atviks kemur þessi saga). Nú höldum við áfram sögunni og veiðiferðinni vestur. Þegar kom vestur fyrir Haukatunguhverfið, fór að draga ský fyrir sól og smá þyngja á lofti; en létt var ekið, og vel skilaði áfram. Stanzað var á Vegamótum, en þar var enga hreyf- ingu að sjá. Þar skiptast vegir, liggur annar til Stykkishólms, en hinn vestur sveitir og þann veg fórum við og héldum vel áfram, því ekkert var að og benzín nóg á bílnum. Þegar að Bergsholti kom var stanzað. Fóru þeir Þorkell og Sigurð- ur út úr bílnum og gengu heim að bæn- um, en að lítilli stundu liðinni, komu þeir aftur með þann boðskap, að við værum allir boðnir heim að bæ þessum þegar við kæmum úr veiðiförinni, upp á góðgerðir og ball, og var því vel fagnað með lófataki. Þarna bjó gestrisið fólk og aðlaðandi. Enn var sprett úr spori og bílnum ekið hratt, því öruggur var bíl- stjórinn og allir sungu glatt, sem líka var von, þar sem kaffidrykkja og ball var í vændum að kvöldi eftir veiðarnar, sem alltaf eiga sín æfintýri og öllum veiðimönnum er það sameiginlegt að hlakka til þeirra. Það er svo annað mál, hvernig veiðin verður. Óðum styttist leið til Vatnsholts; þar var ákveðinn áningar- staður. Veðrið var enn ágætt þegar við komum að Vatnsholti. Var bóndi heima og tók vel á móti okkur. Hann hafði búist við okkur þennan dag og allt var vel undirbúið. Veiðiveður þótti gott. Var nú sezt að kaffidrykkju og teknir upp vindl- ar og reykt ákaflega, og var bóndi hinn skemmtilegasti heim að sækja, eins og hann var kunnur fyrir. Héldu nú félagarnir þrír, Þorkell, Þór- arinn og Sigurður, lengra vestur til að tína söl, en við Bjarni fórum að veiða, og var svo umtalað, að við reyndum vötnin fyrst. Var nú kominn vætuúði, en veiðin reyndist treg. Samt vorum við þaulsætnir og stóðst það á endum, að við vorum búnir að prófa vötnin þegar hinir komu aftur. Fékk ég ekkert á stöng, en svo reyndi ég otur og fékk 7 sjóbirt- inga, smáa. — Bjarni fékk ekkert á stöng- ina heldur og lánaði ég honum því ot- urinn og fékk hann þá 3 sjóbirtinga. Nú var ekið að Vatnsholtsá, settar saman stengur og önglar beittir stórum maðki. Skiptum við okkur með ánni alla leið niður að ós. Víða var reynt, en tregur var hann. Við nutum þó góðviðrisins og ánægjunnar, að vera frjálsir úti í náttúr- unni við veiðar og reyndum marga sil- ungastaði. Héldum síðar upp með ánni, dreyfðir samt, en lentum 4 saman í ein- um staðnum, þar sem lækur rennur í ána. Settum við þar allir samtímis í lax. 19 VKIOIMABimiNN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.