Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Qupperneq 30

Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Qupperneq 30
JÓNAS ANDRÉSSON: Loftköst. ÉG var að veiðum að Hamarendum í Hraunslandi við Ölfusá. Ég veiddi í vík- inni fyrir neðan liamarinn, þá var annar páskadagur fyrir 6 eða 7 árum. Nokkurt slangur var af sjóbirtingi, sem af og til bylti sér á sléttum vatnsfletinum. Ég hafði fiskað nokkra, en veiði var yfirleitt ekki ör. Ég heyrði að gengi'ð var eftir hamrinum og varð litið upp. Ég sá að þar stóð maður og horfði yfir víkina, tyllti sér svo ni'ður á stein og sat þar góða stund. Mér virtist hann vera Englend- ingur og studdist sú skoðun mín við þá staðreynd, að ég hafði séð ívar Guð- mundsson, blaðamann, ásamt enska ræð- ismanninum að veiðum uppi við hólana. Ég kastaði nokkur köst, lagði síðan stöng- ina frá mér, gekk upp undir hamarinn og ávarpaði manninn og tjáði honum að iiér væri þó nokkur fiskur og nægilega rúmgott fyrir tvo. Elér er landslagi svo háttað, að tvær liraunklappir skaga út í ána með nokkru millibili, djúpur áll er rétt fyrir framan og auðvelt að kasta færi þangað út, jafnvel þótt veiðarfærin séu miður fullkomin. Nú kom Englending- urinn röltandi niður klöppina, sem ekki er mjög brött, heilsaði þurrlega og mælti: „Ég þakka“. Síðan settist hann á stein og steinþagði. Ég hugsaði með mér: Skrítr inn fugl er þessi og ekki ber á því að liann sé veiðibráður. Það vildi nefnilega svo til, að um leið og hann tyllti sér á steininn, stökk mjög girnilegur sjóbirt- ingur úti á víkinni. Ég leit til hans, en ekki sá ég þess minnsta vott, að hann væri snortinn. Ég spurði nú: „Ætlið þér ekki að bleyta línuna?“ „Þökk“, svaraði hann, „ef til vill bráðum". Hann tók nú svo til máls: „Þér kastið mjög langt.“ (Ég fullvissa þig um, les- andi góður, að ég hækkaði um nokkrar tommur). „Að veiða lax og raunar alla fiska af laxaættinni eru námsgreinar, sem krefjast athygli veiðimannsins óskiptr- ar. Það er ævarandi framhaldsskóli án tillits til aldurs. Viljaþrek er nauð- synlegt, en alfa og omega er dreng- skapur gagnvart veiðifélögum og yfir- leitt öllum þeim sem þessar íþróttir stunda. Og einnig gagnvart fiskinum. En snúum okkur að því, sem ég minnt- ist á áðan. Þér náið góðum köstum, en með því er ekki allt fengið. Geri ráð fyrir að við séum sammála urn að fiskurinn sé í vatninu, en ekki í loftinu, því það væri gagnstætt hans eðli. Þáð er þessvegna ekkert megin skilyrði að kasta hátt, held- ur hitt, að kasta rétt. Gamalt enskt mál- tæki segir svo: „Enginn liefur gagn af því auga sem liann ekki sér með“. — Köstin mín eru þá blátt áfram loftköst, hugsaði ég með sjálfum mér og minnk- aði áþreifanlega og átti eftir að minnka drjúgum betur. „Þér náið löngu kasti, sem þó gæti verið mun lengra og lið- 28 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.