Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Page 34

Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Page 34
jSagon nf Jhnpoo Cjönd. ÉG er við þvi búinn, að skoðanir verði skiptar um þá nýbreytni, að birta framhaldssögu í Veiðimann- inum. Mér kæmi ekki á óvart, þótt þeir yrðu marg- ir, sem segja að framhaldssögur eigi ekki heima í riti, sem kemur út aðeins fjórum sinnum á ári. Ég ætla þó að hætta á þetta, m. a. vegna þess, að enn sem fyrr berst blaðinu of lítið af efni, og verður þvi að nota það sem fyrir hendi er. Ég þýddi þessa sögu að gamni mínu í fyrra, þá alveg óráðinn í því, hvað ég gerði svo við hana. Hún er úr bókinni Rifle and Romance in the Indian Jungle, eftir A. I. R. Glasfurd. Sagan er mjög einkennileg og dulmögnuð, og hvaða skoðanir sem menn kunna að hafa um sannleiksgildi hennar, held ég að engum leiðist að lesa hana. I'eir sem vilja ekki lesa sögur i smá- skömmtum, geta geymt blöðin þangað til hún er komin öll. Líklega verða það sex blöð, m. ö. o. það sem eftir er af þessu ári og næsta ár. Ritstj. LITLA strandferðaskipið seig hægt frá bryg'gjuhausnum í litbrigðaljóma hins langa norðurheims-kvölds. Öldurnar frá kili þess bárust hægt og reglulega yfir lygnan flöt víkurinnar, en mávarnir flögruðu yfir skipinu og stungu nefinu niður í ólgandi kjölfarið Þetta var algengt sjónarsvið á norð- vestur-strönd Skotlands: Grænt og tært liafið, mjó bryggja, skozkur fjárhundur og Skoti í peysu — baksviðið brött og smá- grýtt strönd, kalkborið veitingahús með helluþaki, pósthús, og víðáttumikil, fag- urgræn liæðadrög. Við fætur mér á bryggjunni lá ferðataska, veiðistöng og veiðikarfa. Ef trúa mátti lierforingja- kortinu, sem ég hafði meðferðis, var handan við hæðirnar, og inn af þessum ] itla skanka hafsins, fjöldi af snotrum vötnum eða heiðatjörnum. Hinum meg- in við þessa litlu byggð lá upphleyptur vegur fram með ströndinni, en svo beygði Hálandsfjörðurinn skyndilega og hvarf bak við dálítinn höfða, þar sem nokkrir skarfar sátu á sillum og breiddu úr vængjum sínum til þess að þurrka þá. Fá- einar kríur flögruðu skrækjandi yfir gul- um fjörugróðrinum, sem nú vera á þurru, vegna þess að bæði var ládautt og lágt sjávað. Gestgjafi minn, þrekvaxinn Skoti, gekk á undan mér yfir götuna heim að húsinu og vísaði mér þar á lítið en notalegt her- bergi uppi á loftinu. Þáðan var útsýn góð yfir víkina og lygnan hafflötinn. Þegar ég spurði hann um möguleika til að fá að veiða þarna í nágrenninu, varð hann dá- lítið íbygginn á svipinn. „Yess!“ sagði hann, fastmæltur nokk- uð. „Eitthvað er nú af fiski hér ennþá, en alls ekki í vötnunum hérna handan við hæðirnar.----Þar sést ekki branda!“ bætti hann við. Þetta voru mér vonbrigði og hann hef- ur vafalaust séð það á svipbrigðum mín- um, því eftir nokkra þögn hélt lrann á- fram, eins og hann væri að tala við sjálf- an sig: „Bíddu nú við — það er þó alltaf hægt að koma þér að í Dhu. Það er að vísu ekki mikið af honum þar núna; þáð er of snemmt ennþá“. Hann leit til veðurs út um skúrdyrnar, áður en við gengum út, 32 Veiðimaourinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.