Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Page 35

Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Page 35
til þess að fá okkur frískt loft, og síðan bætti hann við: „Hann er að vísu dálítið svalur, en þú ættir nú samt að fá þar nokkra fiska.“ Snemma morguninn eftir var ég kom- inn upp að Dhu — eða „lit-la svarta vatn- inu“. Þetta er langt og djúpt vatn með dökkmórauðum lit, sýnilega í gömlum jökuldal, sefrönd við bakkana og mýr- lendi á alla vegu. Silungurinn var yfirleitt smár og dökk- ur á lit, en hann fór að taka svo vel flug- una hjá mér, þegar leið fram á daginn, að ég steingleymdi þeim fyrirmælum veit- ingamannsins, frá því um morguninn, að ég mæt-ti aðeins veiða frá austurbakkan- um og yrði að gæta þess vandlega, að fara ekki inn á landareign einhvers, sem hann kallaði „ofurstann". En ég var svo heill- áður af veiðiskapnum, að ég fór langt yf- ir á vesturbakkann, án þess að hafa hug- mynd um það. Ég settist þar niður, til þess að skipta um hnúta og sneri bakinu til lands. Þá varð ég allt í einu var við fótatak í móun- um á bak við mig, sá skugga við hlið mér og heyrði kallað með þrumandi röddu: „Hvern andskotann erúð þér að flækj- ast hér inni á mínu veiðisvæði — og hver eruð þér, herra minn?“ F.g leit upp og sá að hjá mér stóð þrek- vaxinn, gamall maður, festulegur á svip, í stuttbuxum o-g Norfolk-jakka, veður- barinn og sólbrenndur, með dökk, hvöss augu, sem horfðu ógnandi á mig. Það kom víst eitthverfc fum á mig, þegar ég áttaði mig á að ég hefði í hugsunarleysi farið yfir takmörkin milli austur- og vesturhliða vatnsins — og ég stamaði út úr mér: „Góðan daginn. Ég er víst að veiða hér í óleyfi. En sannleikurinn er sá, að ég steingleymdi því, að þetta er einkaeign, hérna megin, og —“ „Já, ég kannast við þetta!“ svaraði sá gamli hæðnislega. „Það er undarlegt, livað hinn bakkinn freistar margra. Ult- erioris ripœ amor*), ha? Ætli það hafi ekki verið þrjóturinn hann Frazer í Loc- hend, sem vísaði yður hingað.“ „Jú, hann gerði það“, svaraði ég, „en liann tók skýrt fram, að ég mætti aðeins veiða af aust-urbakkanum. Sökin er því algerlega mín, en ekki hans“. „Osvei!“ rumdi í þeim gamla. „Jæja, því fyrr sem þér hypjið yður héðan, því betra — og burt með yður á stundinni! Heyrið þér hvað ég segi, herra minn?“ öskraði hann, þegar ég hélt áfram að hnýta fluguna á, eins og ekkert hefði í skorist. „Á stundinni, sagði ég!“ Hinn grófi skipunartónn gamla manns- ins fór svo í taugarnar á mér, að ég reyndi að draga tímann eins og ég gat. Ég vat-t mjög hægt inn á hjólið, tók tvo eða þrjá silunga, er lágu þarna í grasinu, og stakk þeim rólega í veiðikörfuna, þrátt fyrir reiðihnussið, sem ég heyrði á meðan. Síð- an lagði ég frá mér stöngina, sneri baki að hinum bálreiða eiganda vesturbakk- ans á Dhu-vatninu, tók upp vindlahylkið mitt, valdi mér einn af allra síðustu ind- versku cheroots-vindlunum mínum og kveikti í honum, hægt og vísindalega. Að því búnu tók ég veiðiáhöldin og labbaði af stað yfir á hinn bakkann, án þess að líta við þeim gamla, og fór að kasta þar aftur. *) Forboðnir ávextir bragðast bezt. — ÞýÖ. Veioimaburinn 33

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.