Bændablaðið - 20.10.2022, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022
FRÉTTIR
569 7000 | Lágmúla 4 | miklaborg.is
Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar
Jón Rafn
Valdimarsson
lögg. fasteignasali
Sími: 695 5520
jon@miklaborg.is
• Árangursrík sala á jörðum um allt land
• Fagleg ljósmyndun og lýsing
• Auglýst í öllum helstu miðlum
• Stór kaupendahópur á skrá
• Fagleg vinnubrögð
HAFIÐ SAMBAND
við Jón Rafn í síma 695 5520
Óska eftir
jörðum
um allt land
Félagslegur stuðningur:
Mikilvægt að tala um
líðan bænda
Andleg vanlíðan, streita og kvíði
eru einkenni sem bændur upplifa
og hafa síðustu ár reynst mörgum
íslenskum bændum erfið.
Bændasamtök Íslands telja það
brýnt verkefni að vekja athygli á
þessu og hyggjast nýta nýfengið
styrktarfé til að byggja upp
jafningjafræðslu í starfsstéttinni.
„Bændur eru útsettir fyrir
geðrænum sjúkdómum vegna
vinnu sinnar. Þeir búa við ótryggt
veðurfar, stjórna ekki verðlaginu,
búa jafnan fjarri heilbrigðisþjónustu
og eru oft einir í vinnu. Allt eru
þetta stórir áhrifaþættir.
Þó þú getir staðið af þér einn
þeirra getur sviðsmyndin orðið
alvarleg þegar áhrifaþættirnir raðast
allir saman,“ segir Halla Eiríksdóttir,
sauðfjárbóndi, hjúkrunarfræð-
ingur og stjórnarkona í Bænda-
samtökum Íslands.
Verkkvíði oft byrjunin
Vinnuumhverfi bænda er erfitt og
krefjandi. Á sama tíma og þeim er
ætlað að auka framleiðslu og tryggja
fæðuöryggi þjóðar á viðsjárverðum
tímum séu starfsskilyrðin erfið.
Bændur þekki ekki styttingu
vinnuvikunnar, helgar- eða
sumarfrí. Lífsstíll og heimilislíf
bænda er samtvinnað vinnu þeirra
með löngum og óreglulegum
vinnustundum. Afleysingarþjónusta
er afar takmörkuð og mikið traust
sé lagt á nánustu aðstandendur eða
næsta nágranna.
Þá hafa bændur, sem margir
hverjir búa afskekkt, þurft að
sæta mikilli einangrun á tímum
Covid-19 faraldursins. Þeir hafa
því síðustu ár þurft að starfa við
erfiðari aðstæður sem reynt hefur
á þeirra andlegu hliðar.
„Verkkvíði er oft byrjunin á
þessu. Menn draga það að fara í
verkin eða mikla þau fyrir sér. Svo
byrja neikvæðu hugsanirnar og
niðurbrotið. Allt þetta hefur áhrif
á fjölskyldulífið sem og búskapinn,
þetta er því ekki eins manns vandi.“
Almennt séu fordómar fólks
gagnvart eigin vanlíðan miklir,
að mati Höllu, svo miklir að fólk
veigrar sér við að leita sér aðstoðar.
Þess vegna sé mikilvægt að tala
um þetta og fræða fólk. Það geti
verið erfitt skref fyrir fólk að lúta
slíkum heilsukvilla, því búskapur
er verkdrifin vinna.
Ósýnileg veikindi
Að geta veitt bændum bjargir til að
þekkja merki streitu og andlegrar
vanlíðunar er því mikilvægt
lýðheilsumál.
Á vordögum fengu Bænda-
samtökin styrk frá félags- og
vinnumarkaðsráðuneytinu og
í vikunni bættist við styrkur
frá Geðhjálp. Styrkirnir verða
nýttir til að vinna fræðsluefni og
myndbönd sem byggja munu á
jafningjafræðslu, þar sem bændur
sem lent hafa í áföllum deila með
öðrum frásögnum og segja frá
reynslu sinni. Einnig verður leitað
til sérfræðinga á sviði andlegra og
geðrænna mála um aðkomu þeirra
að fræðslunni.
„Verkefnið felst í því að
auðvelda fólki að skilja að andlegur
heilsubrestur er sjúkdómstengdur
og maður verður að nálgast hann
sem slíkan, en ekki í gildishlöðnum
viðmiðum fordóma. Við fylgjum
forskrift annarra bændasamtaka til
að vekja athygli á málefninu meðal
bænda og benda þeim á leiðir til
sjálfsbjargar,“ segir Halla.
Hún telur að geðheilbrigðismál
séu því miður almennt á eftir
sé miðað við forvarnavinnu og
meðferð við líkamlegum kvillum.
Því þurfi að bregðast við.
„Ef þú fótbrotnar þá færðu ekki
þau svör að það muni sérfræðingur
líta á þig eftir mánuð. Þannig er
það oft þegar kemur að geðrænum
vandamálum. Á meðan fólk bíður
eftir aðstoð þarf það einfaldlega að
tóra og halda áfram að gera allt sem
það hefur gert áður.“
/ghp
Halla Eiríksdóttir.
Halla bendir á að bændur séu útsettir fyrir geðrænum sjúkdómum vegna vinnu sinnar. Þeir búa við ótryggt veðurfar
stjórna ekki verðlaginu, búa jafnan fjarri heilbrigðisþjónustu og eru oft einir í vinnu. Allt eru þetta stórir áhrifaþættir.
Mynd / Myndasafn Bbl.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, tekur við styrk frá
styrktarsjóði geðheilbrigðis hjá Geðhjálp fyrir verkefnið Sálgæsla bænda
– fræðsla og forvarnir. Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, afhenti
honum styrkinn. Mynd / ehg
Vegvísir um nýtingu lífrænna
efna sem áburð
Unnið er að gerð vegvísis um nýtingu
lífrænna efna til áburðargjafar í
landbúnaði og landgræðslu.
Verkefnið felst í því að setja fram
áætlun um sjálfbæra nýtingu lífrænna
efna.Í kynningu á verkefninu segir að
í því felist að setja fram beinskeytta
og trúverðuga áætlun sem inniheldur
meðal annars mat á núverandi
ástandi, greiningu á tækifærum
og forgangsröðun þeirra, sem og
framsetningu sviðsmynda.
Matvælaráðuneytið ber ábyrgð
á gerð vegvísisins, en hefur sér
til halds og trausts ráðið Verk-
fræðistofuna Eflu til að aðstoða
við verkið. Auk þess sem stofnanir
ráðuneytisins og hagaðilar, Matís,
RML, Landgræðslan og MAST, sitja
í stýrinefnd þess.
Fyrr í þessum mánuði var haldinn
vinnufundur tengdur verkefninu
þar sem hagaðilar úr ýmsum
atvinnugreinum fengu tækifæri til
að kynna sér gerð vegvísisins og
koma með innlegg. Stefnt er að því
að vegvísisirinn verði birtur fyrir lok
árs. /VH
Matarúrgangur er lífrænt efni sem nýta má sem áburð. Mynd / crw.com
á bbl.is, Facebook & Instagram
Dýravelferð:
Hross aflífuð eftir
vörslusviptingu
Þrettán hross voru aflífuð eftir
vörslusviptingu á Vesturlandi
þann 18. október sl.
Við eftirlit með hrossahópi
á Vesturlandi, sem metinn var
í viðkvæmu ástandi, kom í ljós
að kröfum um fóðrun hrossanna
samhliða beit hafði ekki verið sinnt
sem skyldi, að því er fram kemur
í tilkynningu frá Matvælastofnun.
„Stofnunin sendi umráðamanni
hrossanna tilkynningu um
vörslusviptingu mánudaginn
17. október og kom hún til
framkvæmdar þriðjudaginn 18.
október, með aðstoð lögreglu.
Hrossin voru rekin að þar sem
hægt var að skoða þau ítarlega og
holdastiga. Stofnunin mat ástand
13 þeirra það alvarlegt að aðgerðir
þyldu ekki bið. Þessi hross voru
verulega aflögð (holdastig < 2,5)
auk þess sem nokkur þeirra voru
gengin úr hárum. Að teknu tilliti
til árstíma var tekin sú ákvörðun
að senda tólf hross samdægurs
í sláturhús en eitt var aflífað á
staðnum.
Önnur hross reyndust vera í
ásættanlegum holdum og var skilað
til umráðamanns. Tíu þeirra eru
þó enn metin í viðkvæmu ástandi
(holdastig <3) og skulu njóta
sérstakrar umhirðu. Málið er því enn
til meðferðar hjá stofnuninni þar
sem kröfum um úrbætur verður fylgt
eftir“, segir á vef Matvælastofnunar.
/ghp