Bændablaðið - 20.10.2022, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 20.10.2022, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022 Þeir sem eru á móti eldinu segja það hafa slæm áhrif á umhverfið vegna mengunar og hættu á slysasleppingu eldislaxa sem geti mengað erfða- mengi villtra laxastofna. Auk þess sem þeir segja að eldið samræmist ekki dýravelferð og að laxalús sé mikið vandamál. Þeir sem hlynntir eru eldinu segja mengun frá því vera litla og allt gert til að draga úr henni og að það framleiði hollan mat, auki atvinnuuppbyggingu og skapi miklar tekjur. Heildarvelta Arnarlax árið 2021 var um 13 milljarðar króna og greiddi fyrirtækið tæplega milljarð í skatta og opinber gjöld fyrir sama ár. Arnarlax er stærsti framleiðandi eldislax á Íslandi. Höfuðstöðvar Arnarlax eru á Bíldudal og hefur fyrirtækið leyfi fyrir hámarkslífmassa í sjó upp á 25.200 tonn af eldislaxi á sjö svæðum í þremur fjörðum Arnar-, Patreks- og Tálknafirði. Framleiðslugeta vinnsluhússins á Bíldudal er aftur á móti 30 þúsund tonn og geta fyrirtækisins til að auka starfsemi sína töluverð. Árið 2020 lagði Arnarlax fram frummatsskýrslu um sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi fyrir framleiðslu á 10.000 tonnum af laxi á ári. Gert er ráð fyrir að eldiskvíar verði staðsettar á þremur eldissvæðum, við Óshlíð, Drangsvík og Eyjahlíð, sú umsókn er enn í ferli. Framleiðsla Arnarlax árið 2021 var um 11,5 þúsund tonn og stefnir í um 16 þúsund tonn af eldislaxi á árinu 2022 og er hann nánast allur fluttur úr landi. Starfsleyfi Samkvæmt starfsleyfum Umhverfis- stofnunar er Arnarlaxi heimilt að stunda kynslóðaskipt eldi í sjókvíum í fjórum fjörðum; Arnarfirði, Fossfirði í Arnarfirði, Patreksfirði og Tálknafirði. Í dag eru sjö virk eldissvæði og fjögur til viðbótar sem eru óvirk en leyfi er fyrir. Í Patreksfirði er eldissvæðið Eyri, í Tálknafirði eldissvæðið Laugardalur og í Arnarfirði eldissvæðin Haganes, Hringsdalur, Steinanes og Tjaldanes og svo svæðið Foss í Fossfirði. Samkvæmt leyfi skulu eldissvæðin hvíld í að minnsta kosti níutíu daga milli kynslóða. Umhverfisstofnun hefur eftirlit með starfsemi rekstraraðila í samræmi við lög um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerð um losun frá fyrirtækinu og mengunarvarnaeftirlit. Ferli eldisins á landi Seiðaeldi Arnarlax er á Gileyri í Tálknafirði, Hallkelshólum á Borg í Grímsnesi og í Þorlákshöfn. Á síðasta ári keypti fyrirtækið seiðaframleiðslu Fjallableikju að Hallkelshólum í Grímsnesi sem nú hefur fengið nafnið Fjallalax og eldisstöðina að Laxabraut 5 í Þorlákshöfn. Á þessu ári keypti Arnarlax einnig allt hlutafé í eldisstöðinni Ísþór og er eini eigandi stöðvarinnar. Hrogn eru klakin og seiði alin að Hallkelshólum og verða flutt þaðan að seiðaeldisstöðinni í Þorlákshöfn. Þar eru seiðin alin áfram áður en þau eru flutt með brunnbát í sjókvíaeldisstöðvar fyrirtækisins. Það tekur hrogn eldislaxa að jafnaði sextíu daga að klekjast út við 8 ºC í klakskáp. Við klak eru seiðin með kviðpoka sem sér þeim fyrir næringu fyrstu vikurnar og vöxtur þeirra háður umhverfisaðstæðum. Eftir að forði kviðpokans er búinn eru seiðin flutt í ferskvatnseldistanka og fóðrun hefst. Hitastigið í tönkunum er 10 °C til 14 °C og lýsing dempuð allan sólarhringinn. Seiðin eru í þessum tönkum í um það bil sex vikur en þá eru þau flokkuð eftir stærð og bólusett við kýlaveiki, kýlaveikibróður, vetrarsárum og vibríuveiki og dælt til áframeldis í stærri eldistanka. Um það leyti sem laxaseiði ná þeim þroska að geta lifað í sjó verður kviður þeirra silfurlitur, bakið blágrænt og tálkn þeirra breytast. Í næsta skrefi er seiðunum dælt um borð í brunnbát og þau flutt í sjókvíar til eldis í sjó. Stærð seiðanna við flutning í sjókvíar er milli 90 og 500 grömm. Sjókvíar Stærð sjókvíar er á milli 120 til 200 metrar að ummáli og eru milli fimm til sextán kvíar á hverju eldissvæði. Þvermál kvíanna er milli 38 til 64 metrar og rúmmál þeirra milli 22 til 80 þúsund rúmmetrar. Kvíarnar eru kirfilega festar og eiga að þola allt að sjö metra ölduhæð. Arnarlax notar koparoxíð, nánar tiltekið vöruna Netwax ni3, sem ásætuvörn á netapoka samkvæmt undanþágu Umhverfisstofnunar en efnið er í samþykktarferli hjá Evrópusambandinu. Koparoxíð er samþykkt utan Evrópusambandsins og koparoxíð sem aðalinnihaldsefnið í Netwax ni3 er samþykkt innan þess. Landvernd, Icelandic Wildlife Fund og samtökin Laxinn lifi hafa gert athugasemdir við leyfisveitinguna. Í umsögn Hafrannsóknastofnunar til Skipulagsstofnunar sagði að 80% af koparnum losni út í vatnið. „Þó svo að kopar safnist ekki upp í lífkeðjum þá virkar hann staðbundið sem eitur á til dæmis þörunga og ýmsa hryggleysingja með því að hafa neikvæð áhrif á lífeðlisfræðilega ferla. Kopar virkar sem ásætuvörn einmitt vegna þess að hann er eitraður þessum lífverum“, segir í umsögninni. Eldi í sjó og slátrun Eftir að seiðin koma í kvíarnar eru þau fóðruð í 16 til 24 mánuði áður en þau ná sláturstærð sem er í kringum sex til sjö kíló. Fóðrunin fer fram í gegnum fljótandi fóðurpramma sem er við hvert eldissvæði og er fóðrun stýrt frá Bíldudal. Eldið er vaktað nánast allan sólarhringinn með myndavélum og nemum sem tengdir eru stjórnstöðinni á Bíldudal og brugðist er við öllum frávikum eins fljótt og hægt er. Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Vöxtur laxeldisfyrirtækisins Arnarlax ehf. á Bíldudal hefur verið ör. Laxeldi í sjó er umdeilt og margir leggjast alfarið gegn því. Starfsemi fyrirtækisins hefur haft góð samfélagsleg áhrif á Bíldudal og bæjarfélagið er í vexti þrátt fyrir að hafa verið flokkað sem brothætt byggð fyrir tæpum áratug. Bændablaðið heimsótti Arnarlax. Arnarlax ehf: Stefnt á aukið laxeldi í sjó Sjókví í Arnarfirði. Stærð sjókvíar er á milli 120 til 200 metrar að ummáli og eru milli fimm til sextán kvíar á hverju eldissvæði. Myndir / VH Víkingur Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Arnarlax. Seiðeldi á landi. UMFJÖLLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.