Bændablaðið - 20.10.2022, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 20.10.2022, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022 Ný brú var tekin í notkun á fornri þjóðleið í Biskupstungum þann 1. október sl. Leiðin liggur meðfram Stóru-Laxá og Hvítá, um lönd jarðanna Eiríksbakka og Iðu. Brúin er að sögn Elínborgar Sigurðardóttur, bónda á Iðu, óður til þeirra sem gengnir eru og bjuggu á þremur bæjum í svokölluðum Iðukrók þ.e. á Eiríksbakka, Helgastöðum og Iðu. „Vinátta og samheldni ríkti á milli bæjanna og brúin er að vissu leyti minnisvarði um allt það góða fólk. Hún er smíðuð af frumkvæði og í góðri samvinnu af núverandi ábúendum þessara bæja, þeim Guðmundi Ingólfssyni á Iðu og Kristjáni Skaphéðinssyni á Eiríksbakka. Auk þeirra komu Ólafur Kristjánsson á Helgastöðum og Loftur Ingólfsson frá Iðu til aðstoðar við að koma brúnni fyrir.“ Hestamannafélagið Jökull og Hrossaræktarbúið í Vesturkoti lögðu fram styrki til efniskaupa en vinna við brúna var sjálfboðið framtak hestamanna á svæðinu. „Vinnan við brúna fór fram á hlaðinu á Iðu og síðan var hún flutt á vagni og komið fyrir á áfangastað. Rétt er að geta þess að allt efni sem notað var í brúarsmíðina er endurunnið, efni sem var hreinsað og endurnýtt. Má þar nefna að brúin sjálf er að uppistöðu úr gömlum malarvagni, 8 metrar að lengd. Gólfborðin eru steypumót og fleira mætti telja. Hlið er á miðri brúnni, hannað og smíðað af Guðmundi upp úr gamalli hitagrind úr gróðurhúsi. Kúla af gírstöng er endurnýtt til að loka hliðinu. Á hliðum brúarinnar eru ryðfrí rör úr mjólkurtanki sem gegna tvíþættu hlutverki, þ.e. að vera sæti fyrir fánastangir á hátíðardögum og til að bera merki hennar. Lykkjur, gamlir varahlutir úr New Holland dráttarvélum, eru soðnar á báða enda brúarinnar svo hægt sé að binda þar hross. Þá eru skilti úr ryðfríu stáli sem vísa veginn og áletrun þar sem mönnum er óskað góðrar ferðar og upplýsingar um hvenær brúin var gerð. Skiltin eru útbúin og gefin af Sigurði Karlssyni, sem er tengdasonur á Eiríksbakka,“ segir Elínborg. Þessi forna þjóðleið, sem liggur eftir bökkum Stóru-Laxár og Hvítár, er nokkuð fjölfarin af bæði göngu- og hestafólki. Áður var þetta leið fólks sem kom austan að og átti leið um lögferjuna yfir Hvítá hjá Iðu. Núverandi þjóðvegur kom í gagnið árið 1952 og brúin yfir Hvítá hjá Iðu kom árið 1957. Þessi forna þjóðleið var oft og tíðum ill yfirferðar vegna vatns sem kemur úr austurhlíðum Vörðufells og leitar eftir farvegum út í næstu á. Á leiðinni voru illfærir ósar og má lesa á vefsíðunni laugaras. is bréfaskriftir til sýslunefndar Árnessýslu frá Skúla Árnasyni héraðslækni á árunum eftir 1900 þar sem hann biður um að byggðar verði brýr yfir vatnsmestu ósana. Fyrst voru byggðar þar trébrýr og síðar fimm steinbrýr og eru minjar sumra þeirra enn sýnilegar. /ghp LÍF&STARF Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn hátíðlegur 1. október síðastliðinn á Hellu. Fjöldi fólks mætti með lömb til sýningar og voru 80 gimbrar dæmdar og 50 hrútar en bændum var leyfilegt að koma með fé af svæðinu milli Þjórsár og Markarfljóts. Þeir Pétur og Sigurður Anton dæmdu lömbin fyrir RML og voru lömbin falleg og stiguðust vel. Athygli vakti að langflest lömbin voru með yfir 30 mm bakvöðva en það var lágmarkið fyrir að fá að taka þátt. Margt fólk kom síðan til að vera við sýninguna og sjá fallegt fé og varð hátíðin hin besta. Áhugasamir fengu að taka á lömbunum og finna vöðvafyllingu og ullargæði með hinu heimsfræga „hrútaþukli“. Heyrðist á fólki að það sé alltaf toppurinn að fá að finna fyrir sjálfan sig og meta saman við sín eigin lömb. Fjölmargir styrktu daginn með framlögum og fyrirtæki gáfu gjafir í happdrætti sem alltaf er gríðarlega vinsælt. Verðlaunin voru handmáluð listaverk eftir Gunnhildi Jónsdóttur frá Berjanesi en myndirnar hennar eru fágætar að gæðum og gaman að fá slík verðlaun til að hengja upp heima hjá sér. Niðurstöður voru eftirfarandi: Kollóttir hrútar: 1. sæti nr 95 frá Álfhólum, eigandi Sara Ástþórsdóttir. 2. sæti nr 137 frá Fellsmúla, eigandi Sigurjón Bjarnason. 3. sæti nr 745 frá Teigi, eigandi Félagsbúið Teigi. Hyrndir hrútar: 1. sæti nr 730 frá S-Úlfsstöðum, eigandi Sigríkur Jónsson. 2. sæti nr. 2001 frá Raftholti, eigandi Sigurjón Hjaltason. 3. sæti nr. 2054 frá Djúpadal, eigandi Lilja og Benedikt. Djúpadal Kollóttar gimbrar: 1. sæti nr 63 frá Álfhólum, eigandi Sara Ástþórsdóttir. 2. sæti nr. 38 frá Álfhólum, eigandi Sara Ástþórsdóttir. 3. sæti nr 27 frá Árbæ, eigandi Guðmundur Bæringsson. Hyrndar gimbrar: 1. sæti nr. 2259 frá Hreiðri, eigandi Hjalti Sigurðsson. 2. sæti nr. 57 frá Teigi, eigandi Félagsbúið Teigi. 3. sæti nr 2029 frá Djúpadal, eigandi Lilja og Benedikt, Djúpadal. Við þökkum öllum sem komu og gerðu daginn eins góðan og hann varð en ekki síður þeim sem styrktu hátíðina. Það voru: Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Aurasel, Bílaverkstæðið Rauðalæk, Fóðurblandan, Hellismenn ehf., Lava 47, Lífland, Midgard, Skálakot, Sláturfélag Suðurlands, Teigur Fljótshlíð, Valdís, Hvolsvelli og Uppspuni Smáspunaverksmiðja. Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu. Rangárvallasýsla: Fallegt fé á degi sauðkindarinnar Alltaf jafn gaman að þuklinu. Benedikt í Djúpadal átti litfegursta lambið. Í lambið heldur Pia Rumpf. Fjölskyldan á Kaldbak með bikar fyrir ræktunarbú ársins 2021. Sara Ástþórsdóttir í Álfhólum er með ræktunarfingur og átti tvær efstu kollóttu gimbrarnar og efsta kollótta hrútinn. Tveir vaskir sauðfjárbændur halda hér í hrútinn fyrir hana og Sigurjón í Fellsmúla er kampakátur með annað sætið. Biskupstungur: Endurnýjuð brú á gamalli þjóðleið Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og hestamaður, sem býr handan Stóru-Laxár, klippti á borða nýju brúarinnar þegar hún var formlega opnuð. Mynd/Aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.