Bændablaðið - 20.10.2022, Side 16

Bændablaðið - 20.10.2022, Side 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022 Kvótakerfið: Um nauðsyn þess að hafa opinn glugga Í febrúarmánuði 1984 urðu tímamót í sögu okkar Íslendinga. Kvótakerfinu í sjávarútvegi var ýtt úr vör undir því yfirskini að um bráðabirgðaráðstöfun væri að ræða til að bjarga fiskistofnunum við landið frá bráðri útrýmingarhættu. Auðvitað vissu þeir sem um véluðu betur. Þeir vissu mætavel að með því að marka mönnum hlutdeild í takmörkuðum gæðum myndi snjóa fljótlega yfir meinta björgunar- starfsemi. Þeir vissu mætavel að fiskistofnarnir við landið voru í „heppilegri lægð“ fyrir gjörninginn. Slíkar lægðir voru vel þekktar úr fortíðinni. Höfundunum yfirsást hins vegar algert grundvallaratriði. Almenningur þá, sem nú, taldi og telur sig eiga fiskimiðin og fiskistofnana kringum Ísland. Ákafi höfundanna bar þá ofurliði. Reglurnar sem blöstu við smábátaflotanum árið 1984, og hvað þá ári síðar, kom upp um hvert hugur þeirra stefndi. Loka skyldi sem snarast fyrir aðgengi almennings að sjávarútvegsauðlindinni. Aðgengið var og er útgerð smábáta. Sjálfsagður réttur hvers einasta Íslendings Það er pínlegt, 39 árum síðar, að upplifa þá staðreynd að baráttan fyrir sjálfsögðum rétti hvers einasta Íslendings til að sækja í fiskveiðiauðlindina á litlum bátum, með afkastaminnsta veiðarfærið sem notað er við atvinnufiskveiðar hérlendis, er keimlík því sem á gekk í upphafi kerfisins. Nú er flogist á um strandveiðar. Veiðar minnstu bátanna með handfæri að vopni. Þessi hluti flotans er sem sagt stöðugt til vandræða Nú ætlast ég ekki til að lesendur almennt hafi þekkingu á þessu. Ég vona reyndar að einhverjir þeirra hafi ekki einu sinni verið fæddir árið 1984. Ég ætla að gera mitt besta til að útskýra þetta á sem einfaldastan hátt. Á árinu 1984 var smábáta- útgerðinni ætlað eftirfarandi: 1. Landinu var skipt í 4 svæði og 3 mánaða tímabil. 2. Heildarkvóti fyrir öll svæðin (890 bátum ætluð 8.300 tonn – rúm 9 tonn af þorski að meðaltali á bát og ekkert af öðrum tegundum). Skömmu síðar kom í ljós að Fiskifélag Íslands (forveri Fiskistofu) hafði gróflega van- reiknað afla smábátaflotans á því tímabili sem notað var til viðmiðunar – eða um rúmlega helming og gott betur. Sem þýddi að á árinu 1984 hefði átt að marka þeim u.þ.b. 20.000 tonn – eða 22,5 tonn á bát. 3. Um leið og heildarkvótinn væri uppurinn yrðu veiðarnar stöðvaðar á öllu landinu. Á fiskveiðiárinu 2021/2022 voru reglur um strandveiðar m.a. svona: 1. Landinu skipt í 4 svæði. 2. Heildarkvóti fyrir öll svæðin (Árið 2022: 732 bátum ætluð 10.000 tonn af þorski – 13,7 tonn á bát.) 3. Um leið og heildarkvótinn kláraðist yrðu veiðarnar stöðvaðar á öllu landinu. NYTJAR HAFSINS Meirihluti þjóðarinnar er ósáttur við núverandi stjórnkerfi fiskveiða. Mynd / VHArthúr Bogason. Fiskistofa lét sig hafa það að birta myndband af því þegar fjórum lófastórum tindabikkjum var fleygt aftur úr dragnótabát. Mynd / VH Eftir margra ára þref og þras hafa vísindamenn og þeir sem setja reglur um dýravelferð í fiskeldi komið sér saman um að fiskar finni fyrir sársauka og að umgangast skuli þá í eldi samkvæmt því. Ekki síst þegar kemur að slátrun. Nýlega sendi Aquaculture Stewardship Council, sem er leiðendi stofnun í fiskeldi, frá sér nýjar reglur sem auka eiga velferð fiska í eldi. Í reglugerðinni segir að fiskar finni fyrir sársauka, kvíða og stressi og að nauðsynlegt sé að slátra þeim á sem skjótastan og sáraukaminnstan hátt. Samkvæmt nýju reglugerðinni verður að rota fiskana áður en þeir eru drepnir til að valda þeim ekki sárauka en samkvæmt núgildandi reglum víða um heim má drepa fiska með því að stöðva aðgang þeirra að súrefni eða með slægingu. Nýju reglurnar eru sagðar vera stórt skref fram á við í velferð eldisfiska, ekki síst í ljósi þess að spár gera ráð fyrir að framleiðsla í fiskeldi verið meiri en afli úr sjó árið 2030. Fiskar vitsmunaverur Í frétt á Guardian er haft eftir talsmanni World Farming á Bretlandseyjum að líkt og önnur dýr séu fiskar vitsmunaverur og að auðvita eigi að umgangast þá sem slíka. Samkvæmt reglugerðinni munu eldisstöðvar sem taka upp slátrun samkvæmt nýju reglugerðinni merkja afurðir sínar í samræmi við hana. Þrátt fyrir að flestum þyki sjálfsagt að lóga dýrum á sem sáraukaminnstan hátt tók mörg ár að fá samþykkt að fiskar fyndu til sársauka eins og spendýr og fuglar og að umgangast ætti þá þannig. Reglur fyrir humar og rækju Í fyrstu gilda reglurnar eingöngu fyrir fiska en gert er ráð fyrir að samsvarandi reglur muni fljótlega taka gildi fyrir aðrar sjávarlífverur í eldi eins og rækjur og humar. / VH Fiskeldi: Fiskar finna til Drónaeftirlit Fiskistofu með togara- flotanum verður í besta falli aumk ­ unarvert. Mynd / breakingdefense.com/ Laxeldi í sjó. Mynd / VH

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.