Bændablaðið - 20.10.2022, Blaðsíða 55

Bændablaðið - 20.10.2022, Blaðsíða 55
55Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022 Listasafnið á Akureyri var stofnað árið 1993 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári. Í safninu er boðið upp á fjölbreyttar sýningar sem ættu að höfða til sem flestra, enda er það eitt af markmiðum safnsins. Um þessar mundir eru sex sýningar í gangi í safninu, sýning á málverkum Rebekku Kühnis af íslensku landslagi og sýning á verkum Kristins G. Jóhannssonar af akureyrsku landslagi, en sú sýning nær yfir fjóra sali á efstu hæð safnsins. Svalir Listasafnsins eru einnig nýttar fyrir sýningar og nú gefur þar að líta fánaverk eftir Steinunni Gunnlaugsdóttur sem ber titilinn Blóð og heiður. Sýningin Gjöfin til íslenskrar alþýðu frá Listasafni ASÍ er einnig í Listasafninu á Akureyri fram til 20. nóvember. Þar eru margar perlur úr íslenskri listasögu eins og Fjallamjólk eftir Jóhannes Kjarval. Afar vegleg bók um þessa sýningu fæst í safnbúð Listasafnsins og þar fást einnig ýmsir munir og verk tengd sýningum safnsins. Sýningin Form í flæði, þar sem sjá má nokkur verk úr safneign Listasafnsins, er ætlað sérstakt hlutverk í safnkennslu Listasafnsins en árlega er tekið á móti fjölda skólahópa frá leik- og grunnskólum og einnig framhalds- og háskólum. Einnig er tekið á móti vinnustaða- og vinahópum í leiðsagnir. Alla fimmtudaga kl. 12 er svo boðið upp á leiðsagnir um sýningar safnsins á íslensku og kl. 12.30 á ensku. Sjötta sýningin í safninu er á verkum ungstjörnunnar Egils Loga Jónassonar og ber hún titilinn Þitt besta er ekki nóg og samanstendur af vídeóverkum, tónlist, ljósum og málverkum. Mikil áhersla er lögð á fræðslu fyrir almenning og á þriðjudögum kl. 17 er boðið upp á stutta fyrirlestra og er ókeypis á þá. Það sama gildir um barnastarf, smiðjur og námskeið fyrir börn og ungmenni. Akureyrarbær rekur Listasafnið. Fram undan er dansvídeóhátíðin Boreal, opnun á sýningu útskriftar- nemenda listnámsbrautar Verkmennta- skólans á Akureyri og þrjár nýjar sýningar verða svo opnaðar í byrjun desember. Afmælisárið 2023 verður stútfullt af spennandi viðburðum og fjölbreyttum sýningum auk mikillar afmælisveislu á Akureyrarvöku í lok ágúst. Listasafnið á Akureyri var stækkað mikið árið 2018 og það er afar vel staðsett í gamla mjólkursamlagi KEA og Ketilhúsinu sem nú hafa verið tengd saman í eina byggingu. Safnið er í miðbæ Akureyrar við Kaupvangsstræti, sem áður var gjarnan kallað Kaupfélagsgilið en gengur nú undir nafninu Listagil. Þar eru einnig vinnustofur listamanna, gestavinnustofur og fjölmörg sýningarrými rekin af listamönnum eins og Kaktus, Mjólkurbúðin, Deiglan og Rösk. Á jarðhæð Listasafnsins er eitt besta kaffihús bæjarins, Ketilkaffi, sem er opnað kl. 8 alla morgna og býður upp á gæðakaffi, morgunmat, léttan hádegisverð og einnig kvöldrétti. Listasafnið er opið daglega kl. 12–17 og nánari upplýsingar má finna á www.listak.is. Verið velkomin öll. Hlynur Hallsson. OG VINNUM ÚR ÞEIM LAUSNIR TÖKUM AÐ OKKUR VERKEFNI VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaðiÁRSTÍÐ SPILLA HVIÐA KVK NAFN HAPP- DRÆTTI STEFNUR SÁLDRA SVISS FANGA BRÚKA ÁNÆGJU- BLOSSI SIGAÐ AÐ NIÐRA STEFNA FRÁ BRESTIR FROST- SKEMMD KRAFSA TVEIR EINS SPRIKLKVARTA KÚSTUR TÍUND ASKJA ÓHREINKA VÆTU STAÐNA GÓLA BLÁSA TVEIR EINS GEFA EFTIR AUSTUR- ÁLFA FRAMVEGIS SAKLAUS HEIÐUR FLÉTTA MESSING ÞÍÐA ÁFORM GOSEFNI EKKI SPOR SÖNG- LEIKUR RUSL ÖFGA- FULLUR GILDRASVELGUR YFIRGAF SKOTT LÍFFÆRI FLJÓT- FÆRNI GEYMI KEYRA ANGAN HVAÐ MISKUNNGÓMA NÖLDRA TVÍHLJÓÐI ÁTT TVEIR EINS HÆGLÆTI VESÆLL HÝRA HEIÐRA SPOR- LÉTTURMJÖG ÁTT M YN D : TI G ER EN TE ( CC B Y- SA 3 .0 ) H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 184 GANG- SETNING FLÖKTI ÍLÁTA LÆSA PUNKTA NIÐUR HVÍLD G R I P A V A G N HRYNJANDI RSPJALLA Æ Ð A STÖÐVUN A F L Á T ÆESPAR S I DROLLARA PÍRA S L Ó Ð A I ELDHÚS- ÁHALD ÓREIÐA KVERKAR K A O S BRENNA K FLUGA NÖLDRA GLÓFI MERGÐ H A N S K I VARP FÁLM K A S T SAMSTÆÐATÆKI JÖFUG RÖÐ YFIRRÁÐ R G R Ú A EYÐA ALMÚGI G L O P P A Í RÖÐ PRÍVAT T UMORA R E I F A RÆKTAR- LAND SVEFNMÓK E K R A KOPAR GÆTA E I RRÆÐA A X GÆLUNAFN TÓNVERK A L L I TILFELLI HAFNA A T V I K VEIÐAR- FÆRI BLÓM- SKIPAN F A S ÞÚST ENST Þ Ú F A HLUT- VERKI UMHUGAÐ LIÐ- LANGAN A N N TFRAM- KOMA V VERÐ- LÍTILL BRÁÐ Ó D Ý R YFIR- HAFNIR RISTIR F R A K K A R E F N U Ð STIKLA S T U L T A ARAGRÚI OSTÖNDUG S L A G A GALA KALLORÐ K A L L A RÓMVERSK TALA Í RÖÐ M LSKJÖGRA P A O T T A A Ð FJALL SKÝJA- GLÓPUR H Ó E R K A L U A N ÚTHALD S Þ Æ O R LPIKKA ÓHREINKAÐ H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 183 Nánari upplýsingar gefur Kristján Rúnar í s.898-4848. 3ja ára, lítið notuð loftræstinga- samstaða til sölu. Varmaskiptasamstaða. Rústfrítt element er í henni. Vatnshitari. Tvær hljóðgildrur fylgja. Var keypt í Hitatækni. SÖFNIN Í LANDINU Inngangur Listasafnsins og Ketilkaffis með verki eftir Ólaf Ólafsson og Libiu Castro. Listasafnið á Akureyri: Fjölbreytt og lifandi safn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.