Bændablaðið - 20.10.2022, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 20.10.2022, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2022 Það er vel þekkt innan búfjár- ræktar að það er hægt að hafa áhrif á efnainnihald afurða með fóðrun eða meðhöndlun en þó svo að aðferðin sé vel þekkt, þ.e. að gefa gripum ákveðin efni að éta sem svo hafa áhrif á afurðirnar, þá er hún ekki mikið notuð í heiminum. Undanfarin ár hefur þó mátt merkja aukinn áhuga í nokkrum löndum á afurðum sem eru með auknu innihaldi af ómega-3 fitusýrum, en þessar fitusýrur eru taldar vanta í fæði margra í dag. Ómega-3 bætt nautakjöt Með því að fóðra nautgripi með ákveðnum hætti má hafa áhrif á bæði fitusýruinnihald kjötsins og mjólkurinnar og hafa verið gerðar margar tilraunir með þetta. Framarlega eru japanskt vísindafólk enda er áhugi Japana á ómega-3 annálaður. Í Japan er í dag hægt að kaupa sérstakt nautakjöt sem er með háu hlutfalli af ómega-3 en það kjöt kemur frá gripum sem hafa verið fóðraðir sérstaklega með lýsi í þeim tilgangi að ná þessu fitusýruhlutfalli sem hæstu. Það krefst þó ákveðinnar tækni að ná þessu hlutfalli upp í kjötinu enda getur of mikil lýsisgjöf dregið úr átlyst gripa. Japanir virðast þó hafa náð góðum tökum á þessu og fá bændur sem framleiða svona kjöt töluvert hærra verð fyrir kjöt sitt en aðrir. Mjólk með ómega-3 Þó svo að hægt sé að bæta kjöt með fóðrun og þar með innihaldi þess af ákveðnum gerðum af fitusýrum þá er í raun mun auðveldara að breyta efnainnihaldi mjólkur með sömu aðferðum. Hluti af mjólkurmynduninni fer fram með beinni færslu næringarefna úr blóði og yfir í mjólkurblöðrurnar og þetta kerfi, þ.e. bein færsla, gerir það að verkum að bændur geta í raun spilað á kerfið og haft bein áhrif á efnainnihald mjólkurinnar með ákveðinni fóðrun. Vegna framangreinds áhuga á ómega-3 bættum matvælum hefur vísindafólk víða um heim leitað að heppilegum leiðum til þess að hafa áhrif á efnainnihald mjólkurinnar án þess að valda bragðskemmdum á henni, en alþekkt er að hægt er að fá mjólk „beint úr kúnni“ með t.d. sólblóma- eða berjabragði vegna þess eins hvað k ý r i n hefur étið. Ef kýr fá þannig of mikið af lýsi, kemur hreinlega keimur af mjólk- inni sem ekki allir kunna jafn vel við. Það er því vandasamt, en hægt, að hækka hlutfallið af ómega- 3 í mjólkinni án þess að fá fram bragðgalla í mjólkina. Fyrsta jógúrtið með náttúrulegu ómega-3 Það eru til mjólkurafurðir á heimsmarkaðinum sem innihalda aukið innihald af ómega-3 en flestar þessar afurðir eru búnar til þannig að ómega-3 er bætt út í við vinnslu í afurðastöð. Fyrir nokkrum árum síðan kom þó fram fyrsta náttúrulega afurðin á þessu sviði, nánar tiltekið árið 2016, þegar afurðafélagið Westhaven Dairies frá Tasmaníu setti á markað sérstakt jógúrt gert úr mjólk sem innihélt hærra hlutfall af ómega-3 en gerist og gengur. Þetta sérstaka jógúrt, sem einfaldlega kallast Ómega-3 jógúrt, er framleitt úr mjólk frá kúm frá kúabúinu Naturale en það bú er sem sagt sérhæft í því að framleiða þessa sérstöku mjólk. Þarf að vera varin fita Þó svo að ferillinn fyrir fitusýruna sé þekktur, þ.e. hvaða leið hún á að fara úr fóðri og yfir í mjólk kúnna, þá er ekki sjálfgefið að árangur náist með einfaldri gjöf. Það er vegna þess að þá geta fitusýrurnar brotnað niður í vömbinni og nýtast ekki til beinnar upptöku inn í mjólkina. Til þess að ná því að fara í beint uppsog í þörmum, og þar með geta borist í mjólkina, þarf helst að gefa kúnum þessar fitusýrur á vörðu formi. Margir bændur kannast við það að gefa kúm varða fitu til þess að hækka almennt fituhlutfall mjólkur en þá er oftast notuð pálmaolía. Hún hentar aftur á móti ekki til þess að hækka ómega-3 hlutfallið. Það hefur verið haft eftir forsvarsmönnum Naturale kúabúsins að það hafi tekið nokkurn tíma að finna réttu aðferðina til þess að ná þessum góðu fitusýrum ómeltum í gegnum vambarstarfsemina, en nú sé búið að þróa aðferð þar sem ómega-3 fitusýrurnar eru varðar með próteinhjúpi svo þær komast óáreittar í gegnum vömb kúnna. Sumt fóður hefur áhrif Þó svo að það að gefa varða fitu sé þekkt leið til að hækka fituhlutfallið í mjólkinni þá er vissulega hægt Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Fyrsta tréð sem vitað er að hafi náð þrjátíu metra hæð á Íslandi frá því fyrir ísöld er sitkagrenitré sem gróðursett var 1949 á Kirkjubæjarklaustri. Tréð náði þrjátíu metra markinu sumarið 2022 og mældist í sumarlok 30,15 metra hátt. Það fékk heiðurs- nafnbótina Tré ársins hjá Skógræktarfélagi Íslands og sló Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra máli á tréð við hátíðlega athöfn á Klaustri 12. september. Sitkagreni er mjög stórvaxin trjátegund og ljóst þykir að hún muni ná að minnsta kosti 40 metra hæð hérlendis. Hvort áðurnefnt tré á Klaustri nær því marki fyrst trjáa verður að koma í ljós en það tré hefur vaxið hálfan metra á ári undan- farin ár og gæti því orðið fjörutíu metra hátt eftir tuttugu ár eða svo. Að vaxtarlagi er sitkagreni einstofna, beinvaxið tré með breiða, keilulaga krónu. Hérlendis er einnig talsvert ræktað af blendingi sitkagrenis og hvítgrenis, svokallaður sitkabastarður, sem hefur ekki jafnreglulega krónu og hreint sitkagreni en aftur á móti þann kost að þola betur frost um lok vaxtartímans. Sitkagreni vex hægt í fyrstu á nýjum skógræktarsvæðum en eftir 10-15 ár frá gróðursetningu eykst vaxtarhraðinn og verður hraður eða mjög hraður áratugum saman. Tegundina má rækta um allt land að því gefnu að sérkröfur hennar séu uppfylltar. Forðast ber að gróðursetja sitkagreni í frostpolla og rýra lyngmóa. Best gengur ræktun þess í frjósömu og hæfilega röku landi sem víða er til dæmis í neðanverðum fjallahlíðum og brekkurótum inn til fjarða og dala. Sitkagreni hefur gott vind- og saltþol og því er það einnig ákjósanleg tegund í skógrækt á annesjum og nálægt sjávarsíðunni. Það þolir ágætlega vorfrost þótt það sé viðkvæmt fyrir frosti síðsumars og fram á haust. Timbur sitkagrenis er með því besta sem völ er á. Það er létt en gríðarsterkt miðað við þyngd. Það hentar því vel í ýmiss konar smíði þar sem reynir á styrk svo sem í burðarvirki húsa en einnig í flugvélasmíði og margt fleira. Fyrsta íslenska límtréð sem vottað er og því hæft til mannvirkjagerðar er úr sitkagreni og framleitt hjá Límtré-Vírneti á Flúðum. Helstu veikleikar sitkagrenis eru, eins og fram hefur komið, haustkal á ungplöntum, sem þær vaxa þó upp úr. Einnig hefur tegundin verið mjög útsett fyrir ágangi sitkalúsar, smágerðrar blaðlúsartegundar sem er sérhæfð til að nærast á safa evrópskra grenitegunda en hefur tekið fagnandi hinu norður-ameríska sitkagreni líka. Á síðari árum hefur þó borið minna á tjóni vegna sitkalúsar og er ekki ólíklegt að fjölgun glókolls hérlendis, minnsta fugls Evrópu, sé að þakka. Sitkagreni er ein mikil- vægasta og verðmætasta tegundin í skógrækt á Íslandi, sérstaklega til timburfram- leiðslu og bindingar á kolefni. Vel er líka hægt að nota sitkagreni sem jólatré þótt fólk setji gjarnan fyrir sig beittar barrnálarnar. Liturinn er fallega grænn með bláleitum tóni og greinabyggingin þétt. Standi sitkagreni í stofunni um jólin þarf að gæta þess vel að aldrei þorni á því. Sé það gert heldur það barrinu alla hátíðina. Í upprunalegum heim- kynnum sínum á vesturströnd Norður-Ameríku getur sitkagreni víða náð meira en 70 metra hæð og árið 2021 var tré í Kaliforníu mælt rétt rúmir hundrað metrar. Til þess þurfa trén að lifa í nokkur hundruð ár. Elstu tré af þessari tegund eru talin hafa náð 700–800 ára aldri. Pétur Halldórsson. Sitkagreni (Picea sitchensis) Hálfþroskaðir könglar á sitkagreni. Myndir / PH SKÓGRÆKT Ómega-3 bættar afurðir: Tækifæri á Íslandi? Þó svo að það að gefa varða fitu sé þekkt leið til að hækka fituhlutfallið í mjólkinni þá er vissulega hægt að hafa áhrif með einfaldlega hefðbundnu fóðri. Þannig sýna rannsóknir að kýr á beit eru með mun hærra hlutfall af ómega-3 í mjólkinni en kýr á innistöðu svo dagljóst er að fóðursamsetningin hefur bein áhrif. Mynd / Daniel Sinoca Fyrsta jógúrtið sem kom á markað sem innihélt náttúrulega hærra hlutfall af ómega-3. Mynd / Aðsend Sitkagreni hefur mikinn vaxtar- þrótt. Hér sést hátt sitkagreni í Haukadal innan um lægra rauðgreni sem er álíka gamalt. Lýsi inniheldur hátt hlutfall af ómega-3. Mynd / Aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.