Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Síða 14
staka talan er hjá þér“. „Ég veiddi stærsta
laxinn," segi ég. „Já, og þann minnsta,“
segir í'élagi minn. Það var satt, ég hafði
veitt iax, sem var ekki nema tæp 2 pund.
Endirinn varð sá, að við færum báðir
og reyndum að fylla tuginn. En þegar við
vorum að tygja okkur af stað fengum við
heimsókn, voru það tvær blómarósir úr
nágrenninu, og þótti það góð tilbreytni
eftir útitleguna við ána. Var nú sezt inn
í tjald og allar veiðihugleiðingar látnar
bíða. Þegar þær fóru var klukkan að
verða 10, og ekki nema einn klukkutími
eftir af veiðitímanum. Við vildurn samt
gera eina tilraun, renndum í Kvörnina
og Blóta, en urðum ekki varir. Svo rölt-
um við upp í Strengi. Þar hittum við
annan veiðimanninn að sunnanverðu.
Hann lá á maganum á brúnni og var að
dingla spæni niður í vatnið. Sagðist hann
vera búinn að vera þarna í tvo tíma og
reyna í báðum strengjunum, en ekki liafa
fengið laxinn til að taka, og þó væri nóg
af honum. Ekki voru þessar fréttir upp-
örfandi. Ég geng upp fyrir brúna, upp i
efri strenginn, en félagi minn fór aftur
niður með á. Ég beiti og kasta út í
strauminn, bíð góða stund, en engin
hreyfing. Þetta þýðir ekki neitt, hugsa
ég og lyfti stönginni, en þá er fast. Nú,
það er þá fósturjörðin á í þetta skipti,
verður mér að orði. Það er því betra að
fara varlega svo ekki \erði veiðarfæratap
ofan á enga veiði. Ég tek þéttingsfast í
stöngina og lield henni þannig um stund.
Þá fer ég að finna kippi, og lifnáði þá
yfir mér, því auðfundið var, að nú var
fiskur á og sennilega vænn. Nú var betra
að fara varlega, því þessunr fiski þurfti ég
að ná á land hvað sem það kostaði. Ég
óttaðist mest að rnissa hann niður fvrir
brúna, en þá var ég illa settur, því þáð
var ekki vætt fyrir brúarstöpulinn að
norðanverðu. En laxinn hreyfði sig ekki,
bara lá í. Það leið upp undir hálftími þar
til ég fór að finna lát á honum, en þá gaf
hann sig líka fljótt. Þetta var hængur, 15
punda, aðeins farinn að roðna. Nokkru
eftir að ég setti í laxinn varð veiðimann-
inunr á brúnni litið við og varð þá
svo urn, að hann hankaði upp og fór
beina leið heim í veiðihús. Hvort liann
hefur haldið að ég væri göldróttur, veit
ég ekki. Ég er nefnilega fæddur í Arnar-
lirði. Ég fór nú heim að tjaldi ánægður
með veiðina. Stuttu síðar kom félagi
nrinn neðan frá á. Ég spurði lrvort hann
hefði náð í þann sjötugasta. Nei, sagði
lrann lreldur dauflega, en varð um leið
litið á laxinn. „O, hvert í logandi. Hvar
fékkstu þennan?“ Ég sagði honum það.
„Stóð ég mig ekki vel“, sagði ég? Hann
hélt nú það.
Þar með endaði ein skemrntilegasta
veiðiferð, setrr ég ltef farið í Haukadalsá.
B. R. G.
Sjón er sögu ríkari.
KONA nokkur, sem aldrei hafði snert á veiði-
stöng, var að leggja af stað í veiðiferð með manni
sínum. Vihkoxiá hennar i næsta húsi, sem líka var
gift yeiðimanni, sá þegar þau voru að fara, og
kom út á tröppurnar og kallaði til liennar:
„Færðu nú ekki nóg af veiðisögunum hjá hon-
urii, þótt þú sért ckki að fara með honum í ferð-
irnar,- og hlusta á þá þar?“
„Jú, ég er búinn að fá nóg af þeim fyrir löngu,
og meira en það. En nú ætlá ég að sjá staðreynd-
irnar með eigin augum, og vita hvort liann talar
þá ekki minna um þetta við mig í veturi"
10
VWÐIMAÐURINN