Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Page 16

Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Page 16
smyrli. Eftir að hafa rifjað upp ýmislegt af þessu tagi, nefndi ég Hvalvatnið, þar sent Gísli veiddi fyrstu silungana sína. Svo færði é<í mis' austur að eftirlætis vatn- inu okkar, fjallavatninu fagra við mynni Kaldadals, og reyndi að lýsa því og um- liverfi þess, eins og það blasir fegurst við, í sumarskrúða. — Lómahjónin dýfa nefj- unum í glampandi vatnsflötinn. Silung- ar vaka; skvettur og sporðaköst út um allt vatn. — Við þyrftum að eiga bát á vatninu! Útbúa naust handa lionum á afviknum stað, og geyma liann þar! — Gísli smáréttist í sætinu, en er liér var komið brá hann hendinni ofan í vasa sinn og dró upp nýja Masta-pípu. Hann leit eins og afsakandi til mín um leið; kvaðst hafa verið með hana í vasanum nokkra daga en ekki snert á lienni. Nú ætlaði hann að fresta því til hausts að fara í bindindi. í pípureyk, svo varla sá handaskil, voru nú áætlanir gerðar og á- kvörðun tekin, um að liafa bát með sér upp á vatn að sumri. — Lítill ellibragur var á Gísla er hann kvaddi mig þetta kvöld; hann var léttur í spori, og pípan á sínum stað! Mánuðirnir liðu, og síðla kvölds 2. ágúst, á frídegi verzlunarmanna, vorum við komnir með bátinn og allt okkar haf- urtask að læknum, sem rennur í vatnið að sunnanverðu. Lengra varð ekki kom- izt á bíl. Farkostinn, gamlan pramrna af niinni tegundinni, hafði Gísli kríað út úr norskum skipstjóra. Með okkur í för- inni var ungur prentnemi, sem Gísli þekkti. Átti hann að stýra bílnum um hina viðsjálu fjallvegi og hjálpa okkur að koma prammanum niður á vatn. Gegn þessu áttum við svo að kenna honum að veiða á stöng. Þetta var fyrsta veiðiferðin lians. Við höfðum gert ráð fyrir að fleyta mætti prammanum niður lækinn, en á því reyndust engin tök. Urðum því að draga hann og bera um tveggja kílómetra leið, og vorum að niðurlotum komnir, er við loks náðum áfangastað. Svo varð einn- ig að hafa hraðann á, því bleikjan tekur bezt á morgnana. Það stóð líka heima! IJm það leyti, er sólin gyllti efstu heiðar- brúnirnar, flaut pramminn á vatninu. Hann var óvenju hár til stafns og skuts eins og gömlu freigáturnar. Jusum við hann vatni og gáfum lionum nafnið ,,Viktoría“, eftir flaggskipi Nelsons. Við efuðumst ekki um að hann ætti eftir að færa okkur marga veiðisigra. Gísli settist í skut., eins og líka sjálfsagt var, liann var „reiðarinn" og auk þess gamall for- maður. Við rerum svo meðfram landi, aftur og fram, en urðum ekki varir. Kenndum logninu urn. Vatnið var eins og spegill. Er komið var á móts við hötð- ann, sem skagar út í vatnið, settum við Gísla á land. Hann kvartaði undan ríg í baki og kvaðst þurfa að rétta úr sér. Eg var nú orðinn hæstráðandi, og ákvað að reyna dýpra, ef þar kynni að vera meira að hafa. Urriði er enginn í vatninu; að- eins bleikja. Þær geta orðnið býsna væn- ar. Ég valdi bezta bleikjuspóninn, lét fara vel um mig, og sagði prentnemanum að róa út frá landi í stefnu er ég tiltók. Okkur höfðu verið gefnar þær upplýsing- ar, að efstu bæirnir ættu veiðirétt að vestanverðu, út í mitt vatn. Hitt væri af- réttur, þar sem öllurn væri heimilt að veiða. Vissara var samt að fara varlega, það er annað en gaman að vera staðinn að ólöglegum veiðum! Sjálfur hef ég 12 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.