Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Síða 17

Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Síða 17
tvisvar lent í því, en slapp með áminn- ingu bæði skiptin; fyrra skiptið í Varmá í Ölfusi, hið síðara í Soginu. Ég hafði þá leyfi frá Syðri-Brún. Var korninn niður fyrir Sakkarhólma, að Markarlæknum. Þar tekur Ásgarðsland við. Alllangt uppi í fjalli var fólk við heyskap. Af einhverri rælni fór ég yfir lækinn, heyri skvarnp og sé hringi eftir stóran fisk. Áköf löngun greip mig að renna þarna, en ég stóðst freistinguna, óð yfir lækinn aftur, kastaði langt út í strauminn og gaf út langa línu. Ég liafði staðið þarna lengi nokkuð, er maður spratt upp gegnt mér svo skyndi- lega, að mér hrá. Hann spurði: „Hvur hefur leyft þér að veiða hérna?“ Ég kvaðst hafa leyfi frá Syðri-Brú. „Þú ert ekki að veiða í Syðri-Brtiar landi“, sagði liann. Ég kvaðst ekki vita betur en ég stæði í landi Syðri-Brúar. Þá sagði maðurinn: „Já, þú ert í Syðri-Brúar landi, en maðk- urinn er í Silla landi“. Ég varð að viður- kenna, að þeir í Ásgarði hlytu að eiga þá fiska, sem lægju fyrir þeirra landi, svo ég haðst afsökunar og hætti að veiða þarna! Við vorum komnir út undir mitt vatn, er stærðar hleikja hljóp á hjá mér. Stöngin hognaði og félagi minn æpti upp af fögnuði. En ánægjan varð skammvinn. Illa mun hafa staðið í bleikjunni; hún sneri sig af. 1 því varð mér litið yfir vatn- ið og sé hát við landið hinu megin. Hann virtist taka stefnu á okkur. Við snerum við og héldum hægt undan, með spón- inn í eftirdragi. Ég leit um öxl, svo lítið bar á. Báturinn nálgaðist óðum. Þrír eða fjórir voru undir árum. Þeir reru eins og þeir ættu lífið að leysa. Einn stóð frammí og veifaði öllum öngum. Það gat verið varhugavert að espa mennina upp með því að virða köll þeirra að vettugi. Hins vegar var ég sannfærður um að við höfð, um aldrei farið inn fyrir línuna. Þó gat hafa virzt svo úr landi; félagi minn kunni illa áralagið og við höfðum farið marga króka. Áraskellirnir nálguðust óðum. Ég hafði enn ekki gert upp við mig hvað gera skyldi, er gripið var þéttingsfast í horðstokkinn fyrir aftan mig. Um leið var sagt nteð þjósti: „Erúð þið vitlausir?“ Ég sneri mér hægt við og sá framan í reiðan sveitamann. Undir árum sátu þrír vasklegir náungar, móðir og sveittir. Mér fannst spurningin móðgandi, svo ég lét henni ósvarað. Heimsktdeg var hún líka, því vitlausir menn viðurkenna aldrei að þeir séu vitlausir. Þá sagði hann að við hefðum reynt að komast undan; og svo kont „rothöggið": Hann kvaðst einn hafa umráð yfir þesstt vatni og leyfði engum að hafa hát á því. Eitthvað mun það þó hafa verið í fari okkar, sem olli því, að honum rann reiðin. Við áræddum því að skýra honum frá, að bátseigandinn væri í landi, og spurðum hvort hann vildi ekki hafa tal af honum. Hann kvaðst ekki geta snúizt í því að leita hann uppi, en pramminn yrði að fara af vatninu; við yrðum að sjá um það. Svo ýtti hann 13 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.