Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Blaðsíða 22

Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Blaðsíða 22
vara sig, ef hann vildi halda tigninni, sem veiðikóngur þetta árið. Við héldum nú heim í veiðihúsið. Þar var lax á borðum, því ekki ltafði Halldóri burgðizt bogalistin að veiða í matinn. Hafði hann fengið 3 fiska í Kistunum. Guðni horfir sccll á rnorgunveiðina. Ljósm. Halldór Þórðarson. Þegar sezt var að borðum dró Guðni upp flösku forkunnarfríða, til að skála fyrir veiðinni. Sagði hann innihaldið vera laxavatn, og þannig tilkomið að lax ar þeir, sem ekki komust í skjóðuna til fé- laga sinna, hefðu grátið fögrum fárum, en Guðni kvaðst hafa haft með sér trekt og flösku og safnað tárunum saman. Eftir matinn hvíldum við okkur til kl. 3, en þá fórum við Halldór fram á Núpseyrar. Ekki var fiskur kominn þang- að, en Halldór fékk fisk í Núpsfossum á heimleiðinni. Við hitturn bónda þarna úr dalnum á förnum vegi og ræddum við hann langa st'.und um landsins gagn og nauðsynjar. Var hann mjög á rnóti öllum stjórnarvöldum og reglugerðum. Kvað bændum meinað að fá sér lax í matinn, þó hungur væri fyrir dyrum, og jafnvel væri búið að friða mink og tófu og önnur skaðræðiskvikindi.Væri stefnivargur mik- ill af þeim þarna í dalnum og hart undir að búa. Heim í veiðihús vorum við komnir kl. 10 um kvöldið. Guðni hafði þá leitað Miðfjarðará alla til sjávar, en hvergi séð fisk, enda var hann búinn að vinna fyrir sér með morgunveiðinni þann daginn. Þegar við höfðum matast var ákveðið að fara í refaleit til styrktar búskap þeirra Miðfirðins;a. Guðni laeði til bifreið o<> var stýrimaður, en við Halldór vorum í stórskotaliðinu. Okurn við nú fram með Núpsá, var stanzað öðru hvoru og gaggað móti tunglinu. Var það mitt verk að kalla á tófuna og fékk ég lítilsháttar laxa- vatn til að liðka raddböndin. Ekki vildi rebbi svara, því ég hef sennilega ekki náð norðlenzkunni nógu vel. En við urðum brátt varir við það af fuglinum, að refur var á ferð austan Núpsár og stefndi í norður í áttina að Austurárgljúfri. Okurn við því austur yfir Núpsána að sunnan- verðu. Fengum við skolla þar milli okk- ar og árinnar. Halldór hljóp nú úr bíln- um við hól nokkurn, þar sem vígi var gott, en við Guðni vorum i bílnum og áttum að gæta þess að rebbi slyppi ekki yfir veginn. Eftir stutta stund glumdi við skot, og brátt, kom Halldór skálmandi með riffilinn í annarri hendinni, en ref- inn í hinni. Þegar hann var kominn í kallfæri heyrðum við hann hrópa: „Ja, þetta er nú líf drengir“. Raunar var það nú dauði fyrir refinn og sýnir það bezt, að ekki er sama frá hvaða sjónarmiði rnálin eru skoðuð. Það var nú orðið álið- ið kvölds, svo við héldum lieim í háttinn. Þurftum líka að sofa fyrir erfiði næsta dags. 18 Vkiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.