Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Side 23

Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Side 23
Halldór Þórðarson með laxinn og tófuna. Ljósm. Guðni Þ. Guðmundsson. Að morgni var enn skipt liði. Fór ég nú í Austurá ofanverða, en Halldór á neðri hlutann. Þegar ég kom upp að Kambsfossi sást þar enginn fiskur. Ég fór sanrt varlega og byrjaði að kasta flugu á hylinn, sem er mjög djúpur. í öðru kasti sá ég vænan lax koma beint upp úr dýpinu og skoða fluguna, en svo lagði hann undir flatt, hristi hausinn og stakk sér beint niður aftur. Þetta endurtók sig við allar mínar flugur, hann skoðaði þær einu sinni, en sneri svo frá með fyrir- litningarsvip, eins og hann vildi segja: Sveiattan, þetta er óætur andsk . . . Þetta var sýnilega vitur fiskur, sem ekki lét ginnast af gullnu skrauti. Þegar þetta þrátefli hafði staðið ianga stund, bauð ég jafntefli, þakkaði fyrir skemmtilega stund og hélt af stað niður með ánni. En síðan hef ég borið djúpa virðingu fyrir þessum fossbúa, sem liélt sjálfstæði sínu þrátt fyrir allan áróður, og vona að hitta liann heilan að ári. Þegar ég kom niður að Myrkhyl kast- aði ég flugu nokkrum sinnum, en ekki bar það árangur, þó fannst mér einhver veiðiþefur af ánni. Ég beitti nú maðki og brátt var nartað í beituna. Ég beið með öndina í hálsinum eftir að laxinn kingdi bitanum, en hann nartaði aðeins í og spýtti því svo út úr sér aftur. Þetta endur- tók sig þrisvar og mér var hætt að lítast á blikuna. Ég færði mig neðar með hylnum og reyndi þverkast, og um leið og ég fann tekið í, brá ég við og hann var fastur. Hófst nú hin harðasta viðureign. Ég ætl- aði að halda laxinum neðst í hylnum til að styggja ekki þá fiska, sem væru ofar, en hann var nú ekki á því að láta tjóðra sig á neinum smábletti, heldur æddi um hylinn endilangan, hvað eftir annað, og einu sinni tók hann slíkt heljarstökk, að hann kom fullan metra upp úr vatninu. En eftir það fór hann heldur að spekj- ast, hefur kannske orðið lofthræddur, og að lokum gat ég tosað honum á þurrt land. Þetta var 16 pd. hængur, grár af lús, og stóð öngullinn í kjaptabeininu. Ég fékk mér nú í pípu, dáðist að fiskinum, góða stund, renndi svo aftur í hylinn, en varð ekki meira var, enda var það ekki von eftir þessi átök. Síðan hélt ég niður að bílnum og varð ekki var á þeirri lei'ð. Þegar ég hitti Hall- dór, var hann búinn að fá 1 fisk 14 pund. Héldum við svo heim að veiðihúsi með þennan feng. Þar var Guðni fyrir með 2 fiska, sem hann hafði fengið í Vestur- Veiðimaðurinx 19

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.