Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Page 26

Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Page 26
Lax heitir hann. ÞAÐ er orðið langt síðan ég ætlaði að skrifa svolítinn pistil um það, hvernig veiðimenn blanda saman orðunum fisk- ur og lax. Og þar sem ég liefi ekkert fyrir stafni þessa stundina, þá ákvað ég að láta verða af þessu. Þegar útfarnir veiðimenn tala saman, þá er það orðið svo, að þeir eru alltaf að tala um fiska. Þegar ég- les Veiðimann- inn eða greinar um laxveiði, þá er eins mikið talað um fiska eins oq; laxa. É2: get ekki fellt mig við þetta fiskaávarp, þegar konungur hinna fersku vatna á í hlut. Þegar ég var að alast upp, þar sem mikil laxveiði var, þá datt engum í hug að nefna fisk, þegar talað var um lax eða silung. Stundum liefi ég velt því fyrir mér, hvernig á því geti staðið, að málið hef- ur hner'gst í þessa átt. Meðal annars hefur mér dottið í hug að þetta væri komið úr ensku, eða stafaði jafnvel af því, að sjómenn eru nú orðnir áhuga- samir laxveiðimenn. Stundum virðist mér að mönnum þyki meira í munni að segja fiskur í staðinn fyrir lax, en herfi- legri misskilninsr er varla hæstt að hugsa sér. En hvað sem þessu líður, þá er aðalat- riðið að blanda ekki saman orðunum fiskur og lax. Auðvitað er laxinn fiskur og rétt mál að nota það orð um hann stundum, en ég tel rangt að nota það eins mikið og nú er gert af sumum bæði í ræðu og riti. Sama rná segja um silung — urriða, bleikju og sjóbirting. Allt eru þetta glögg heiti, sem rétt er að virða, þegar hægt er. Allt öðru máli gegnir, þegar við lesum söguna af Mohamed Kahn um þann stóra. Þá er ósköp eðlilegt að orðið fiskur komi oft fyrir. Ef við höldum áfram á þessari braut, þá verður þess ekki langt að bíða, að við segjum við konuna okkar: Nú ætla ég á fiskveiðar góða mín, manst þú Iivar ég lét fiskistöngina mína og fiskistígvélin. Vanalega vitum við betur hvar fiskilínan er og fiskiflugur geta víða verið. Þannig mætti lengi telja. Ef við veiðum svo marga fiska, og getum ekki Ixirðað þá nýja, eða látið reykja þá, þá liggur bein- ast við að selja þá í einhverja fiskbúð. Vel má svo halda dæminu áfram og hugsa sér að ung og falleg kona komi inn í búð- ina og biðji um nýjan fisk og ætti þá eftir þessu að fá silfurgljáandi lax. Mikið verður konan hissa. Auðvitað þarf ekki að hafa svona mörg orð um þetta. Mér er næst að halda að strax og búið er að vekja athygli á þessu, þá hverfi menn aftur til hinna gömlu og góðu heita og sá er tilgangur þessarar greinar. \hð skulum nota. orðið lax um þessa dásamlegu skepnu. Sjá menn ekki hve vel orðið hæfir? Það er hnitmiðað, sterkt og stolt eins og laxinn. Mér finnst það kalla fram í huga mínum hin leiftursnöggu tök þessa vatnahersis. Það er sama reisnin yfir orðinu sem laxinum. Ég vona að allir laxveiðimenn verði mér sammála í þessu efni, noti orðið lax, þar sem það á við, en víki fiskinum til sjávar. H.J. 22 Veiðimadurin.n

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.