Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Síða 27

Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Síða 27
SALAR: ÉG LÁ á raaganum á bryggjunni og dorgaði frá því ég fyrst man eftir mér. Bryggjan hafði ótrúlegt aðdráttarafl, og ætíð var mín leitað þar fvrst, þegar ég átti eitthvað að gera. F.g man mörg skipt- in, er ég var dreginn þaðan nauðugur, eltir að hafa séð marga væna. Þá var sárt að þurfa að gegna ómerkilegum sendi- ferðum. Oft var mikið af silungi við bryggjuna, bæði smáum og stórum. Fvrst á vorin komu þeir vænu. Hægt komu Jieir inn með fjörunum, og höfðu alltaf nokkra viðdvöl við bryggjuna, jrví þar var nóg æti. Fiskibátar settu þar afla sinn á land, svo að blóðlifrar, síldarbeitur og annar úrgangur var þar jafnan á botnin- um. Ég man eftir, að við sáum oft sömu silungana við bryggjuna dögum sarnan. Þeir þekktust á gömlum meiðslum, eða þá að rilið hafði verið út úr jæiin. Oft enduðu þessir kunningjar svo líf sitt á öngli einhvers drengjanna á bryggjunni. Bleikjan tók bezt með aðfallinu, sér- staklega ef svo stóð á, að það var snemma Minningar frá bryggjnnni. morguns, eða seint að kvöldi. Gaman var að virða fyrir sér háttu silungsins. Flestir höguðu sér injög svipað við bryggjuna. Þeir byrjuðu á að synda marga stóra liringi kringum niðurfallið frá bátumun og litu forvitnislega til þeirra, sem voru að gæða sér á ætinu. Skyndilega komu Jieir svo og syntu hart yfir staðinn, og renndu sér oft svo sá í kviðinn. Þegar þeim sýndist svo að allt væri með felldu, komu þeir mjög hægt í áttina. Oft stönz- uðu Jreir lengi og athuguðu minnstu hreyfingu. Þá var nú betra að liggja kyrr á bryggjunni. Margsinnis gramdist okkur við þá fullorðnu, sem endilega þurftu að ganga um bryggjuna, þegar svona stóð á, án þess að skeyta um okkar uss og aðvaranir. Innan um góðgætið á botninum lagði s\o lítill drengur agnið sitt. Línan var bara venjulegt snæri og þorskaöngull á endanum. Oftast var beitan lifur eða hjarta úr þorski, eða þá síldarbeita — allt eftir hvað hann át í hvert skipti, en miklu Veiðimaðurinn 23

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.