Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Page 28
máli skipti að fylgjast vel með því. Mest-
ar voru líkurnar, þegar nýir silungar
voru að koma. Þeir vöruðu sig ekki eins
vel og hinir, sem voru orðnir heima-
vanir. Iðulega kom það fyrir, að ekkert
bit fékkst klukkutímum saman, en þraut-
seigjan var þar fyrsta boðorðið, svo ekki
var gefizt upp; enda varð endirinn oft
sá, að bústinn silungur fórnaði lífinu hin-
um þrautgóða veiðimanni.
Þegar silungurinn kom að bryggjunni,
reið mjög á að vera búinn að koma
agninu fyrir við niðurfallið. Það voru
taugaæsandi augnablik, þegar þeir komu
og nörtuðu í beituna! Þá gilti að vera
rólegur, og kippa ekki í. Þó silungurinn
tæki beituna! og hristi hana til, en sleppti
henni svo aftur, þá kom hann oftast á
ný, svo framarlega sem ekki var kippt í.
Margan silunginn missti drengurinn
vegna þess að hann var of veiðibráður.
Þegar silungurinn saug beituna fór eins
og rafstraumur um færið, og þá fór hjart-
að að slá ört. Hraðara o°r hraðara sló
o
hjartað, eftir því sem silungurinn kjams-
aði fastar. Og þegar beitan hvarf, þá
kippti karl í. Stundum var allt laust, og
þá var bitið á jaxlinn, halað upp og beitt
á ný. Eða þá að fastur lifandi þungi tók
á móti. Þá hófst hinn óhjákvæmilegi leik-
þáttur, æsandi og spennandi. Færið var
rakið niður á bryggjuna og endinn bund-
inn í buxnahaldið, því einu sinni gaf
hann allt á enda og missti færið og sil-
unginn þar með. Þá var farið inn til
mömmu og grátið lengi dags yfir örlög-
um silungsins, með færið í munninum.
Margs var að gæta með silung á færi,
því þeir áttu það til að synda kringum
bryggjustaurana og rífa þannig úr sér.
En furðanlega tókst oftast að koma þeim
upp í fjöruna. Ef þeir vorn mjög stórir
var stundum kallað á hjálp. Sá stærsti,
sem drengurinn fékk á bryggjunni, var
rúm átta pund, og þá var hann montinn.
Eitt sumarið fékk hann um eitt hundrað
silunga á færið sitt.
Einn var sá óvinur, sem margan óleik-
inn gerði og það var marhnúturinn. Þessi
viðbjóðslegi fiskur, sem ekkert er nema
ginið. Hann var alltaf að ásælast beituna.
Iðulega var færið ekki komið í botn þeg-
ar hann var búinn að magagleypa. Þegar
ekkert var um silung tók maður sig stund-
um til og veiddi marhnút, aðeins til að
fækka þeim, svo þeir gerðu minni miska,
þegar silungnrinn kæmi. En allt kom
fyrir ekki, nóg virtist vera til af ófreskj-
unni, og alltaf beit hún á, þegar sízt
skyldi.
Ég á margar sárblíðar og ljúfar endur-
minningar frá þessum áhyggjulitlu æsku-
dögum, tengdar bryggjunni og glamp-
andi silungum.
Þá strax hafði gripið mig hin djúpa
þrá eftir þessum fagra fiski. Þessi þrá var
að vísu að sumu leyti tengd nokkurs kon-
ar metnaði. Að fiska mest var auðvitað
takmarkið, en samt var eitthvað annað,
sem kallaði. Eitthvað, sem ég ekki vissi
þá hvað var, hvorki háð drápgirni né
metnaði. Því þegar ég var sendur á sveita-
bæ eitt sumarið, þá sótti ég á bryggjuna
bæði fast og títt. Hjólaði jafnvel stundum
í matartímum, en það var um 15—20
mínútna ferðalag, miðað við mesta hraða.
Það er líklega óhætt að geta þess núna,
eftir svo mörg ár, að einstöku sinnum
skauzt ég á bryggjuna eftir að hafa rekið
kýrnar í hagann á harða spretti; því allt-
24
Veidimaourinn