Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Page 32

Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Page 32
Margt getur skeð á veiðum. Eftir HaraldL Jónsson. BÍLLINN rann þægilega eftir nokkuð bugðóttum veginum; inni í honum var lilýtt og notalegt, þótt norðan strekking- urinn andaði svalt, úti fyrir. Þrír veiðifélagar voru þarna á ferð, vongóðir um að nú yrði hepjmin með þeim og áin gjöful á þann silfraða. Þeir félagarnir höfðu verið að spjalla um ýmislegt, sem fyrir þá hafði komið í liðnum veiðiferðum, eins og títt er um áhugamenn fyrir þeirri íþrótt, en nú sátu þeir þögulir um stund, því hugurinn dvaldi við þær mörgu sælustundir, sem fortíðin hafði af mildi sinni úthlutað þeim í skauti náttúrunnar, þegar línan þaut með leifturhraða út af hjólinu og stöngin lék í höndunum með sitt fjað- urmagnaða sveigjuþol. Stundum verða nú samt vonbrigðin ánægjunni yfirsterk- ari í bili, en því er bezt fyrir alla veiði- menn að gleynra. Til eru þó þeir atburðir frá þessum dögum, sem alltaf skjóta upp kollinum, og fyrir getur komið að þeir verði dálítið broslegir eftir á, þó annað sé efst í liuga meðan þeir gerast, og nú kom einmitt dálítið bros fram á varir Dúlla um leið og lrann segir: Heyrið þið strákar, ég hef víst aldrei sagt ykkur af minni eftirminnilegustu veiðiferð". „Nei, ætli það“, sögðu þá hinir í einu liljóði. „ Jæja, það er þá bezt að ég segi ykkur liana, en þið megið ekki taka fram í fyrir mér á meðan“. Því lofuðu þeir hátíðlega. „Ég var, eins og þið þekkið, léttur á mér til gangs þegar hugurinn var þrung- inn veiðivon, og kannske hefur þá stund- um kappið orðið forsjánni yfirsterkara, því ekki líkaði mér vel að aðrir yrðu á undan mér að veiðistöðunum, enda var ég oft fengsælli en félagar mínir á þeim árum, sem þessi saga gerðist. Við vorum fjórir saman og höfðum þriggja daga leyfi, en ekki man ég glöggt, hvað veiðin var orðin mikil annan dag- inn, þegar óhappið vildi til, en hitt er 28 VF.IÐIMADURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.