Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Page 42

Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Page 42
tilbúið og ekkert eftir nema koma sér a£ stað. Fékk ég mér góðan teig úr vasa- fleygnum, skálaði fyrir veiðigyðjunni og vonaði að hún yrði mér hliðholl í þess- ari ferð, eins og stundum áður. Eg labbaði nú lit á þjóðveginn og fylgdi honum nokkurn spöi og beygði síðan niður í móana. Nú fór ég að læð- ast, sjálfsagt að fara varlega, það borg- ar sig alltaf bezt, eða svo liefir mér reynst. Þegar að ánni kom fór ég strax að beita og beitti vel, stórum og feitum maðki. Það þurfti nokkuð langt kast til þess að ná á staðinn, sem ég hafði mesta trú á, en ég vildi helzt ekki fara að busla í ánni að óþörfu. Fyrsta kastið tókst vel, beitan kom niður á réttum stað, hún barst með straumnum í boga þangað til hún kom upp að bakkanum, sem ég stóð ;í, en talsvert neðar. Annað kastið fór eins — en í þriðja kastinu tók hann! Jú, það var ekki um að villast, hann var á. Nú fór um mig þessi dásamlega kennd, sem allir veiðimenn Jjekkja og verða varir við, Jregar fiskur er á. Nú l>yrjaði spenningur- inn \ ið að Jrreyt’ann. Þetta virtist vera sæmilegur fiskur, el'tir átökunum að dæma. Eg stritaði við að ná lionum úr hylnum sem fyrst, svo liann skyldi ekki styggja hina, ef einhverjir væru. Það gekk vel að þreyta hann. Hann stökk ekki nema einu sinni og J)á var ég búinn að þvæla honum nokkuð frá hylnum. Það tókst vel að landa. Þetta var ca. 10 pd. lax, nokkuð leginn. Hann hafði tekið illa, krekjan var föst í öðru kjaftvikinu. Eftir viðureignina hvíldi ég mig góða stund, vildi láta komast góða kyrrð á, áð- ur en næsta „törn“ byrjaði. Strax og ég byrjaði að kasta aftur var hann á í fvrsta 38 kasti. Svona hélt leikurinn, með stuttum hléum, áfram til kl. ca. 19,30 um kvöldið, þá liætti ég. Alltaf var fiskur á í fyrsta, öðru eða þriðja kasti. Ég var orðinn liarð- ánægður, lánið hafði leikið við mig. Þeg- ar ég hætti lágu 9 laxar á bakkanum, frá 5—12 pd. Flestir voru 8—10 pd. Ég fór nú að liyggja til lieimferðar, ekki gat ég bor- ið fiskinn með mér svo ég varð að fara heim að bænum og fá bíl. Þegar ég kom í hlaðið var sonur bóndans að leggja at stað á bílnum til áð vitja um mig. Hanu spurði um veiðina og ætlaði varla að trúa sögu minni, því hann sagði að þeir hefðu talið mjög litlar líkur til þess að nokkur veiði yrði. Við ókum af stað og eftir ör- litla stund bað ég hann að stanza. Hann spurði „til hvers“, en ég sagði að fiskur- inn væri hér beint fyrir neðan, við ána. „Já, þú varst heppinn að hitta mig, því annars liefði ég ekið beint frarn áð brú eða ennþá lengra fram í dal“. Þegar hann sá laxaröðina varð hann liiminlifandi og óskaði nrér til hamingju með veiðina. Allir voru Jressir laxar nokkuð legnir nerna tveir, en þeir voru þeir einu sem kokgleyptu, í hinum öllum var krókur- inn fastur í kjaftvikinu. Þetta hafði verið skemmtilegur dagur, mér fannst lrann líkastur deginum, er ég var á veið- um með einum félaga mínum, mjög góð- uin veiðimanni, og hann fékk þá tvo laxa í einu á sama færið. Hafði tvær ílugur á. En Jrað er nú önnur saga. Daginn eftir, sunnudag, fór sonur bóndans með mér. Við fengum tvo laxa. Hann fékk einn frarn við brú, en ég fékk minn á sama stað og daginn áður. Næsta dag setti ég í þann ,,stóra“, sem ég miissti. Það var nú karl í krapinu. Hann Vjíiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.