Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Side 52

Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Side 52
pum — pum — pum — barst margar mílur gegnum kyrrt loftið. Síðan gægðist rauð- gul sólarkringlan upp fyrir sjóndeildar- hringinn og á sömu stundu logaði öll lrlíðin í geislaflóði. Morgunsvali indverskra sumardaga varir skannna stund, og þegar sólin liækkaði á lofti stóð ég upp og fór að hugsa um morgunbaðið. Um leið og ég sneri mér við, Iteyrði ég hræðsluhljóð páhanans „tok — tok — tok! Ég gægð- ist út yfir veginn og sá þá, að fuglarnir, senr rétt áður höfðu verið að kroppa þarna í mestu makindum, þutu nú á harða spretti eftir hlíðinni og einn eða tveir hófu sig til flugs og flögruðu þung- lamalega burt. í sömu svifum mátti greina svarta þúst í grasinu fyrir neðan — það var vafalaust hýena, sem var kom- in á kreik úr náttbóli sínu. Ég fleygði vindlingnum, greip kíkinn og beindi honum á bröndótt bak dýrsins um leið og það hvarf inn í runna. Hálfri klukkustund síðar sat ég á kletti og beið færis, með byssu í liönd, en þótt felustaðirnir væru ekki ntargir á þessu litla svæði, var ekkert pardusdýr sjáan- legt mannlegum augum. Við rannsökuðum hvern krók og kima vandlega, hvað eftir annað, en urðuni einskis vísari. Dýrið hlýtur að hafa fund- ið eitthvert fylgsni, sent hvorki við né heimamenn þekktum. Langt hafði það samt ekki farið, því geit, sem skilin var eftir sem agn, var drepin og etin nóttina eftir. Enn var leitað, en árangurslaust. Næstu nótt lá ég á í kænlega gerðu skotmannsfylgsni og nýtt agn jarmaði mjög freistandi þar rétt hjá; en þótt ný spor dýrsins væru ótvíræð sönnun þess, að það væri enn að snuðra þarna í hlíð- inni, var öll ntín fyrirhöfn gersamlega unnin fyrir gýg. Þegar hér var komið sögu mundi ég allt í einu eftir kistunni, sem mér liafði ekki dottið í hug svo lengi. Ég hafði heitið sjálfum mér því bros- andi, að nota fyrsta tækifærið sem gæfist, til þess að prófa hinn dularfulla kraft liennar, og nú var það tækifæri komið. Að sönnu varð ég að gera tilraunina á pardusdýri, en mér þótti sennilegt að minni dýrin af kattaættinni myndu svara hinum undarlegu áhrifum, sem áttu áð streyma frá Jhápoo, á svipaðan hátt og stórvaxnari frændur þeirra. Tal- an — finnn khandis — var hér um bil fyllt, eftir því sem mér hafði skilist, og væru þær ótrúlegu bendingar, sem Mull- igatawny gamli bafði gefið mér, á ein- hverjum rökum reistar, gat ég ímyndað mér að einhver undur og stórmerki hlytu að gerast, þegar ég losnaði við ábyrgð mína og hinum þolinmóða íbúa kopar- spengdu kistunnar yrði, að heiti sínu efndu, kippt inn í sín eigin og Gónd- ættflokksins eilífu sæluheimkynni, af lagnandi fylkingu léttstígra og fótfrárra ijalla- og frumskógaanda. Framh. Hinn rétti andi. SÚ saga er sögð um prest einn, að hanu liafði svo gaman af fuglaskyttiríi, að sóknarbörnum liatis þótti þessi ntikli veiðiáhugi fara í bága við kenni- mannsstarfið. Þegar biskupinn kom í tiæstu yfirreið cr sagt að présturinn hafi leitað álits hans í ntál- inu og biskupinn svarað: „Ég tel nú að það mundi vera meir i anda postulanna, að þú breyttir til og færir að veiða vatnafiska". 48 Veiðimaðurin.n

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.