Fréttablaðið - 10.03.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.03.2023, Blaðsíða 2
Loksins komið að því Smámunasafninu í Eyja- fjarðarsveit, sem vakið hefur athygli á heimsvísu, er borgið að minnsta kosti næsta ára- tuginn – og þarf ekki einu sinni að borga leigu fyrir afnotin af gamla félagsheimil- inu Sólgarði. ser@frettabladid.is MENNING Hjónin Kolbrún Ingólfs- dóttir og Kristján Vilhelmsson, sem gjarnan eru kennd við sjávarútvegs- fyrirtækið Samherja, hafa keypt félagsheimilið Sólgarð í Eyjafjarðar- sveit, en það hefur hýst Smámuna- safn Sverris heitins Hermannssonar um árabil. Með kaupunum er framtíð safns- ins tryggð, en óvissa ríkti um afdrif þess eftir að stjórn sveitarfélagsins afréð að setja húsnæðið á sölu til að afla fjár í reksturinn, en það er meðal annars að reisa nýjan leik- skóla í Eyjafjarðarsveit sem kostar sitt. „Við fundum til okkar ábyrgðar sem íbúar í sveitinni,“ segir Krist- ján, en þau Kolbrún keyptu þar jörð fyrir hálfum öðrum áratug, norðan við kirkjuplássið Grund, þar sem heitir Hólshús, og hafa reist sér ein- býlishús á landinu. Sólgarður stendur í gamla Saur- bæjarhreppi, en eftir að hann sameinaðist Hrafnagilshreppi og Öngulsstaðahreppi, hinum fram- hreppunum í botni Eyjafjarðar og til varð Eyjafjarðarsveit, var nokkuð ljóst að tilvist félagsheimilisins í Sól- garði í sinni gamalkunnu mynd yrði tvísýn. „Sveitarfélagið hefur lengi viljað losa sig við þessa eign,“ segir Krist- ján, en fyrir vikið hafi margir óttast um örlög Smámunasafnsins – og ekki að ástæðulausu, því á tímabili var talað um að pakka því niður í gáma og koma fyrir á geymslusvæði. „Þetta er einstakt safn,“ minnir Kristján á – og það geta fleiri stað- fest, því það hefur raunar vakið heimsathygli. Skemmst er frá því að segja að leikkonan og leikstjór- inn Jodie Foster sótti safnið heim meðan tökur á þáttaröð hennar, True Detective, stóðu yfir í Eyjafirði. „Allt safnið sýnir í raun ævistarf þessa merka handverksmanns sem Sverrir smiður Hermannsson var, en hann vann lengst af við að gera upp gömul hús og henti, að sögn, engu sem hann handlék,“ segir Kristján. „Safnið verður áfram í forsjá sveitarfélagsins og eftir atvikum áhugasamra einstaklinga sem vilja leggja því lið,“ bendir Kristján á, en þau hjónin hafa afráðið að safnið fái að vera í húsinu, leigulaust, að minnsta kosti næsta áratuginn. „Svo er þarna íbúð sem verður áfram til útleigu og í hinum enda hússins hefur kvenfélagið í sveit- inni verið með afdrep – og það er engin ástæða til að breyta því,“ segir  Kristján Vilhelmsson sem segist að lokum, aðspurður, ekki hafa hugsað sér að verða húsvörður í Sólgarði þegar fram líða stundir. n Samherjahjónin til bjargar Smámunasafninu í Sólgarði Kolbrún Ingólfsdóttir og Kristján Vilhelmsson búa í Hólshúsum í Eyjafjarðar­ sveit og hafa nú keypt gamla félagsheimilið í sveitinni sinni. MYNDIR/AÐSEND Leikstjórinn og leikkonan Jodie Foster heimsótti Smámunasafnið fyrr á árinu og sést hér ásamt safn­ stýrunni Sigríði Rósu Sigurðardóttur. VEIÐIN FÖSTUDAGA KL. 20.00 Veiðimaðurinn Gunnar Bender býður landsmönnum í veiðiferð á Hringbraut. ragnarjon@frettabladid.is LÖGGÆSLA Til stendur að bæta við áttatíu nýjum stöðugildum innan lögreglunnar á Íslandi en þessar breytingar voru kynntar í gær á sameiginlegum upplýsingafundi dómsmálaráðuneytisins og lög- reglunnar. „Okkur líst mjög vel á þessar breytingar,“ segir Fjölnir Sæmunds- son, formaður Landssambands lög- reglumanna, en hann var viðstadd- ur upplýsingafundinn í gær. „Flest sem var sagt þarna var mjög í anda okkar stefnu og þess sem við höfum verið tala um undanfarna mánuði.“ Fjölnir segir það sérstaklega jákvætt að til standi að fjölga lög- reglumönnum á landsbyggðinni. „Þar sem lögreglumenn þurfa oft að vera einir á vakt og langt er á milli staða,“ segir hann. „Auðvitað fögn- um við allri viðbót við löggæslu.“ Til stendur að helmingi fleiri lög- reglumenn verði útskrifaðir úr lög- regluskólanum á næstu árum og bendir Fjölnir á að námið sé orðið sérhæfðara og betra. „Þetta er orðið mikið sérfræðistarf og fólk hefur í raun fjölbreytta starfsmöguleika innan lögreglunnar.“ n Fagna fjölgun lögregluþjóna Fjölnir Sæmunds­ son, formaður Landssambands lögreglumanna Opnað var á skíðasvæðinu í Bláfjöllum í gær eftir að lokað hafði verið í sextán daga. Snjó hafði verið verið blásið og ekið í brekkur. Einar Bjarnason, rekstrar­ stjóri svæðisins, sagði aðsóknina í gær hafa verið rólega eins og jafnan eftir langa lokun. Útlit sé fyrir að hægt verði að halda áfram opnu þótt skíðafólk þurfi að klæða af sér brunagadd. „Þetta lítur vel út næstu daga,“ sagði Einar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK mhj@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Streptókokkar og aðrar pestir herja á landsmenn um þessar mundir og segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmda- stjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, álagið á heilsugæslunni mikið. „Þetta hefur auðvitað áhrif á aðra starfsemi. Það er mikið álag á vaktþjónustunni,“ segir Sigríður og bætir við að ef álagið haldi áfram muni það hafa áhrif á bókaða tíma og hefðbundið eftirlit. „Við erum að hafa áhyggjur af því.“ Þrátt fyrir álagið hvetur hún alla með einkenni til að fara á heilsu- gæsluna. „Ef fólk er lasið, en það er ágætt að undirstrika að ef fólk er ekki lasið þá á það ekki koma.“ Spurð um hvort óvenju mikið sé af pestum nú í marsmánuði miðað við síðustu ár segir hún tilfinning- una vera þannig. „Ég er ekki með tölurnar á því en tilfinningin er sú. Það er náttúrulega enn þá bara brunagaddur. Okkur finnst ekkert lát vera á,“ segir Sigríður. n Fólk sem er ekki lasið mæti ekki á heilsugæslu segir framkvæmdastjóri Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmda­ stjóri lækninga á Heilsugæslu höfuðborgar­ svæðisins 2 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 10. MARS 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.