Fréttablaðið - 10.03.2023, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.03.2023, Blaðsíða 8
Það væri frábært ef almenn- ingur gæti séð þenn- an helli. Daníel Freyr Jónsson, hella­ sérfræðingur Umhverfis­ stofnunar Páskaeggin frá Nóa Síríus eru tilbúin. Það eru spennandi nýjungar í boði og egg sem hæfa öllum. Þau eru nefnilega allskonar, sæt stökk smá og stór en fyrst og fremst ómótstæðileg. Skoðaðu úrvalið, veldu og njóttu! N Ó I S Í R Í U S Veldu páskaegg frá Nóa sem passar þér! Einstæðar útfellingar koma í ljós í nýfundnum helli sem kveikja nýjar spurningar. Óvíst hvort almenningur fær að njóta nýjasta náttúru- fyrirbæris landsins. bth@frettabladid.is MÝVATNSSVEIT „Það var mjög gaman að ganga þarna um í þess- um nýfundna helli,“ segir Daníel Freyr Jónsson, hellasérfræðingur Umhverfisstofnunar, sem fór í gær í könnunarleiðangur niður í rangala neðanjarðar sem hefur verið kall- aður Jarðbaðshellir. Hellirinn liggur undir mann- virkjum Jarðbaðanna í Mývatns- sveit. Hann fannst fyrir tilviljun við framkvæmdavinnu fyrir rúmum tveimur vikum. Lengd hellisins er að minnsta kosti eitt hundrað metrar að sögn Daníels. Hann liggur djúpt og er sérstaða þessa magnaða náttúru- fyrirbæris að skýrast. Daníel segir að það sem hafi komið helst á óvart séu stórmerk- ar útfellingar inni í hellinum. Um ræði fyrirbrigði sem tengist áhrif- um jarðhita á svæðinu. „Flest bendir til að þessar útfell- ingar séu mjög merkilegar. Þær hafa sennilega fengið að dafna í friði, í vernduðu umhverfi þarna neðan- jarðar í þúsundir ára,“ segir Daníel. „Það kvikna alls konar spurning- ar við þessa skoðun, við þurfum að sjá hvernig útfellingarnar þola and- rúmsloftið,“ bætir Daníel við. Ein sviðsmynd er að sá hluti minja í hellinum sem þyki merki- legastur njóti sérstakrar verndar en almenningur gæti farið um aðra hluta hans að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. „Það væri frábært ef almenn- ingur gæti séð þennan helli,“ segir Daníel og hrósar rekstrarað- ilum Jarðbaðanna fyrir fumlaus og ábyrg viðbrögð. Að sögn Jóhanns Friðriks Krist- jánssonar landeiganda, sem fór um hellinn ásamt Daníel í gær, er hellirinn erfiður yfirferðar. Jóhann segir að hæðarmunurinn inni í hellinum hafi komið honum mest á óvart. „Þetta er ekki slétt gólf, svo mikið er víst,“ segir Jóhann. „En fallegt er þarna inni og opnar vonandi ýmsa möguleika í fyllingu tímans.“ n Merkar útfellingar Mikil lofthæð er þar sem hellirinn er hæstur. Hann er ógreiður yfirferðar og of snemmt að spá um framhaldið. MYNDIR/JÓHANN KRISTJÁNSSON Einstæðar útfellingar vekja athygli vísindamanna. 8 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 10. MARS 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.