Fréttablaðið - 10.03.2023, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.03.2023, Blaðsíða 20
Vinkonurnar Margrét Ríkharðsdóttir, mat- reiðslumeistari og einn af eigendum Duck & Rose, og Safa Jemai, athafnakona og frumkvöðull, eigandi að Mabrúka, tóku sig saman á dögunum og buðu vin- konum sínum í mat. Allir réttirnir voru ættaðir frá Túnis, heimalandi Söfu. sjofn@frettabladid.is Báðar eru þær Margrét og Safa miklir matgæðingar og vita fátt skemmtilegra en að töfra fram ljúffengar kræsingar fyrir vini og vandamenn og koma þeim á óvart með nýjum bragðtegundum. Þegar þær taka höndum saman í eld­ húsinu gerast töfrarnir. Kynni Söfu og Margrétar, sem jafnan er kölluð Magga, hófust þegar Safa hafði samband við hana til að kynna fyrir henni kryddin sín frá Túnis, en móðir Söfu vinnur kryddin og þurrkar í sólinni í Túnis. „Ég skammast mín smá fyrir það í dag en Safa var búin reyna að ná á mig símleiðis og ég hafði ekki gefið mér tíma til að tala við hana varðandi kryddin. Hún gafst þó ekki upp, kom við einn daginn og þá gat ég ekki annað en gefið henni tíma minn. Ég heillaðist algerlega af fallegri sögunni um kryddin og fannst magnað að vita til þess að ferlið frá bónda til mín er bein leið. Mamma Söfu vinnur kryddin og þurrkar í sólinni og svo er þeim pakkað og þau send beint hingað þar sem við fáum þau í hendurnar. Vá, bragðið af þessum kryddum, til að mynda er svarti piparinn sá besti sem þið hafið nokkurn tímann smakkað. Ég byrjaði strax að taka kryddin inn hjá okkur. Sítrónublandan og svarti piparinn eru enn í mestu uppáhaldi og túr­ merik. Við Safa héldum svo saman nýsköpunarviðburð hér á Duck & Rose. Frá okkar fyrstu kynnum urðum við strax góðar vinkonur og í dag þykir mér mjög vænt um Söfu og kryddin hennar frá Mabrúka og það sem fyrirtækið hennar stendur fyrir,“ segir Magga. Saknaði kryddanna í Túnis Vinkonurnar eru báðar miklir matgæðingar og haldnar matar­ ástríðu. „Matarástríða mín byrjaði í bernsku. Foreldrar mínir eru mikl­ ir sælkerar og það var mikið um góðan mat og veisluhöld á mínu heimili. Ég byrjaði svo ung að læra kokkinn, eða 16 ára, kláraði námið 2010 og síðan meistarann 2015. Ég starfa við það sem ég elska mest og hef ástríðu fyrir mínu starfi,“ segir Magga sem í dag er yfirkokkur og einn eigenda Duck & Rose og eldar þar sinn uppáhaldsmat alla daga. „Mest blómstrar ástríðan við að elda heima í ró og næði fyrir góða vini. Matur er auðvitað það sem gefur okkur orku inn í lífið og því er um að gera að hafa hann úr besta mögulega hráefni sem völ er á og bera hann fram fallegan og bragðgóðan,“ segir Magga. Safa segir matarástríðu sína hafa blómstrað í eldhúsinu hjá móður sinni í Túnis og sérstaklega áhugann á kryddunum sem móðir hennar gerði. „Þegar ég kom til Íslands og kynntist íslensku hráefni og matargerð fann ég að stundum vantaði aðeins meira bragð. Þá var raunin sú að ég saknaði krydd­ anna frá mömmu, svo í stuttu máli ákvað ég að flytja þau hingað, stofnaði fyrirtækið Mabrúka og vá, hvað það var góð tilfinning að geta látið drauminn rætast og koma með kryddin til Íslands,“ segir Safa með bros á vör. Vinkonurnar hefur lengi langað til að elda saman og bjóða nokkrum vel völdum konum að njóta með sér og létu verða af því á dögunum. „Okkur hefur lengi langað til prófa að elda saman, nota kryddin og bjóða fleirum að njóta. Við buðum báðar nokkrum góðum konum sem tengjast sumar á ein­ hvern hátt og aðrar ekkert. Ég var til dæmis að hitta tvær dásam­ legar konur í fyrsta skipti þetta kvöldið en matarboð eins og þetta er kjörið tækifæri til þess að tengja saman flottar konur,“ segir Magga. Þema matarboðsins var afrískir réttir. „Þetta voru norður­afrískir réttir sem ég er vön að fá á mínu heimili í Túnis og hef eldað með fjölskyldu minni,“ segir Safa. Uppskriftir frá mömmu Söfu Flesta réttina var Magga að elda fyrsta skipti. „Ég hafði einungis eldað einn af réttunum sem við buðum upp á áður en það var grillaða salatið sem við vorum með útgáfu af þegar við Safa vorum með pop­up viðburð á Duck & Rose í tengslum við Nýsköpunarvikuna. Fyrir mér var þetta stór áskorun en við fengum góðar uppskriftir frá móður Söfu og ég góða leiðsögn frá henni í því sem við vorum að gera,“ segir Magga. Mabrúka fagnar eins árs afmæli í mars og þá ætlar Safa að kynna til leiks nýja vöru en stelpurnar fengu að njóta þess að vera fyrstar til þess að prófa í boðinu. „Ég er alvarlega að íhuga hvort sakshuka þurfi ekki að komast á bröns­seðilinn á Duck & Rose þar sem hann orðinn einn af mínum uppáhalds og sló í gegn í matarboð­ inu. Ég er viss um að þessi réttur eigi eftir að gleðja marga,“ segir Magga. Safa og Magga deila með les­ endum uppskriftum að nokkrum réttum sem þær buðu upp á í boðinu en alls voru níu réttir í heildina. Shaksukha fyrir 4 2-4 stk. tómatar, gróft skornir 2 stk. rauð paprika, gróft skorin 1 stk. laukur, gróft skorinn 2 stk. chili, fínt skorið 4 hvítlauksgeirar, smátt skornir 1 dós tómatar Salt og svartur pipar frá Mabrúka eftir smekk 1 tsk. chili-flögur 1 tsk. harissa Smá steinselja/kóríander til þess að skreyta 6-8 stk. egg Byrjið á að hita stóra pönnu með góðri ólífuolíu á. Setjið allt græn­ metið á pönnuna og steikið við miðlungshita. Þegar grænmetið er farið að mýkjast bætið við tóm­ ötum í dós og kryddið svo til. Þegar þið eruð sátt við bragðið brjótið þá eggin yfir. Gott er að setja lok yfir pönnuna, þá hjálpar gufan til við að elda eggin hraðar. Þegar eggin eru klár er gott að setja smá steinselju og eða kóríander yfir. Flatbrauð með zatar fyrir 4 500 g semolina-hveiti 250 g hveiti ½ tsk. ger 1 tsk. salt 500 ml vatn Þegar verið að steikja flatbrauðið: Ólífuolía Salt Zatar frá Mabrúka Blandið saman þurrefnum í hræri vélar skál. Blandið saman og bætið svo vatninu varlega saman við þar til deigið er frekar klístrað. Leyfið skálinni með deiginu að standa örlítið svo deigið geti tekið sig, um það bil 30 mínútur. Byrjið svo að hnoða og skipta deiginu í jafnar kúlur. Deigið er svo flatt út og steikt jafnóðum á miðlungshita upp úr ólífuolíu og kryddað til með salti og zatar. Grillað salat með túnfisk og ólífum 1 stk. rauð paprika 1 stk. græn paprika 1 stk. laukur 1 stk. hvítlaukur eða 6 hvítlauksgeirar 3 stk. tómatar Salt og pipar frá Mabrúka Cumin Túnfisksteik, má líka nota eldaðan úr búð, mælum þá með tún- fiskinum frá Olifia Ólífur Töfruðu fram afríska rétti í vinkonuboði Margrét og Safa töfruðu fram afríska rétti í vinkonuboðið sem slógu í gegn. Þema kvöldsins voru kryddin frá Túnis – Mabrúka fyrirtækinu hennar Söfu. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Shaksukha rétturinn er hinn girnilegasti og sló í gegn á afríska hlaðborðinu. Flatbrauðin eru toppuð með zatar kryddi sem kitlar bragðlaukana og passar ein- staklega vel með afrískum réttum. Undursamlegt grillaða salatið með túnfisksteikinni og ólífunum. Grænmetið er sett í ofnskúffu með ólífuolíu og bakað á 180°C í um það bil 20­30 mínútur eða þar til húðin er farin að dekkjast og skinnið farið að losna frá/líka hægt að grilla á háum hita. Þegar grænmetið er klárt er því leyft að kólna aðeins. Svo er húðin tekin af og grænmetið allt skorið í smá bita. Gott er að skera það í sigti til þess að leyfa vökvanum að leka af. Þegar allt grænmetið er klárt er það kryddað til með salti, pipar, cumin og smá ólífuolíu. Salatið er sett á fallegt fat eða í skál. Túnfiskurinn er steiktur við meðal hita þar til hann er eldaður í gegn. Svo má brjóta hann yfir sal­ atið eða brjóta eldaða túnfiskinn yfir salatið. n 8 kynningarblað A L LT 10. mars 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.