Fréttablaðið - 10.03.2023, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 10.03.2023, Blaðsíða 9
Nú um helgina verður fyrstu þrívíddarprentuðu eldflaug- inni skotið á loft frá Canave- ral-höfða í Flórída. Fari allt samkvæmt áætlun er talið að eldflaugin gæti umturnað smíði og hagkvæmni eld- flauga í framtíðinni. helgisteinar@frettabladid.is BANDARÍKIN Fyrr í vikunni, þann 8. mars, sat eldflaug á skotpalli við Canaveral-höfða tilbúin að brjóta blað í sögunni með því að vera fyrsta þrívíddarprentaða eldflaugin til að taka á loft. Eldflaugin er 33 metrar á hæð og 85 prósent af henni voru smíðuð með þvívíddartækni. Þegar aðeins mínúta var til f lug- taks þurfti að aflýsa geimskotinu sökum tæknilegra erfiðleika. Ný dagsetning var hins vegar ákveðin og mun þessi sögulega eldf laug koma til með að rjúfa gufuhvolfið á morgun, laugardaginn 11. mars, klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Það var bandaríska fyrirtækið Relativity Space sem smíðaði þessa eldflaug sem ber nafnið Terran 1. Ef geimskotið á morgun fer samkvæmt áætlun verður vonandi hægt að taka næsta skref sem verður að undirbúa Terran R eldflaugina fyrir geimskot árið 2024. Sú eldflaug verður tvöfalt stærri og mun hafa 20 tonna burðargetu. Þar að auki verður eldflaugin sjálf endurnýjanleg og tekur ekki nema tvo mánuði að smíða hana. Fari f lugtakið samkvæmt áætlun verður Terran 1 einnig fyrsta eld- f laugin sem kemst á sporbaug jarðar á metangasi en hreyf lar eldflaugarinnar eru knúnir áfram með blöndu af metani og f ljótandi súrefni. Metan er talið vera mun hagkvæmari kostur en steinolía þar sem það er bæði ódýrara og húðar ekki hreyf lana með leifum á sama hátt og steinolía. Það þýðir að þessi endurnýjanlega eldf laug mun ekki þurfa jafn mikið viðhald á milli geimskota. Hægt verður að fylgjast með geimskotinu á Terran 1 í beinu streymi frá Canaveral-höfða á heimasíðu Relativity Space. n Eldflaugar framtíðarinnar prentaðar í þrívídd Þrepin þrjú Eldflaugahreyflar miðast yfir- leitt við mismunandi „þrep“ við flugtak. Fyrsta þrepið er geimskotið sjálft þegar aðalhreyflarnir eru að koma eldflauginni af jörðu. Þeir losna svo af þegar eldsneytið klárast eftir nokkrar mínútur og falla til jarðar. Annað þrepið knýr svo eldflaugina út í geim og seinasta þrepið er hreyfillinn sem kemur geimfarinu á áfangastað. Árið 2024 verður sannkallað geimár, en Artemis 2 mun einnig fljúga eftir sporbaug tunglsins. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA © GRAPHIC NEWSHeimildir: Space.com, Relativity Space Myndir: Relativity Space 11. mars 2023: Fyrsta tilrauna­ug með engum farmi. Verður skotið á lo‡ frá Canaveral-höfða Farmur 1.250 kg burðargeta 2. þrep Milliþrep AeonVac- hrey‘ll Fljótandi súrefni Fljótandi jarðgas 1. þrep Fljótandi súrefni Fljótandi jarðgas 9 x Aeon 1 hrey­ar 7 x Aeon R hrey­ar 33 m 66 mTerran 1 Terran R Stórsniða Stargate þrívíddar-málmprentari Farmur 20 tonna burðargeta 2. þrep 1. þrep *9 5 pr ós en t m et an Næsta skref: Terran R – stærri, endurnýjanleg eld­aug – verður skotið út í geim árið 2024 Los Angeles Canaveral-höfði Sama vél og Terran 1 Minnst 85% eld­augarinnar eru prentuð með þrívíddartækni, þar með talið hrey­arnir. Þrívíddarsmíði á eld­aug tekur 2 mánuði – hefðbundnar aðferðir taka 24 mánuði. Núverandi suðutækni notuð til að bræða málmvír og er honum svo raðað nákvæmlega í rörform. Vélmenni Terran 1 er fyrsta eld­aug sinnar tegundar sem prentuð er með þrívíddartækni og eru vonir bundnar við að slíkar eld­augar verði algengar í geimferðum framtíðarinnar. Fyrsta þrívíddarprentaða eld­aug heims Fundarboð Kviku banka hf. Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi mál: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár. 2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2022 og ákvörðun um meðferð hagnaðar félagsins á reikningsárinu. Stjórn Kviku leggur til að greiddur verði út arður til hluthafa bankans sem nemi kr. 0,4 á hlut sem jafngildir kr. 1.912.410.328, að teknu tilliti til eigin hluta. 3. Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hlutabréf. 4. Tillaga um lækkun hlutafjár með ógildingu eigin hluta og samsvarandi breytingu á samþykktum félagsins. 5. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins. 6. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins. 7. Kosning stjórnar og varastjórnar félagsins. 8. Kosning endurskoðenda félagsins. 9. Ákvörðun þóknunar til stjórnarmanna og nefndarmanna í undirnefndum stjórnar félagsins. 10. Önnur mál. Meginefni tillögu stjórnar um breytingar á samþykktum: Stjórn félagsins leggur til að hlutafé félagsins verði lækkað um 147.871.265 kr. að nafnvirði með ógildingu jafn margra eigin hluta sem keyptir voru samkvæmt formlegri endurkaupaáætlun á árinu 2022. Óskað verður eftir samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (FME) fyrir lækkun hlutafjárins með ógildingu á eigin hlutum í samræmi við ákvæði laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Verði tillagan samþykkt, og heimild veitt af hálfu Aðalfundur Kviku banka hf., kt. 540502-2930 („Kvika“), verður haldinn fimmtudaginn 30. mars 2023, kl. 16:00, á Grand Hótel, Háteigi, Sigtúni 28, 105 Reykjavík. til aðalfundar 30. mars 2023 FME, lækkar hlutafé bankans úr 4.928.896.981 kr. í 4.781.025.716 kr. að nafnvirði. Auk þeirrar breytingar á samþykktum sem felst í tillögu stjórnar um lækkun hlutafjár leggur stjórn til að bætt verði við aðra málsgrein greinar 3.5 samþykktanna að til aðalfundar félagsins skuli boða minnst þremur vikum fyrir fund og lengst sex vikum fyrir fund. Þá leggur stjórn Kviku til að tilkynna skuli með minnst fimm daga fyrirvara um þátttöku á hluthafafundi í samræmi við nýtt ákvæði 5. mgr. 80. gr. laga um hlutafélög. Loks er lagt til að fellt verði niður bráðabirgðaákvæði I, II og IV ásamt því að breyta númerum bráðabirgðaákvæðis III í I og bráðabirgðaákvæðis V í II. Aðrar upplýsingar: Fundarstörf fara fram á íslensku. Fundargögn eru aðgengileg á heimasíðu félagsins á íslensku og ensku utan þess að ársreikningur félagsins er eingöngu aðgengilegur á ensku. Dagskrá, endanlegar tillögur, starfskjarastefna, ársreikningur félagsins og önnur fundargögn munu liggja frammi á skrifstofu félagsins að Katrínartúni 2, Reykjavík, hluthöfum til sýnis í 21 dag fyrir aðalfund. Umrædd gögn, ásamt upplýsingum um frambjóðendur til stjórnar, eru einnig birt á heimasíðu félagsins, www.kvika.is/ fjarfestaupplysingar/hluthafafundir/. Boðið verður upp á fullgilda rafræna þátttöku á fundinum án þess að hluthafar séu viðstaddir á fundarstað í gegnum fundarkerfið Lumi AGM. Hægt verður að fylgjast með fundinum í gegnum vefstreymi auk þess sem hluthafar munu kjósa rafrænt og geta borið upp skriflegar spurningar í gegnum Lumi AGM. Rafræn þátttaka jafngildir mætingu á fundinn og veitir rétt til þátttöku á honum að öðru leyti. Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, eru beðnir um að skrá sig á vefsíðunni www.lumiconnect.com eigi síðar en kl. 16.00 þann 29. mars, eða degi fyrir fundardag. Með innskráningu þarf að fylgja mynd af gildum skilríkjum og umboð, ef við á. Atkvæðagreiðsla á fundinum mun alfarið fara fram í gegnum Lumi AGM, hvort sem hluthafar mæta til fundarins á Grand Hótel eða taka þátt á rafrænan hátt. Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á fundinum ef hann sendir um það skrif- lega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar á heimilisfang félagsins eða á netfangið hluthafar@kvika.is. Þeir hluthafar sem óska eftir því að fá tiltekið mál tekið til meðferðar á aðalfundinum skulu senda beiðni um slíkt eigi síðar en tíu sólarhringum fyrir boðaðan aðalfund, eða í síðasta lagi fyrir kl. 16:00 þann 20. mars 2023. Slíkri ósk skulu fylgja drög að ályktun fundarins ef við á. Hluthafar geta einnig lagt fram spurningar fyrir aðalfund með því að senda erindi á framangreint netfang eða bera þær upp á aðalfundinum sjálfum. Þeim sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn ber að tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar, þ.e. fyrir kl. 16:00 laugardaginn 25. mars 2023. Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal geta nafns frambjóðanda, kennitölu, heimilisfangs, menntunar, upplýsinga um aðalstarf og starfsferil, hvenær viðkomandi tók fyrst sæti í stjórn félagsins ef við á, önnur trúnaðarstörf (t.a.m. stjórnarstörf í öðrum félögum) og hlutafjáreign í félaginu, beint eða í gegnum tengda aðila. Þá skal upplýsa um önnur tengsl við félagið og hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga, einir eða í samstarfi við aðra, meira en 10% hlut í félaginu. Þeir einir eru kjörgengir til setu í stjórn félagsins sem þannig hafa gefið kost á sér. Krafa um hlutfallskosningu eða margfeldiskosningu, sbr. 7. mgr. 63. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995, skal hafa borist stjórn félagsins minnst fimm dögum fyrir aðalfundinn, þ.e. fyrir kl. 16:00 laugardaginn 25. mars 2022. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar munu liggja frammi, hluthöfum til sýnis, á skrifstofu félagsins sem og á heimasíðu félagsins, eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfundinn, sbr. 63. gr. a. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Framboðsform til stjórnarsetu er aðgengilegt á vefsíðu félagsins. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað, óháð fundarsókn. Aðilar sem eru skráðir hluthafar í hlutaskrá félagsins þegar aðalfundur fer fram geta beitt réttindum sínum á aðalfundinum. Hluthafar geta látið umboðsmann sækja fundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt og dagsett umboð, en form að umboði er aðgengilegt á vefsíðu félagsins. Fundarboð þetta, upplýsingar um heildarfjölda hluta og atkvæða á fundarboðsdegi, dagskrá, tillögur stjórnar til hluthafafundar og önnur fundargögn ásamt umboðsformum verða aðgengileg á vefsíðu félagsins. Sé misræmi milli fundargagna á íslensku og ensku gildir íslenska útgáfan. Stjórn Kviku banka hf. FRÉTTABLAÐIÐ FRÉTTIR 910. MARS 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.