Fréttablaðið - 10.03.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.03.2023, Blaðsíða 6
Kaffirisinn hyggur einnig á uppbyggingu í Mið-Austurlöndum. Það er óljósara hver ber ábyrgð á svæð- unum. Kristín Kröyer, sérfræðingur hjá Umhverfis- stofnunAðalfundur Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn að Skarfagörðum 4, Reykjavík, föstudaginn 24. mars 2023 og hefst klukkan 16:00. Á dagskrá fundarins verður: Stjórn Hampiðjunnar hf. Dagskrá, endanlegar tillögur ásamt ársreikningi félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, tveimur vikum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en 10 dögum fyrir aðalfund. Hver hluthafi í félaginu á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar ef framangreind skilyrði eru uppfyllt. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega eða með rafrænum hætti og þannig að dagsetning komi fram. 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina árið 2022. 2. Staðfesting ársreiknings og ráðstöfun hagnaðar reikningsársins 2022. 3. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og undirnefnda stjórnar. 4. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu félagsins. 5. Kosning stjórnar félagsins. 6. Kosning endurskoðunarfélags. 7. Tillögur félagsstjórnar um breytingar á samþykktum félagsins. 8. Önnur mál, löglega upp borin. Þrátt fyrir að langflest tilfelli mengaðs jarðvegs séu miltis- brandsgrafir tekur íslensk löggjöf ekki nema að litlu leyti tillit til hættunnar sem stafar af sýklinum. Ábyrgð landeigenda er óljós. kristinnhaukur@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Íslensk lög og reglur taka ekki nema að litlu leyti tillit til hættunnar sem stafar af miltis- brandi. Samkvæmt reglugerð ber hinu opinbera að halda skrá utan um þekkta staði en ábyrgð land- eigenda og verktaka er óljós ef miltisbrandur losnar úr læðingi og smitast í fólk. Kristín Kröyer, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir stofnunina halda utan um gögn um staðsetn- ingar mengaðs jarðvegs og halda úti kortasjá þar sem almenningur geti séð þær. Langflestar staðsetn- ingarnar í kortasjánni vísa á miltis- brandsgrafir, annaðhvort grafir sýktra dýra eða manna, eða um 160 um allt land. Þar af f leiri en tíu á höfuðborgarsvæðinu. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku hefur dýralæknirinn Sigurður Sigurðarson safnað saman upplýsingum, skrásett, ferðast um landið og merkt miltisbrandsgrafir að eigin frumkvæði og á eigin kostn- að. Hann bendir á að sumar stað- setningarnar séu ekki nákvæmlega þekktar og öruggt sé að grafirnar séu fleiri. Sé ekki brugðist skjótt við getur sýkillinn drepið fólk á örfáum dögum ef dvalargró hans koma upp á yfirborðið. Vera Einarsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Vinnueftirlitsins, segir að stofnuninni sé ekki kunnugt um hvort jarðvegsverktakar séu með- vitaðir um sýkilinn sem veldur miltisbrandi. Vinnueftirlitið veiti enga fræðslu um sjúkdóminn. „Það fellur í hlut heilbrigðis- eftirlits sveitarfélaganna að sjá um mengunareftirlit ásamt því að vera með umhverfiseftirlit og vakta umhverfi okkar,“ segir Vera. Verk- takar ættu að geta leitað til þeirra eftir upplýsingum um einstök svæði. Spurð um ábyrgð ef starfsmaður skyldi sýkjast segir Vera að það falli í hlut Sjúkratrygginga Íslands að meta hvort sjúkdómur starfs- fólks teljist viðurkenndur atvinnu- sjúkdómur. „Enn fremur verður að ætla að það fari eftir almennum reglum skaðabótaréttar um sök hvort atvinnurekandi geti talist bera ábyrgð á afleiðingum veikinda starfsfólks síns,“ segir hún. Í nýjum drögum að reglugerð um atvinnusjúkdóma er miltisbrand ekki að finna á lista. Samkvæmt Kristínu tekur reglu- gerð um mengaðan jarðveg, frá árinu 2020, einungis á upplýsinga- gjöf og skipulagsvinnu. Sveitar- félögum beri að taka mið af gagna- grunni Umhverfisstofnunar við deiliskipulagsgerð svo að ekki séu framkvæmdir ofan á eða of nálægt gröfunum. „Það er óljósara hver ber ábyrgð á svæðunum,“ segir hún spurð um ábyrgð landeigenda. Það er hvort þeim beri að upplýsa til dæmis kaupendur að jörð sinni eða verk- taka sem á henni starfa um miltis- brandsgrafir. Umhverfisstofnun sé sjálf ekki í beinu sambandi við landeigendur. Kristín segir að það eigi eftir að reyna á reglugerðina. Hún gerir ráð fyrir því að það sé skipulagsfulltrúa sveitarfélaganna að koma upplýsingum um miltis- brand til verktaka. Mestallar upplýsingarnar sem stofnunin hefur koma frá Sigurði Sigurðarsyni, en einstaka ábending- ar um grafir hafa borist í tengslum við skipulagsvinnu sveitarfélaga. „Það eru gríðarleg verðmæti í þess- ari skrá Sigurðar,“ segir Kristín. n Óljóst hver ber ábyrgð komi upp miltisbrandssmit Miltisbrandur kom upp á yfirborðið árið 2004 í Vogum og drap þrjú hross. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI kristinnhaukur@frettabladid.is NEYTENDUR Sigurður Helgi Helga- son, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir mikinn vilja hjá ríkinu til að ná samningum við sérgreina- lækna og að virkt samtal sé í gangi. Nýlega hafi tveir fundir farið fram og sá þriðji sé skipulagður í næstu viku. „Við lítum svo á að það sé alvöru samtal í gangi. Það er ekki verið að viðhalda þessu ástandi til að spara peninga,“ segir Sigurður. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, að Sjúkratrygg- ingum og Læknafélagi Reykjavíkur liggi ekki á að semja. Hægt sé að sækja peninga beint úr vasa sjúkl- inga í formi komugjalda. Aðspurður hvar hnífurinn hafi staðið í kúnni og orsakað fjögurra ára samningsleysi segir Sigurður það ekki eitt atriði heldur mörg. Samningurinn sé stór og f lókinn og gjaldskráin sömuleiðis. Ekki sé hægt að uppfæra upphæðir núver- andi endurgreiðslusamnings út frá vísitölu án þess að endurskoða allan samninginn. „Sá valkostur er ekki fyrir hendi,“ segir Sigurður. „Tryggja verður að breytingar á verði og efni samning- anna fari saman.“ Ein stærsta hindrunin er form samnings. Sigurður segir óskir uppi um að breyta því til að finna leiðir til að stýra heildarkostnaðinum betur. „Ekki hafa fundist leiðir til að gera það,“ segir hann. Aðspurður segist Sigurður þó bjartsýnn á að málið leysist á þessu ári því samtalið sé gott. n Samningsleysið ekki til að spara Sigurður Helgi Helgason, for- stjóri Sjúkra- trygginga Íslands helgisteinar@frettabladid.is BRETLAND Bandaríski kaffirisinn Starbucks áætlar að opna í kringum 100 ný útibú í Bretlandi á þessu ári. Samhliða þessari ákvörðun hefur fyrirtækið fjárfest milljónir sterl- ingspunda í að gera upp núverandi veitingastaði sína um allar Bret- landseyjar. Ákvörðunin kemur mörgum á óvart því rekstur fyrirtækisins fékk stóran skell í heimsfaraldrinum og fyrir rúmu ári reyndi Starbucks meðal annars að selja öll útibú sín í Bretlandi. Starbucks var fyrst opnað í Bret- landi árið 1998 en rekur þar í dag um þúsund útibú. Fyrirtækið hefur einnig tilkynnt að það hyggist opna um 300 útibú í Evrópu, Afríku og Mið-Austurlöndum. Erfiðar efnahagsaðstæður hafa einnig verið í Bretlandi og þurfa mörg fyrirtæki innan veitinga- geirans einnig að glíma við skort á vörubílstjórum og hækkandi orku- verð. n Starbucks í sókn í Bretlandi eftir skell Starbucks hóf fyrst innreið sína á breskan markað árið 1998. gar@frettabladid.is SVÍÞJÓÐ Karlmanni sem rætt var við í sjónvarpsþættinum Uppdrag granskning í sænska sjónvarpinu í gær reiknast til að hann eigi í dag 25 börn, 23 þeirra sem fæðst hafi eftir að hann gaf konum sæði. Sjálfur eigi hann tvö börn heima. „Ég set mörkin við eitt barn á hvert sveitarfélag,“ sagði maðurinn sem er 45 ára gamall og fer um og gefur konum sæði fram hjá heil- brigðiskerfinu. Hann er sagður hafa byrjað að gefa sæði til einkastofu á Stokkhólmsvæðinu árið 2016. Fljót- lega hafi hann farið að hafa sam- band beint við konur. „Sú tilfinning að vita að maður hefur hjálpað til við að koma barni í heiminn er töfrum líkust,“ sagði maðurinn sem ræddi við þáttar- gerðarfólkið en vildi þó ekki koma fram undir nafni. Annar maður sem tekinn var tali við vinnslu þáttarins sagðist sem sæðisgjafi eiga hundruð barna víðs vegar um heiminn. n Setur mörk við eitt barn á sveitarfélag 6 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 10. MARS 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.