Fréttablaðið - 10.03.2023, Blaðsíða 13
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
FÖSTUDAGUR 10. mars 2023
Barnastundin er ávallt notaleg og
hver veit nema Maxímús Músíkmús
mundi skottið. MYND/AÐSEND
jme@frettabladid.is
Barnastund Sinfóníunnar verður
haldin á morgun, laugardaginn
11. mars, og hefst klukkan 11.30
í Flóa í Hörpu. Barnastundar
Sinfóníunnar er ávallt beðið með
mikilli eftirvæntingu, hvort sem er
hjá yngstu kynslóðinni, foreldrum
hennar eða öðru venslafólki. Enda
er hér um að ræða einstaklega
skemmtilega leið til að kynna
töfraheima tónlistarinnar fyrir
tónelskum og síforvitnum ung-
mennum.
Á Barnastundum Sinfóníu-
hljómsveitarinnar er áhersla lögð
á notalegheit og nánd við hljóm-
sveitina þar sem létt og leikandi
tónlist er flutt fyrir allra yngstu
hlustendurna og foreldra þeirra
eða jafnvel ömmur og afa. Barna-
stundirnar njóta ávallt mikilla
vinsælda og eru sannkallaðar
gæðastundir fjölskyldunnar og
góður upptaktur að ljúfum degi.
Vorið í algleymingi
Á Barnastundinni á morgun
kynnir trúðurinn Páka, leikinn
af Níels Thibaud Girerd, fallegar
vorperlur og klassíska gimsteina
þar sem fuglar og ævintýri eru í
forgrunni. Dagskráin er um það
bil hálftíma löng og er skemmtileg
samverustund fyrir yngstu börnin
og aðra gesti. Hljómsveitarstjóri að
þessu sinn er Nathanaël Iselin og
Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað
syngur einsöng.
Aðgangur er ókeypis og allir vel-
komnir á meðan húsrúm leyfir. n
Fuglar og falleg
ævintýri í Hörpu
Í fátækrahverfinu býr fólk við
alveg ólýsanlegar aðstæður
Í miðju fátækrahverfi í Naíróbí er rekinn 300 barna skóli fyrir íslenskt söfnunarfé. Nokkrir
góðhjartaðir aðilar í hverfinu komu skólanum á fót undir forystu Lucy Amolo Odipo.
Vegna þessa framtaks hefur fjöldi barna í viðkvæmri stöðu fengið tækifæri til menntunar. 2
Alla daga
gegn kulda og sól
Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup
www.celsus.is
Þær Brynhildur Jónsdóttir og Dóra Kristín Briem reka Vini Little Bees, Samtök sem styðja bláfátæk börn í skólanum Little Bees. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR