Fréttablaðið - 10.03.2023, Blaðsíða 28
Við vorum
uppi á
jökli, á
öræfum
eða þá að
leika í
senum sem
voru svo
erfiðar.
Maður var
úrvinda
eftir hvern
dag en
glaður. Í
sigurvímu.
Volaða land er þriðja sam-
starfsverkefni Hlyns Pálma-
sonar og Ingvars E. Sigurðs-
sonar sem leikur 19. aldar
mann sem er í miklum innri
átökum þrátt fyrir, eða ef til
vill vegna þess, að hann er
hertur í óblíðri náttúru volaðs
lands sem engu eirir.
toti@frettabladid.is
Kvikmyndin Volaða land, eftir leik-
stjórann og handritshöfundinn
Hlyn Pálmason, er loksins komin
í kvikmyndahús á Íslandi eftir að
hafa farið víða og gert mikla lukku
síðan hún var heimsfumsýnd í
flokknum Un Certain Regard á kvik-
myndahátíðinni í Cannes í fyrra.
„Þeir sem eru komnir á bragðið
eru bara æstir í að sjá næstu mynd
eftir Hlyn Pálmason þannig að það
eru margir búnir að bíða eftir þess-
ari mynd og loksins er hún komin,“
segir Ingvar E. Sigurðsson sem leikur
annað aðalhlutverkanna í Volaða
landi á móti danska leikaranum
Elliott Crosset Hove.
Volaða land, eða Vanskabte land á
dönsku, hefur gert stormandi lukku
víða um lönd en er nú loks frumsýnd
á seigdrepandi sögusviðinu, guðsvol-
uðu Íslandi undir lok 19. aldar.
Myndin sópaði nú síðast til sín
Edduverðlaunatilnef ning um í
flestum lykilflokkum og hefur verið
tilnefnd til Norrænu og Evrópsku
kvikmyndaverðlaunanna. Þá hefur
hún þegar unnið til verðlauna á
hátíðum og Ingvar til dæmis verið
valinn besti leikarinn á kvikmynda-
hátíðinni Cine de Gáldar á Spáni.
Sérsniðin persónusköpun
„Þetta er þriðja verkefnið sem ég
vinn svona með honum,“ segir
Ingvar um Hlyn sem leikstýrði
honum fyrst 2012 í stuttmyndinni
En Maler og síðan í Hvítur, hvítur
dagur 2019. „Vinnan byrjar bara
í rauninni strax þegar hann er að
skrifa handritið,“ heldur Ingvar
áfram.
„Hann lætur mann vita hvað
hann er að hugsa þannig að í okkar
tilfelli er ekki eins og ég sé ráðinn í
hlutverkið eftir að handritið er til-
búið,“ segir Ingvar sem leikur leið-
sögumanninn Ragnar sem tekur
að sér að drösla ungum, dönskum
presti yfir Ísland þvert og endilangt
í ferðalagi sem reynir verulega á
andleg og líkamleg þolrif beggja.
Hlutverk prestsins er einnig
skrifað sérstaklega með Elliott í
huga en Hlynur stillti leikurunum
fyrst upp sem andstæðingum í
En Maler og herðir enn og dýpkar
átökin milli persónanna sem hann
skrifaði fyrir þá í Volaða landi.
Átök á vinafundi
„Já, já. Það var mikill núningur í En
Maler líka. Átök milli feðga. Föður
og sonar sem þekkjast ekki mikið.
En við Elliott höfum bara verið vinir
síðan við unnum í En Maler. Þótt ég
sé miklu eldri en hann þá lít ég bara
á hann sem jafningja og félaga,”
segir Ingvar.
„Við vorum báðir búnir að lesa
handritið margoft. Hann í Dan-
mörku og ég hérna heima,“ heldur
Ingvar áfram og bætir við að Volaða
land sé þess eðlis að við lesturinn
hafi hann óhjákvæmilega leitt
hugann ítrekað að því hvernig ætti
eiginlega að vinna úr því.
„Þú veist. Hvernig verður þetta?
Þetta er svo brútal. Síðan þegar
hann og tökuliðið frá Danmörku
komu hingað þá varð maður nán-
ast bara viðkvæmur vegna þess að
þá fann ég að maður væri ekkert að
fara að gera þetta einn. Við værum
hérna saman. Þannig að það var
alveg æðislegt,“ segir Ingvar og lætur
f ljóta með að ekki hafi spillt fyrir
að leikararnir hafi verið með sam-
liggjandi íbúðir á Höfn í Hornafirði.
„Þannig að við gátum leitað hvor
til annars og mér finnst það alveg
rosalega mikilvægt. Þótt það sé
núningur milli karakteranna þá er
svo gott að geta leitað til hvor ann-
ars, sem leikara og vinar.
Og það átti við okkur báða. Ég
segi ekki að við höfum grátið á öxl-
inni á hvor öðrum en það var þessi
stuðningur sem er svo mikilvægur.“
Alltaf sama músíkin
Ingvar segir að þótt persóna hans í
myndinni sé maður annarrar aldar
hafi hann í raun ekki þurft að leita
svo langt aftur því sammannlegi
kjarninn standist tímans tönn og
breytist lítið.
Puð og sigurvíma
í guðsvoluðu landi
Elliott Crosset
Hove leikur
prestinn unga
sem ólmur vill
kynnast landi og
þjóð og dröslar
því ljósmynda
græjum með sér
yfir íslenskar
torfærur í því
sem á eftir að
reynast afdrifa
ríkt ferðalag.
MYND/MARIA VON
HAUSSWOLLF
„Við erum alltaf að þessu. Að
flokka okkur,“ segir Ingvar og nefnir
til dæmis aðgreiningu eftir þjóðerni
og landshlutum. „Við aðgreinum
okkur eftir aldri og hvort við vorum
uppi á þessari öldinni eða hinni. En
við höfum í rauninni ekkert breyst
og við erum eins þegar við fæð-
umst,“ heldur hann áfram og ber
saman leikskóla í Norður-Kóreu og
á Íslandi.
„Af því að ég hef nú komið
þangað. Þar eru nákvæmlega eins
skrækir og hljóð og í krökkum hér.
Nákvæmlega sama músíkin sem
kemur upp úr þeim. Og það er ein-
mitt það sem gerist hjá persónum
okkar. Þessum danska presti og
manninum sem ég leik, þessu nátt-
úrubarni. Þeir spegla sig í hvor
öðrum og það eru þessi átök en í
rauninni eru þeir báðir á krossgöt-
um. Eru að máta sig hvor við annan
og hugmyndafræði hvor annars.“
Sigurvíma á öræfum
Það er ekki nóg með að landið vol-
aða reyni á danska prestinn Lucas
og íslenska hörkutólið Ragnar því
leikararnir fengu sjálfir að kenna á
miskunnarleysi þess á eigin skinni.
„Það er hægt að líta á þetta þann-
ig að við vorum ekki bara sáttir við
erfiði dagsins eftir hvern tökudag
því í rauninni voru lok hvers töku-
dags eins og að vinna stórkostlegan
sigur. Einhvern veginn á aðstæð-
unum,“ segir Ingvar um krefjandi
verkefnið sem sé engu öðru líkt sem
hann hefur tekist á við á löngum
ferli.
„Við vorum uppi á jökli, á öræfum
eða þá að leika í senum sem voru
svo erfiðar. Maður var úrvinda eftir
hvern dag en glaður. Í sigurvímu.“
Þetta blessaða land, það drepur
og mylur einhvern veginn þessi ólíku
menn niður.
„Já, það er bara þannig. Ég veit
ekki hvað má segja mikið en maður
finnur það svo augljóslega á prest-
inum. Hann kemur sem gestur, við-
kvæmt blóm frá Danmörku, sem
ætlar að kynnast landi og þjóð og
misreiknar sig einhvern veginn
þannig að hann heldur jafnvel að
máttur bænarinnar dugi hérna,”
segir Ingvar og víkur að sínum
manni.
Enginn dó
„Þar sér maður muninn á þeim
Ragnari og hversu minn karakter
er tengdur jörðinni sjálfri og er í
rauninni næstum andlega tengdur
henni, náttúruöflunum og svoleiðis.
En á sama tíma er hann að spyrja
sig spurninga sem hann heldur að
presturinn hafi kannski svör við.
Og það er svolítið spennandi,“ segir
Ingvar sem sjálfur þurfti að stíga út í
óvissuna til móts við Ragnar.
„Ég var alveg dauðskelkaður í
upphafi. Þetta er í rauninni alltaf
sama sagan þegar maður byrjar.
Fyrstu einn, tvo, þrjá, fjóra töku-
dagana er maður er að máta sig,“
segir Ingvar sem þurfti að spyrja
sig hvort hann væri að stíga rétt til
jarðar með persónuna.
„Vegna þess að það er nánast eins
og maður saumi karakterinn áfram
frá því hvernig maður byrjar að
búa hann til. Þess vegna tala ég um
sigur. Hjá okkur öllum vegna þess
að þetta var svo erfitt. Og það eru
margar sögur. Það gerðist auðvitað
ýmislegt,“ segir Ingvar og hlær.
„Enginn varð alvarlega veikur og
enginn dó.“ n
Volaða land
Undir lok 19. aldar ferðast
ungur danskur prestur til Ís
lands með það að markmiði
að reisa kirkju og ljósmynda
íbúa eyjunnar á för sinni.
Sérvitur leiðsögumaður
leiðir prestinn í gegnum harð
neskjulegt landið á hestbaki
ásamt hópi heimamanna.
Eftir því sem líður á ferða
lagið missir presturinn smám
saman tökin á veruleikanum,
ætlunarverkinu og eigin sið
gæði.
Ingvar mátaði
ýmsa skegg
stíla og fann
síðar óvænta
tengingu í
manni á fjöl
skyldumynd
frá 1926. „Það
er eiginlega
bara óhuggu
legt að sjá
þetta því hann
er nákvæm
lega eins ég
með þennan
hatt og með
þetta skegg,“
segir Ingvar
hlæjandi.
MYND/AÐSEND
„Það var rosaleg mýri sums staðar þar sem við vorum svo við sukkum djúpt og
það er bara alveg helvítis puð að vera með hesta í þessu.“ MYND/AÐSEND
20 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 10. MARS 2023
FÖSTUDAGUR