Fréttablaðið - 10.03.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.03.2023, Blaðsíða 4
Stjórnarformaður Skeljar segir erlenda fjárfestingu á Íslandi minni en á hinum Norðurlöndunum. Lausnin var að kaupa air-fryer. Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardals- laugar kristinnhaukur@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Umtalsverðar fram- kvæmdir standa yfir í Laugardals- laug við að fjarlægja asbestplötur úr lofti í starfsmannarými, gufubaði, nuddstofu og í kjallara. Töluvert rask hefur verið af þessu en gufubaðið er að minnsta kosti opið á ný. „Það er verið að kanna hvar sé asbest í húsinu og fjarlægja það,“ segir Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Asbestið kom í ljós þegar verið var að laga leka frá stúku ofan í starfsmannarými. Asbest er krabbameinsvaldandi efni sem verður hættulegt þegar það er hreyft, það er þegar rykið af því þyrlast upp. Aðeins má rífa niður asbest með leyfi og undir eftirliti heilbrigðis- eftirlits og af ákveðnum verktökum, sem eru Íslenskir aðalverktakar í þessu tilfelli. Setja þarf plöturnar í plast og f lytja burt í læstum gámi. Á eftir þarf svo að gera loftsýnatöku og ekki má vera í rýminu fyrr en asbestið er horfið úr andrúmsloftinu. Gufubaðið var lokað í tíu daga og nuddstofan hefur verið færð tíma- bundið. Árni býst við að niðurrifið í starfsmannarýminu klárist á næstu sjö til tíu dögum en það gæti tekið mánuð að klára niðurrif í kjallar- anum. Töluvert rask er af þessu fyrir starfsfólk, sem missir eldhúsið og aðstöðu sína um tíma. Þarf það að hafast við í gömlu afgreiðslunni og sjoppunni á meðan. „Lausnin var að kaupa air-fryer. Það verður að reyna að gera gott úr þessu,“ segir Árni kíminn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem asbest finnst á staðnum. Árið 2020 var greint frá því að það hefði verið fjarlægt úr rými undir stúku. n Asbestplötur fjarlægðar úr Laugardalslaug Stóraukin ferðaþjónusta skýrir að hluta fordæmalausa mannfjölgun á Suðurnesjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Straumur innflytjenda ber fjölgun uppi, húsnæðismálin eru lykilþáttur í búsetuvali, vaxtarverkir eru á Suðurnesj- um en Skagfirðinga vantar fleira fólk. bth@frettabladid.is BYGGÐAMÁL Landsmönnum fjölgar nú hraðar en áður. Um áramótin voru íbúar landsins 387.758 og hafði fjölgað um 11.510 milli ára, um 3,1 prósentustig. Straumur inn- flytjenda vegur þungt í þróuninni. Verður 400.000 manna markinu náð síðla árs 2024 ef fjölgunin heldur áfram á sama hraða og verið hefur. Staðan er mjög mismunandi eftir landshlutum. Öll svæði eru í mínus miðað við vöxtinn á Suðurnesjum. Íbúafjöldi á Norðurlandi vestra stendur nánast í stað, 28 íbúa fjölgun, en íbúum á Suðurnesjum fjölgaði á sama tíma um tæp 2.000 eða 6,7 prósent. Á höfuðborgar- svæðinu var fjölgunin 2,8 prósent. Fólki fjölgaði yfir landsmeðaltali á Suðurlandi, um 1.368 einstaklinga. Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að áður hafi öll svæði verið í mínus gagnvart fjölgun á höfuð- borgarsvæðinu en nú séu öll svæði í mínus gagnvart Suðurnesjum. „Við vitum ekki hve mikil festa er í hópi innflytjenda, hve margir ætla sér að vera hér til lengri tíma,“ segir Þóroddur. Hann segir mikla þenslu og skort á vinnuafli leiða til þess að fólk streymir til landsins. Ljóst er að framboð á húsnæði ræður miklu um gang mála. Fólk með annað ríkisfang sem kemur til landsins þarf húsnæði. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði, segir að þar vanti íbúðarhúsnæði sem skýri að hluta hve erfiðlega gengur að fjölga fólki á svæðinu. „Það háir okkur að það hefur verið hert verulega að getu fólks til að taka húsnæðislán, það er miklu erfiðara fyrir einstaklinga að byggja en áður.“ Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri í Reykjanesbæ, segir aftur á móti að nægt húsnæði sé fyrir hendi þar á bæ, enda hefur það þurft til að hýsa gríðarlega margt nýtt fólk. Nú sé verið að undirbúa byggingarleyfi 1.000 nýrra íbúða umfram aðrar framkvæmdir í gangi, sem séu veru- legar. Kjartan Már segir að mikið fram- boð af húsnæði og stór leigumark- aður sé lykilbreyta í hinni öru íbúa- fjölgun. „Það opnaðist mikið þegar varnarliðið hvarf af landi brott,“ segir hann. Hin ástæðan sé mikil f jölgun ferðamanna og nálægð starfa við Keflavíkurflugvöll. Bæjarstjórinn neitar ekki að margs konar áskoranir fylgi svo Íbúum hér fjölgar ört og gætu orðið fjögur hundruð þúsund á næsta ári hröðum vexti. Sú nýjasta sé fjöldi hælisleitenda, ekki síst frá Úkra- ínu. Mikill fjöldi aðf luttra barna hafi kallað á gríðarlega uppbygg- ingu í skólakerfinu, enda sé verið að byggja þrjá nýja skóla. 25 tungumál eru töluð í leik- og grunnskólum og þjóðernin eru á annað hundrað. Árneshreppur á Ströndum er fámennasta sveitarfélag landsins með 47 íbúa. Þar fjölgaði íbúum þó hlutfallslega mest, eða um 12 prósent milli ára, sem ígildir fimm manns. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, segir íbúafjölgunina þar felast í fimm manna fjölskyldu en leit að húsnæði standi yfir fyrir hópinn. „Sveitarfélagið á fimm íbúðir sem er örugglega landsmet miðað við höfðatölu, en við eigum engar lausar íbúðir handa neinum,“ segir Eva sem kveðst bjartsýn á lausn. n Það opnaðist mikið þegar varnarliðið hvarf af landi brott. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ ÍÞRÓTTAVIKAN MEÐ BENNA BÓ FÖSTUDAGA KL. 21.00 olafur@frettabladid.is VIÐSKIPTI Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Skeljar fjárfest- ingarfélags, segir íslensku krónuna vera versta óvin íslensks atvinnu- lífs. Krónan sé ástæða lítillar fjár- festingar erlendra aðila á markaði hér á landi. Í ávarpi stjórnarformanns í árs- skýrslu Skeljar fyrir 2022 skrifar Jón: „Fjárfesting erlendra aðila á markaði hér á landi er mun minni en á Norðurlöndum. Það er ekki vegna þess að það sé skortur á afli, þekkingu, hugviti eða dugnaði í íslensku atvinnulífi, heldur er skýr- inguna að finna í íslensku krónunni, sem er versti óvinur atvinnulífsins og fólksins í landinu – en meira um það síðar.“ Samkvæmt þessu hyggst Jón Ásgeir tjá sig betur um þetta atriði síðar. Aðalfundur Skeljar fór fram í gær. Árið 2022 var það besta frá upphafi. Í ávarpi Jóns Ásgeirs kemur fram að breyting á félaginu úr rekstrar- félagi í fjárfestingarfélag hafi leitt af sér breytingu á framsetningu árs- reiknings. Verðmæti séu sýnilegri gagnvart fjárfestum en áður og með endurmati eigna og innleystum hagnaði var hagnaður ársins 17,5 milljarðar sem er methagnaður í 95 ára sögu félagsins, sem fyrir nafn- breytingu hét Skeljungur. n Jón Ásgeir segir krónuna vera versta óvininn og halda fjárfestum í burtu Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarfor- maður Skeljar Willum Þór Þórsson, heil- brigðisráðherra kristinnhaukur@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Heimsók num fólks á heilsugæslustöðvar vegna myglusveppasýki hefur f jölgað mikið. 462 einstaklingar sóttu á stöðvarnar vegna myglu á árunum 2012 til 2022. Af því 133 manns á árinu 2022, eða rúmur fjórðungur. Enginn leitaði til heilsugæslu vegna veikinda tengdra myglu árin 2014 og 2015. Þetta kemur fram í svari Will- ums Þórs Þórssonar heilbrigðisráð- herra við fyrirspurn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns VG. Þrjátíu og fjórir komu á sjúkra- hús vegna myglusveppasýki árin 2010 til 2022. Voru sjö lagðir inn. Mögulegt þykir að tilfellin séu van- skráð. n Myglusveppasýki eykst mjög mikið Jón Gunnars- son, dómsmála- ráðherra katrinasta@frettabladid.is ALÞINGI „Þetta skiptir miklu máli fyrir þá sem málið varðar og skiptir máli að loksins klára þetta sem er búið að vera lengi í undirbúningi“ segir Jón Gunnarsson dómsmála- ráðherra. Annarri umræðu útlendinga- frumvarps hans er lokið á þingi Allsherjar- og menntamálanefnd lauk umfjöllun um málið í síðustu viku og verða greidd atkvæði um frumvarpið á mánudag. „Þetta er náttúrlega mikill áfangi,“ segir Jón. n Frumvarp Jóns er á lokametrunum 4 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 10. MARS 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.