Fréttablaðið - 10.03.2023, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.03.2023, Blaðsíða 24
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . MERKISATBURÐIR | ÞETTA GERÐIST | 10 MARS 1934 Ljósmyndasýning á verkum Rún- ars Gunnarssonar verður opnuð í Þjóðminjasafni Íslands á morgun. Ástríða Rúnars fyrir ljósmyndun er slík að hann segir hana vera næsta bæ við bænahald. arnartomas@frettabladid.is Ekki augnablikið heldur eilífðin, er yfirheiti sýningar á ljósmyndum Rún- ars Gunnarssonar sem verður opnuð í Þjóðminjasafni Íslands á morgun. Nafn sýningarinnar er dregið úr viðtali sem Sigurlaug Dagsdóttir þjóðháttafræð- ingur tók við Rúnar og ítrekar hann að hann eigi engan heiður af því. „Ég er orðinn svo gamall að ég er orð- inn viðfangsefni þjóðfræðinga,“ segir Rúnar kíminn. „Ég hefði nú ekki trúað því þegar ég var röltandi um bæinn, brilljantíngreiddur að taka myndir fyrir Alþýðublaðið. En svona er þetta!“ Rúnar er fæddur árið 1944 og hefur stundað atvinnuljósmyndun frá árinu 1962 þegar hann hóf störf fyrir Alþýðu- blaðið. Þótt hann hafi líka verið mikið á sjónvarpinu og í kvikmyndagerð segir hann að hjarta hans hafi alltaf slegið í ljósmyndun enda geymir filmusafn hans yfir 100 þúsund myndir auk þess sem hann á tugþúsundir mynda á staf- rænu formi. Úr vöndu að velja Bryndís Erla Hjálmarsdóttir sýningar- stjóri átti úr vöndu að ráða þegar kom að því að setja sýninguna upp. „Þetta voru yfir þrjátíu þúsund mynd- ir sem ég byrjaði að fara yfir en ég byrj- aði að reyna að flokka þetta aðeins niður í fimmtán til tuttugu þemu,“ segir Bryn- dís sem endaði að lokum með um tíu flokka. „Rúnar nær einhverju viðkvæmu sambandi við myndefni sitt, einhverri tengingu sem mér fannst alveg einstök og hafði kannski ekki séð hjá mörgum.“ Sem dæmi er einn flokkurinn „Börn á förnum vegi“ þar sem má finna börn sem Rúnar hefur hitt úti á götu. „Hann nær einhverjum krafti og þessu ráfi á börnum sem var til staðar fyrir fjörutíu árum síðan en maður sér ekki lengur,“ útskýrir Bryndís. „Ég valdi myndefnið algjörlega út frá tilfinningu og nálgaðist efnið þannig. Þetta er svo nostalgískt og ég leyfði hjartanu að ráða í valinu.“ Helstu einkenni Rúnars sem ljós- myndara eru að mati Bryndísar hvað honum tekst að fanga tilfinningar. „Hvort sem það er hópur eða ein- staklingur þá nær hann alltaf einhverri tilfinningu við það sem hann er að mynda.“ Aldur engin fyrirstaða Spurður hvert sé hans uppáhaldsvið- fangsefni segist Rúnar hafa mestan áhuga á mannlífi í dagsins önn og að ná sambandi við fólk í gegnum ljósmynd- un. Hann er ekki mikið fyrir að mynda landslag sem er bara ekki hans deild. Þá hefur hann engin áform um að leggja myndavélina á hilluna þótt hann verði áttræður á næsta ári. „Þótt ég verði orðinn hálf blindur þá mun ég taka síðustu myndirnar með blindrastaf við hönd. Þetta er svo gaman!“ segir hann og hlær. „Að geta Orðinn viðfang þjóðfræðinga Rúnar hefur starfað sem atvinnuljósmyndari síðan 1962 en hefur minnkað við sig í brilljantíni síðan þá. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Úr síðasta síðutogaranum. MYND/RÚNAR GUNNARSSON Frá Saltvík, úti- hátíð. MYND/RÚNAR GUNNARSSON 241 f.Kr. Rómverjar binda enda á fyrsta púnverska stríðið með því að sökkva flota Karþagómanna. 1118 Gelasíus 2. verður páfi. 1629 Karl 1. Englandskonungur leysir breska þingið upp og hefur ellefu ára harðstjórnina þar sem ekkert þing situr. 1649 Karl 10. Gústaf er útnefndur eftirmaður Kristínar Svíadrottningar. 1804 Bandaríkin kaupa Louisiana af Frökkum. 1941 Togarinn Reykjaborg skotinn í kaf af þýskum kafbáti norður af Skotlandi. Tveir bjargast en þrettán farast. 1944 Flugfélagið Loftleiðir stofnað. 1967 Stórbruni verður á horni Vonarstrætis og Lækjar- götu í Reykjavík og brenna þrjú hús til grunna. 1988 Sálin hans Jóns míns heldur sína fyrstu tónleika í Bíókjallaranum við Lækjargötu. 1991 Davíð Oddsson er kjörinn formaður Sjálfstæðis- flokksins. 2009 Eva Joly verður sérlegur ráðgjafi ríkisstjórnar Ís- lands. stöðvað tilveruna aðeins og hægt á þessu brjálæði sem er í kringum mann – að taka myndir er eins og trúarleg athöfn fyrir mér. Ég meditera inn á þetta og þetta er bara næsti bær við bænahald.“ Fjötrar fegurðarinnar Rúnar hefur góð ráð að gefa upprenn- andi ljósmyndurum. „Því fyrr sem menn losna úr fjötrum fegurðarinnar, því betra,“ útskýrir hann. Það er ekkert sem skemmir myndlist jafnmikið og einhverjar ranghugmyndir um að myndir eigi að vera fallegar. Fal- legar myndir eru bara eins og einhver sykurleðja með sírópi út á.“ Galdurinn, að mati Rúnars, er að taka myndirnar eins og þú vilt taka þær. „Það er ekkert sem heitir rétt eða röng ljósmynd, eina ljósmyndin sem er rétt er sú sem lítur út eins og þú vilt hafa hana.“ Viðtalinu við Rúnar lýkur þegar óvænt heyrist sírenuvæl í fjarska. „Þá eru þeir komnir að sækja mig með spennitreyjuna, maður!“ Sýningin verður opnuð í myndasal Þjóðminjasafns á morgun klukkan 14. n Eina ljósmyndin sem er rétt er sú sem lítur út eins og þú vilt hafa hana. Fyrsti dráttur í Happdrætti Háskólans fór fram laugar- daginn 10. mars 1934. At- höfnin fór fram í þéttskip- uðum sal í Iðnó þar sem fólk var komið til að freista gæfunnar. Alexander Jóhannesson, rektor Háskóla Íslands og stjórnarformaður happ- drættisins, ávarpaði gesti þar sem hann sagði frá því að happdrættið hefði orðið til vegna góðs málefnis. Því örari sem sala happdrætt- ismiða væri, því fyrr myndi ný háskólabygging rísa. Aðalbygging háskólans var tekin í notkun árið 1940. Síðan þá hafa yfir 20 háskólabyggingar verið fjármagnaðar með happ- drættisfé. Tvö börn sáu um að draga saman vinnings- númer og vinningsupphæð. Miðarnir voru teknir úr tromlum sem var snúið og nam hæsti vinningurinn tíu þúsund krónum. Til saman- burðar verða tíu milljónir króna dregnar út í happ- drættinu á einn miða nú í mars. n Dregið í fyrsta skipti í Happdrætti Háskólans Ástkær faðir okkar og afi, Frantz Adolph Pétursson sem lést á líknardeild Landspítalans þann 7. mars, verður jarðsunginn frá Áskirkju, þriðjudaginn 14. mars kl. 13.00. Aðalheiður Frantzdóttir Pétur Ingi Frantzson Jón Þórir Frantzson börn, barnabörn og barnabarnabörn 16 TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 10. MARS 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.