Fréttablaðið - 10.03.2023, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.03.2023, Blaðsíða 18
Jack Nicholson hætti kvikmynda- leik 2010 og hefur lítið sést til hans síðan. Hann býr einn á heimili sínu í Beverly Hills og lifir rólegu lífi. Íslandsmót Íþróttasam- bands fatlaðra í frjálsum íþróttum verður haldið í frjálsíþróttahöllinni í Laug- ardal á morgun og að venju ríkir mikil spenna og eftir- vænting hjá keppendum. gummih@frettabladid.is „Það eru nokkrir tugir keppenda skráðir til leiks og þar á meðal verður okkar afreksfólk sem er að reyna að ná lágmörkum fyrir heimsmeistaramótið sem haldið verður í Frakklandi í sumar,“ segir Egill Þór Valgeirsson, formaður frjálsíþróttanefndar Íþróttasam- bands fatlaðra. Að sögn Egils eru Stefanía Daney Guðmundsdóttir og Ingeborg Eide Garðarsdóttir búnar að tryggja sér lágmörkin og eiga góða möguleika á að keppa á heimsmeistaramót- inu og Patrekur Andrés Axelsson er alveg við þröskuldinn að tryggja sér þátttökurétt. Gerðu góða hluti í Dúbaí Þau eru nýkomin heim frá Dúbaí þar sem þau kepptu á heims- mótaröð Alþjóðaólympíuhreyf- ingarinnar. Öll stóðu þau sig vel og Stefanía varð til að mynda í öðru sæti í langstökki í Dúbaí og Ingeborg fjórða í kúluvarpi og setti nýtt persónulegt met í greininni en hún keppti einnig í kringlukasti. Stefanía, Ingeborg og Patrekur verða öll í eldlínunni í Laugar- dalnum á morgun. „Það verða fleiri mót á næstu vikum og mánuðum þar sem okkar fólk hefur tækifæri á að tryggja sér sæti á HM og Patrekur mun til dæmis keppa á mótum í Sviss og á Ítalíu þar sem hann reynir við lágmarkið,“ segir Egill en Patrekur er hlaupari og keppir í f lokki blindra. Hann keppti í 100 og 400 metra hlaupum á mótinu í Dúbaí. Egill Þór vonast til þess að góður árangur náist hjá keppendum á Íslandsmótinu og hann segir að það sé spenna og eftirvænting hjá þeim. Vill fá fleiri í sportið „Það er alltaf mikil eftirvænting hjá krökkunum að taka þátt í Íslandsmóti og ég býst fast- lega við því að við sjáum bætingar hjá einhverjum keppendum. Það verður gaman að sjá hvernig mótið muni ganga og ég er bjartsýnn á góðan árangur,“ segir Egill Þór, sem vill sjá fleiri fatlaða einstaklinga reyna fyrir sér í íþróttum. „Við sem störfum í hreyfingunni eigum þá ósk að fá fleiri þátt- takendur í sportið því það er fullt af fólki þarna úti sem gæti verið að keppa og láta ljós sitt skína. Stærsta auglýsingin fyrir okkur er sú þegar fatlaðir einstaklingar gera það gott á alþjóðlegum vettvangi. Þá hugsa margir um að þeir gætu alveg gert þetta líka. Sterkar fyrir- myndir eru mjög mikilvægar.“ Egill Þór segir að það sé gaman og gefandi að starfa fyrir Íþrótta- samband fatlaðra. „Ég er búinn að vera í kringum þjálfun fatlaðra í um 20 ár og þetta er gríðarlega skemmtilegt og gefandi starf í alla staði.“ Íslandsmótið hefst á slaginu klukkan 12 á morgun og stendur yfir í rúmar þrjár klukkustundir. n Spenna og eftirvænting  Stefanía Daney varð í 2. sæti í langstökki á móti í Dúbaí á dögunum. MYNDIR/ÍF Ingeborg Eide bætti sinn besta árangur í kúluvarpi. Það verður gaman að sjá hvernig mótið muni ganga og ég er bjartsýnn á góðan árangur. Egill Þór Valgeirsson Goðsögnin, Hollywood- stjarnan og þrefaldi Óskars- verðlaunahafinn Jack Nicholson hefur ekki sést opinberlega um langan tíma og margir aðdáenda hans sakna hans af hvíta tjaldinu. elin@frettabladid.is Jack Nicholson er 85 ára og hefur leikið í meira en 70 kvikmyndum á ævi sinni. Hann hefur hlotið 12 Óskarstilnefningar og er sá karl- leikari sem hefur fengið flestar slíkar auk margra annarra verð- launa. Hann var gjarnan þekktur sem hjartaknúsari enda mikill kvennamaður. Nicholson á sex börn með fimm konum en sonur hans, Ray Nicholson, fetar nú í fót- spor föður síns í kvikmyndaheim- inum í nýrri mynd sem nefnist Out of the Blue. Jack Nicholson hætti kvik- myndaleik 2010 og hefur lítið sést til hans síðan. Hann býr einn á heimili sínu í Beverly Hills og lifir rólegu lífi. Vinir hans hafa áhyggjur af því að hann deyi sem einsetumaður eftir litríkt líf sem ein skærasta kvikmyndastjarna allra tíma. Jack hefur aldrei til- kynnt opinberlega að hann sé hættur að leika en ekkert hefur sést til hans í meira en tvö ár. Margir hafa talið að hann þjáist að heilabilun en hann hefur sjálfur fullyrt að heilinn sé jafn skarpur og hann hefur alltaf verið. Hann sé einfaldlega orðinn vandlátur á hlutverk. Jack átti óvenjulega æsku. Móðir hans, ógift sýningarstúlka, June Frances Nicholson, eignaðist hann átján ára en foreldrar hennar tóku barnið að sér og sögðu móðurina vera systur hans. Þannig var það í næstum fjóra áratugi en árið 1974 afhjúpaði tímaritið Time sann- leikann. Leikarinn vildi ekki viður- kenna að sú uppljóstrun hefði orðið honum áfall. Jack fór í leiklistarnám og árið 1958 fékk hann fyrsta hlutverkið í unglingamynd sem nefnist The Cry Baby Killer. Ferill hans tók strax kipp og hann varð fljótt einn þekktasti leikari heims. Hann hefur leikið í vinsælustu bíó- myndum sem gerðar hafa verið og listinn er langur. Síðasta myndin var How Do You Know? en þar á undan voru þekktar myndir eins og Something's Gotta Give, As Good as It Gets og The Bucket List. Ein þekktasta myndin er þó án efa Gaukshreiðrið. Ástkonur hans hafa verið leik- og söngkonur ásamt fyrirsætum líkt og Michelle Phillips, Jill St. John, Winnie Hollman, Bebe Buell, Lara Flynn Boyle, Kate Moss, Paz de la Huerta og Rebecca Broussard. Hann kvæntist aðeins einni konu, leikkonunni Söndru Knight. Hann átti síðar í umdeildu ástarsambandi við Anjelicu Huston. Í bók um Jack Nicholson eftir Marc Eliot segir að hann hafi eytt miklum tíma á hátindi ferilsins í djamm og helst allan sólarhringinn. Jack sagði í viðtali fyrir nokkrum árum að hann vildi einungis gera bíómyndir sem hreyfa við fólki, myndir um tilfinningar. Síðan bætti hann því við að unga fólkið vildi bara sjá myndir með spreng- ingum og látum. „Ég mun aldrei gera svoleiðis mynd,“ sagði hann. Í viðtali við NBC sagðist leikarinn sífellt vera að lesa yfir handrit. Jack Nicholson var síðast mynd- aður á leik með Lakers í Los Angeles í október 2021. Vinir Jacks segja að börnin hans komi reglulega í heim- sókn en þau eru eina tenging hans við umheiminn í dag. Glaumgosinn hefur dregið sig í hlé. n Jack Nicholson lifir kyrrlátu einsetulífi Ein af nýlegustu kvikmyndum Jacks Nicholson er Something’s Gotta Give þar sem hann fór með aðalhlut- verk á móti Diane Keaton. Myndin var frumsýnd árið 2003 og er enn í dag vinsæl enda gamansöm. Jack ásamt syni sínum, Ray Nicholson, sem nú fetar í fótspor föður síns á hvíta tjaldinu. Hann leikur í myndinni Out of the Blue. MYND/GETTY 6 kynningarblað A L LT 10. mars 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.