Fréttablaðið - 10.03.2023, Blaðsíða 21
Ríkisstjórnin þarf
að stíga föst skref og
byggja þá brú sem til
þarf svo eins konar
þjóðarsátt náist.
Seðlabankastjóri tilkynnti að finna
þyrfti leiðir sem hafa það að mark-
miði að aðstoða landsmenn við að
auka sparnað sinn. Hefur hann því
lagt til að afnumdar verði reglur um
verðtryggingu inn- og útlána. Þetta
þýðir að heimilt verður að verð-
tryggja innlán án tímatakmarkana
frá og með fyrsta júní næstkomandi.
Fram hefur komið að raunávöxtun
á innlánsreikningum í fyrra var nei-
kvæð í nánast öllum tilfellum. Fé á
verðtryggðum reikningum hélt í
við verðbólgu en þegar búið er að
taka tillit til fjármagnstekjuskatts
er raunávöxtun þeirra líka neikvæð.
Þessar reglur eru barn síns tíma
og í raun er það ekki eðlilegt að
Seðlabankinn hlutist til um hvernig
innlán séu í boði á Íslandi. Afnám
reglnanna er því jákvætt og tíma-
bær aðgerð. Með breytingu á reglum
um verðtryggingu er verið að búa til
hvata til aukins sparnaðar og fjölga
möguleikum á sparnaði. Mark-
miðið er því eftir sem áður að auka
sparnað og draga úr þenslu í efna-
hagskerfinu okkar.
Innflutningur og viðskiptahalli
Það er halli á vöruviðskiptum, sem
skýrist af öf lugri innlendri eftir-
spurn. Það hefur m.a. keyrt áfram
verðbólguna hér á landi og ljóst er
að framhald verði á þeirri þróun.
Verðbólgan byrjaði að aukast af
miklum krafti fyrir rúmu ári síðan
og er nú yfir 10%. Við f lytjum inn
Spara og spara, oj bara
Hafdís Hrönn
Hafsteinsdóttir
þingmaður
Framsóknar
meira en við f lytjum út og mikil
eftirspurn er eftir bæði vörum og
vinnuafli, sem kyndir undir verð-
bólguna og hefur myndað mikla
spennu á vinnumarkaði undan-
farna mánuði.
Verðbólga er merki um mikla
innlenda eftirspurn og verðhækk-
anir á innfluttum vörum koma ber-
sýnilega fram í viðskiptahalla. Of
mikil innlend eftirspurn myndar
innflutningsverðbólgu hér á landi,
sem hefur áhrif á verðlag, vísitölu
og þar með verðbólguna. Ljóst er að
núverandi verðbólga er að mestu
leyti innflutt.
Sameina krafta gegn verðbólgu
Í kringum árið 1990 var gerð þjóðar-
sátt sem tók til allra aðila vinnu-
markaðarins og hafði hún það að
leiðarljósi að allir settu sér raunhæf
markmið um kaupmátt, eyðslu og
skynsemi samfélagsins. Ríkisstjórn-
in þarf að stíga föst skref og byggja
þá brú sem til þarf svo eins konar
þjóðarsátt náist. Við þurfum að
taka saman höndum, spara meira
og eyða minna, en þó á þann hátt að
tannhjól samfélagsins stöðvist ekki
á meðan. Til þess þurfa almenn-
ingur, vinnumarkaðurinn, ríkið og
sveitarfélögin að ganga öll saman
í takt, svo árangur náist í þessari
baráttu. n
Húsnæði fyrir f lóttafólk er nánast
uppurið eins og rakið hefur verið í
fréttum. Í frétt Ríkisútvarpsins 4.
mars síðastliðinn er haft eftir Gylfa
Þór Þorsteinssyni, aðgerðastjóra
móttöku f lóttafólks, að gistiúrræði
fyrir f lóttafólk hér á landi verði
fullt í þessari viku ef fram heldur
sem horfir. Mikil þörf sé á húsnæði
sem geti rúmað tuttugu manns og
upp úr.
Þungur straumur dag hvern
Gylfi Þór segir um 50 manns koma
til landsins á dag og þegar hafa hátt
í 1.000 manns komið til landsins á
þessu ári sem þegar er orðið hið
þriðja stærsta. Útbúa á gistirými í
húsnæði Domus Medica við Egils-
götu í Reykjavík fyrir fyrstu nótt
f lóttafólks eftir að það kemur
hingað til lands. Móttökumiðstöð
fyrir f lóttafólk hefur verið starf-
rækt í Domus Medica síðasta árið.
Gylfi Þór segist í tilvitnaðri frétt
bjartsýnn á að hægt verði að finna
meira húsnæði fyrir f lóttafólk.
Hann tiltekur ekki nánar til hvaða
ráða verði gripið.
Markaðurinn hreinsaður upp
Haft er eftir Gylfa Þór Þorsteins-
syni: „Við erum náttúrulega búin
að vera að hreinsa upp markaðinn
hvað þetta varðar undanfarið ár
og þetta er orðið erfiðara. En ég er
fullur bjartsýni, við munum ná að
vinna þetta með einhverjum hætti.
Það eru ýmis ráð sem við höfum
sem við getum farið að nýta okkur
og við sjáum til hvað gerist.“
Stórfelld umsvif stjórnvalda á
húsnæðismarkaði
Fram kom nýlega að félagsheimilið
Festi í Grindavík hefur verið tekið
sem húsnæði fyrir hælisleitendur.
Þetta ber með sér að hinir opin-
beru aðilar sem hafa með höndum
að útvega húsnæði fyrir allan þann
fjölda sem hingað leitar erlendis
frá séu að verða uppiskroppa með
úrræði hafandi sópað upp hús-
næðismarkaðinn.
Spurningar vakna um athafnir
stjórnvalda í húsnæðismálum
Hverjir eru þeir opinberu aðilar
sem hafa verið athafnasamir á
húsnæðismarkaði? Hversu margar
íbúðir hafa þeir á sínum snærum,
á leigu eða með kaupum? Hversu
hratt hefur þessum íbúðum fjölgað
á umliðnum árum?
Úr því að félagsheimilið Festi í
Grindavík var tekið traustataki
sem húsnæði má spyrja hvers konar
húsnæði annað en íbúðir hefur
verið tekið til nota sem búsetuúr-
ræði? Hvaða húsnæði ræðir um
í þessu efni? Nú þegar úrræði
sýnast á þrotum heyrist talað um
áform um gámabyggð með umtals-
verðum tilkostnaði. Hvaða áform,
ef rétt er eftir haft, eru uppi um að
nýta f lutningagáma sem íbúðar-
húsnæði?
Afleiðingar fyrir leigu, íbúðaverð
og verðbólgu
Þegar ríkisvaldið hefur gerst svo
umsvifamikið að því er lýst af þeim
sem gerst þekkja að „við erum nátt-
úrulega búin að vera að hreinsa upp
markaðinn“ verður að spyrja um
af leiðingar af þessum stórfelldu
aðgerðum. Hver hefur verið þróun
leiguverðs íbúða á umliðnum miss-
erum og árum og hver er hlutur
opinberra aðila í þeirri þróun?
Upplýsa þarf um umsvif opin-
berra aðila á leigumarkaði í þágu
umsækjenda um alþjóðlega vernd
sem virðast svo mikil að vöxtum
að þau hafi haft áhrif á leiguverð
á íslenskum húsnæðismarkaði og
fasteignaverð. Hækkun á verði íbúð-
arhúsnæðis ratar eins og kunnugt er
inn í verðbólgumælingu um farveg
hins illræmda húsnæðisliðar vísi-
tölu neysluverðs. Sú hækkun leiðir
af sér nánast tafarlausa þyngingu á
greiðslubyrði.
Veit vinstri höndin hvað sú
hægri gerir?
Ákaft er kallað eftir umbótum af
hálfu stjórnvalda í húsnæðismálum
sem ratað hafa í ógöngur. Verðbólga
hefur magnast vegna lausataka í
ríkisfjármálum og launahækkana.
Unga fólkið með húsnæðislánin
má sligast undir æ þyngri greiðslu-
byrði og raunar sýnist vart gerlegt
fyrir of marga að eignast fyrstu
íbúð. Verkalýðshreyf ing hefur
kallað eftir aðgerðum stjórnvalda
til úrbóta en svarið felst í aðgerðum
sem lýst er í tilvitnaðri frétt en þær
hafa hreinsað markaðinn upp til að
mæta húsnæðisþörf sem skapast
vegna ósjálf bærs innflutnings um
galopin landamæri. Þetta eru naum-
ast þær aðgerðir sem kallað var eftir.
Vel geymt ríkisleyndarmál
Kostnaður við hælisleitendakerfið
sýnist ríkisleyndarmál. Aðeins
er birtur beinn kostnaður að ein-
hverju marki en óbeinn kostnaður
fæst ekki upp gefinn.
Til þessa hefur einkum verið rætt
um hinn óbeina kostnað sem skap-
ast í heilbrigðis- og menntakerfinu
og félagslega kerfinu almennt. En
nú sést annars konar kostnaður sem
birtist í hækkandi leigu og hækk-
andi húsnæðisverði og æ þyngri
greiðslubyrði af lánum.
Stjórnvöld verða að upplýsa
um aðgerðir sínar sem lýst er með
orðunum hreinsa upp markaðinn
og tef la fram áreiðanlegum upp-
lýsingum um áhrif þessa á leigu og
húsnæðisverð.
Vandinn á rót í stefnu sem lýst
er sem mistökum
Óbreytt stefna opinna landamæra
hefur reynst ósjálf bær á marga
vegu. Hún hefur leitt af sér hættu-
ástand á landamærum að dómi
ríkislögreglustjóra. Flutt er inn
eins og eitt bæjarfélag á ári hverju.
Vestmannaeyjar í dag. Garða-
bær á morgun. Húsnæðisvandinn
birtir nýja hlið á þessari stefnu
sem nágrannaþjóðir hafa horfið
frá og lýsa sem mistökum. Stefnan
er með réttu kennd við öfgar enda
borin fram af fámennum hópi
aðgerðasinna. Á hinum pólitíska
vettvangi hafa Píratar og fylgi-
tungl úr Samfylkingu og Viðreisn
dregið vagninn. Ábyrg stjórnvöld
geta ekki staðið áfram fyrir stefnu
mistakanna sem fær okkur til að
líta út eins og afdalamenn í augum
nágrannaþjóða hafandi séð ógöng-
urnar sem stefnan kallaði yfir þær.
Og okkur. n
Hækkun leigu og íbúðaverðs í boði ríkisvaldsins
Ólafur Ísleifsson
hagfræðingur og
fv. alþingismaður
FRÉTTABLAÐIÐ SKOÐUN 1310. MARS 2023
FÖSTUDAGUR