Fréttablaðið - 10.03.2023, Síða 10

Fréttablaðið - 10.03.2023, Síða 10
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS Þetta klúðrar sér ekki sjálft, sjáiði til. Einhver þarf að gera það. Guðmundur Gunnarsson ggunnars @frettabladid.is Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknar Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var fyrr í þessari viku. Þessi dagur gefur ávallt tilefni til að ígrunda stöðu jafnréttismála hér á landi og í heiminum öllum. Það er sláandi að þessa dagana berast þau tíðindi frá 67. fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna að það heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem við eigum hvað lengst í að ná sé markmiðið um jafnrétti kynjanna. Hér á landi höfum við náð eftirtektarverðum árangri á mörgum sviðum jafnréttis en víða eigum við þó enn langt í land. Vinna að jafnrétti er og verður stöðugt og viðvarandi verkefni. Það verður aldrei þannig að við getum hallað okkur aftur og sagt að öllum markmiðum hafi verið náð, því þá er hætta á að áunnin réttindi tapist og framþróun stöðvist. Okkur ber skylda til að halda vinnunni áfram á öllum sviðum samfélagsins. Áskoranirnar hér á landi eru margar, launamunur og kynjaskipting starfa á vinnumarkaði og kyn- bundið námsval sem að mínu áliti tengist kyn- bundnu námsframboði. Fylgja þarf eftir hvers konar úrbótum í vinnu gegn kynferðislegu og kynbundnu of beldi sem nú er í gangi, eftir að við höfum allt of lengi verið sofandi gagnvart áhrifum of beldis á einstaklinga og samfélag. Þá eigum við margt ólært varðandi leiðir til að tryggja konum af erlendum uppruna jafnrétti í íslensku samfélagi. Þessi misserin sjáum við bakslag á heimsvísu vegna náttúruhamfara, stríðs og pólitískra átaka. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til tafarlausra og samræmdra aðgerða til þess að f lýta því að jafnrétti náist á milli kynjanna og um leið er kastljósinu beint að nýsköpun, tæknibreytingum og menntun kvenna á stafrænni öld. Hjá UN Women er unnið að því alla daga ársins að tryggja réttindi kvenna og stúlkna um allan heim og þrýsta á aðildarríki Sameinuðu þjóðanna að virða sáttmála sem varðar réttindi kvenna og stúlkna. Stríði fylgja auknar líkur á kynbundnu of beldi, man- sali og almennri neyð. Stóra óskin er að konur fái tækifæri til að vinna að friði. Friður er grundvöllur jafnréttis. n Vinna að jafnrétti N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Alex og William manual hvíldarstólar Alex manual með 20% afsl. 195.000 kr. Alklæddir Anelín leðri Litir: svart, dökkbrúnt og cognac William manual með 20% afsl. 215.000 kr. Nú með 20% afslætti gar@frettabladid.is Handbolti frá Manchester „Frammistaða“ íslenska karla- landsliðsins í handbolta í Tékk- landi í fyrrakvöld sló sjónvarps- áhorfendur út af laginu. Virtust strákarnir okkar blessaðir alger- lega í vasanum á eigin vantrú á getu sína og klúðruðu meira og minna öllu sem hægt mun vera að klúðra í einum handbolta- leik. Þið sáuð þetta sjálf. Var eiginlega eins og Manchester United hefði sent sitt lið á vett- vang fyrir okkar hönd. Það var aðeins Björgvin Páll Gústafsson sem virtist vera með sjálfum sér. Sem betur fer. Þetta er mjög furðulegt því mikið veltur á ein- víginu við Tékka sem reyndar er ekki lokið því Ísland á heima- leikinn á sunnudag eftir. Hann getur ekki orðið eins slæmur. Eða hvað? Á bak við tjöldin Eitthvað hlýtur að hafa gengið á bak við tjöldin hjá Handbolta- sambandi Íslands í aðdraganda þessara mikilvægu leikja úr því ákveðið var að vísa þjálfaranum á dyr án þess að hafa annan í bakhöndinni. Óvíst er samt hvort það hafi ráðið því að íslenska liðið spilaði rassinn úr buxunum í Tékklandi. Sýnist helst sem eitthvert dularfullt innanmein sé að plaga lands- liðshópinn sem nær ekki betur saman en raunin var og hver leikmaðurinn á fætur öðrum gerir mistök á færibandi. Var kannski rangur maður látinn fara? n Þá eigum við margt ólært varðandi leiðir til að tryggja konum af erlendum uppruna jafn- rétti í íslensku samfélagi. Í vikunni blossaði hann upp enn eina ferð- ina. Óþefurinn af nokkurra ára gömlum glórulausum ákvörðunum stjórnar Sorpu. Þar sem sjö milljörðum af peningum skattgreiðenda var beinlínis sólundað í tæki sem áttu að sjá um rusl, en reyndust vera drasl. Þið skiljið. Nýjasti kaflinn í þessari harmsögu úrgangs á höfuðborgarsvæðinu er að nú eigi að loka blessaðri þriggja ára gömlu flokkunarstöðinni í Álfsnesi. Henda henni á haugana. Í nokkrum hand- hægum heimatökum innan girðingar. Eflaust mætti hafa gaman af kaldhæðni slíkra örlaga, ef ekki væri fyrir þá staðreynd að bún- aðurinn, sem reyndist ónothæfur frá upphafi, kostaði íbúa höfuðborgarsvæðisins ríflega einn milljarð króna. Þeim peningum verður nú fargað. Vegna þess að nokkrir pólitíkusar í stjórnarstólum ákváðu að hunsa ráðleggingar sérfræðinga og taka illa ígrundaðar ákvarðanir. Þetta hefur núverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins meira að segja staðfest og sagt að fjárfestingin hafi verið með öllu óskiljanleg. Höfum líka í huga að þessi milljarður bætist ofan á allt havaríið og klúðrið í kringum GAJU. Gas- og jarðgerðarstöðina sem fór einn og hálfan milljarð fram úr áætlun, kostaði á endanum fimm komma sex milljarða en lúrir nú ónot- hæf í mygluðu húsnæði þétt upp við umrædda flokkunarstöð. Þar standa þær nú saman þessar tvær stöðvar. Á haugunum. Eins og veglegir minnisvarðar um afglöp þeirra sem sífellt sækjast eftir ábyrgðar- stöðum, en bera svo auðvitað enga ábyrgð þegar til kastanna kemur. Ekki einu sinni þegar almenningur fer að klóra sér í höfðinu yfir öllum óþarflega háu gjöldunum sem óhjákvæmilega fylgja vondum ákvörðunum. Þannig greiðum við nefnilega úr vitleysisgangi í opinberum rekstri á Íslandi. Með einföldum bakreikningum inn um bréfalúgur íbúanna. En horfum svo fram hjá þeim sem eiga að bera ábyrgð á dellunni. Þeir sitja alltaf sem fastast. Hvað sem á dynur. Kannski er það bara heppilegasta fyrirkomu- lagið. Einhver þarf jú að manna alla fundina. Borða snitturnar, þiggja launin og taka fleiri ákvarðanir um hluti sem þeir hafa ekki hunds- vit á. Þetta klúðrar sér ekki sjálft, sjáiði til. Ein- hver þarf að gera það. Eða eins og einn þaulreyndur sveitarstjórnar- maður sagði eitt sinn þegar hann var spurður út rugl í rekstri fyrirtækja á forræði sveitarfélaga: „Byggðasamlag er það sem gerist þegar nokkur sveitarfélög koma sér saman um að fara illa með peninga og veita lélega þjónustu.“ n Óþefur 10 SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 10. MARS 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.